Viðspyrna fólksins Helga Þórðardóttir skrifar 10. júlí 2015 09:21 Nú er þingi lokið eftir mikil átök. Ríkisstjórnin var gerð afturreka með umdeild mál eins og makrílfrumvarpið og er það vel. Stjórnarandstaðan stóð í lappirnar og gaf ekkert eftir í þessu máli fyrir utan Bjarta framtíð sem ætlaði að samþykkja lokaútspil Sigurðar Inga Jóhannssonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Þennan árangur ber fyrst og fremst að þakka mótspyrnu almennings og ýmissa hópa sem tóku þetta mál að sér. Þar vil ég helst nefna undirskriftasöfnun Þjóðareignar sem setti greinilega mikla pressu á stjórnvöld. Sóknarhópurinn, þverpólitískur hópur sem berst gegn kvótakerfinu, hóf baráttuna þegar átti að leggja fram sáttaleiðina og barðist ötullega gegn makrílfrumvarpinu. Við í stjórnmálasamtökunum Dögun áttum okkar þátt í því að koma í veg fyrir þennan óskapnað. Dögun hélt fjölsóttan fund í Kópavogi um sjávarútvegsmál sem var um margt merkilegur. Dögun bauð öllum stjórnmálaflokkum á Alþingi til fundarins til að segja frá stefnu sinni um sjávarútvegsmál. Við veittum mótspyrnu með því að skrifa ótal greinar og sendum á fjölmiðla og þingmenn. Dögun sendi ítarlega umsögn um frumvarpið og jafnframt komum við upplýsingum um málið til erlendra aðila sem rannsaka spillingu. Dögun sendi bréf til Greco og Transparency International til þess að vekja athygli þeirra á því óréttlæti sem viðgengst í úthlutun veiðiheimilda. Þessi vinna var unnin af baráttufólki með ríka réttlætiskennd sem trúir á málstaðinn og vill ekki gefast upp fyrir óréttlætinu. Við vitum þó að björninn er ekki unninn og áfram þurfum við að veita mótspyrnu þegar þing kemur aftur saman í haust, því eingöngu var samið um „vopnahlé“ á þingi til að gefa þingmönnum sumarfrí. Það er orðið mjög brýnt að fá nýja stjórnarskrá þar sem almenningur getur skotið málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það sama á við um minnihluta alþingismanna. Einn þriðji hluti þingsins ætti að geta skotið umdeildum málum til þjóðarinnar. Almenningur á að hafa lokaorðið í mörgum málum enda er valdið hans. Meirihlutavald á Alþingi án aðhalds hefur fært alltof stóran hlut auðlinda okkar til fárra. Því verður að linna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Helga Þórðardóttir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nú er þingi lokið eftir mikil átök. Ríkisstjórnin var gerð afturreka með umdeild mál eins og makrílfrumvarpið og er það vel. Stjórnarandstaðan stóð í lappirnar og gaf ekkert eftir í þessu máli fyrir utan Bjarta framtíð sem ætlaði að samþykkja lokaútspil Sigurðar Inga Jóhannssonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Þennan árangur ber fyrst og fremst að þakka mótspyrnu almennings og ýmissa hópa sem tóku þetta mál að sér. Þar vil ég helst nefna undirskriftasöfnun Þjóðareignar sem setti greinilega mikla pressu á stjórnvöld. Sóknarhópurinn, þverpólitískur hópur sem berst gegn kvótakerfinu, hóf baráttuna þegar átti að leggja fram sáttaleiðina og barðist ötullega gegn makrílfrumvarpinu. Við í stjórnmálasamtökunum Dögun áttum okkar þátt í því að koma í veg fyrir þennan óskapnað. Dögun hélt fjölsóttan fund í Kópavogi um sjávarútvegsmál sem var um margt merkilegur. Dögun bauð öllum stjórnmálaflokkum á Alþingi til fundarins til að segja frá stefnu sinni um sjávarútvegsmál. Við veittum mótspyrnu með því að skrifa ótal greinar og sendum á fjölmiðla og þingmenn. Dögun sendi ítarlega umsögn um frumvarpið og jafnframt komum við upplýsingum um málið til erlendra aðila sem rannsaka spillingu. Dögun sendi bréf til Greco og Transparency International til þess að vekja athygli þeirra á því óréttlæti sem viðgengst í úthlutun veiðiheimilda. Þessi vinna var unnin af baráttufólki með ríka réttlætiskennd sem trúir á málstaðinn og vill ekki gefast upp fyrir óréttlætinu. Við vitum þó að björninn er ekki unninn og áfram þurfum við að veita mótspyrnu þegar þing kemur aftur saman í haust, því eingöngu var samið um „vopnahlé“ á þingi til að gefa þingmönnum sumarfrí. Það er orðið mjög brýnt að fá nýja stjórnarskrá þar sem almenningur getur skotið málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það sama á við um minnihluta alþingismanna. Einn þriðji hluti þingsins ætti að geta skotið umdeildum málum til þjóðarinnar. Almenningur á að hafa lokaorðið í mörgum málum enda er valdið hans. Meirihlutavald á Alþingi án aðhalds hefur fært alltof stóran hlut auðlinda okkar til fárra. Því verður að linna.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun