24 milljarða eignir ESÍ seldar til að vinna gegn verðbólgu Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. júlí 2015 07:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins vanmeta mótvægisaðgerðir Seðlabankans. fréttablaðið/gva Á sama tíma og Seðlabankinn hækkar vexti og boðar frekari hækkanir til þess að draga úr verðbólgu eykur hann peningamagn í umferð með inngripum á gjaldeyrismarkaði, segir í nýrri umfjöllun efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Efnahagssviðið segir að inngrip Seðlabankans séu óstýfð, sem þýði að bankinn beiti ekki mótvægisaðgerðum til þess að koma í veg fyrir að peningamagn aukist í umferð. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir aftur á móti að Samtök atvinnulífsins vanmeti hversu stýfð inngrip Seðlabankans séu. Seðlabankinn myndi mótvægi gegn gjaldeyriskaupunum til að koma í veg fyrir áhrif á peningamagn eða vexti. „Við stýfum þetta með tvennum hætti. Annars vegar eru það viðskipti Eignasafns Seðlabankans, sem frá áramótum hafa dregið 24 milljarða af lausu fé út af markaðnum. Og hins vegar með því að fá þetta inn á bundna reikninga. Samtals frá áramótum hafa verið dregnir 98 milljarðar inn á þá reikninga,“ segir Már. Hann bætir því við að það geti komið upp dagamunur á því að stýfingin eigi sér stað. Már ítrekar að þess sjáist ekki merki að aukning peningamagns í umferð sé meiri en eðlilegt er í ljósi hagvaxtar og verðbólgu. Vöxturinn hafi þvert á móti verið veiklulegur. „Við vorum að gefa út okkar Peningamál í maí og þá kom fram að ársvöxtur leiðrétts peningamagns, þar sem er leiðrétt fyrir innstæðum fallinna fjármálastofnana, hefur dregist saman undanfarið ár og verið undir nafnvexti landsframleiðslu síðustu ársfjórðunga,“ segir Már. Hann bætir við að ef inngripin hefðu verið óstýfð þá hefði það sést mjög greinilega í lækkun vaxta á peningamarkaði. Már segir það rétt að það hefði meiri áhrif til lækkunar á verðbólgu til skamms tíma ef genginu yrði leyft að hækka. „En það er ekki víst að það yrði langvarandi vegna þess að við vitum ekki hversu langvarandi þetta innflæði verður,“ segir Már. Verkefni bankans undanfarið hafi einkum snúist um tvennt. Annars vegar að stuðla að því að verðbólgan fari ekki of hátt í framhaldi af kjarasamningum. Hins vegar að búa í haginn fyrir losun hafta. Vextir hafi verið hækkaðir til að verjast verðbólgunni og gjaldeyrisforði, sem er ekki fjármagnaður með erlendum lánum, stækkaður til að búa í haginn fyrir losun hafta. Efnahagssvið SA segir að þegar innflæði gjaldeyris sé eins mikið og raun ber vitni gæti bankinn losað frekar fyrir kaup innlendra aðila, til dæmis lífeyrissjóða, á eignum erlendis. Már segir að þetta sé allt í undirbúningi. Eftir því sem staðan sé betri, þá sé hægt að hleypa þeim út með meira. „Slíkt krefst í núverandi tilfelli undanþágu en er í vinnslu,“ segir Már. Hins vegar megi ekki ganga of langt í þessu. Það sé ákveðin áhætta í því fólgin að hleypa langtímafjárfestingu út á móti skammtímainnflæði. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Á sama tíma og Seðlabankinn hækkar vexti og boðar frekari hækkanir til þess að draga úr verðbólgu eykur hann peningamagn í umferð með inngripum á gjaldeyrismarkaði, segir í nýrri umfjöllun efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Efnahagssviðið segir að inngrip Seðlabankans séu óstýfð, sem þýði að bankinn beiti ekki mótvægisaðgerðum til þess að koma í veg fyrir að peningamagn aukist í umferð. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir aftur á móti að Samtök atvinnulífsins vanmeti hversu stýfð inngrip Seðlabankans séu. Seðlabankinn myndi mótvægi gegn gjaldeyriskaupunum til að koma í veg fyrir áhrif á peningamagn eða vexti. „Við stýfum þetta með tvennum hætti. Annars vegar eru það viðskipti Eignasafns Seðlabankans, sem frá áramótum hafa dregið 24 milljarða af lausu fé út af markaðnum. Og hins vegar með því að fá þetta inn á bundna reikninga. Samtals frá áramótum hafa verið dregnir 98 milljarðar inn á þá reikninga,“ segir Már. Hann bætir því við að það geti komið upp dagamunur á því að stýfingin eigi sér stað. Már ítrekar að þess sjáist ekki merki að aukning peningamagns í umferð sé meiri en eðlilegt er í ljósi hagvaxtar og verðbólgu. Vöxturinn hafi þvert á móti verið veiklulegur. „Við vorum að gefa út okkar Peningamál í maí og þá kom fram að ársvöxtur leiðrétts peningamagns, þar sem er leiðrétt fyrir innstæðum fallinna fjármálastofnana, hefur dregist saman undanfarið ár og verið undir nafnvexti landsframleiðslu síðustu ársfjórðunga,“ segir Már. Hann bætir við að ef inngripin hefðu verið óstýfð þá hefði það sést mjög greinilega í lækkun vaxta á peningamarkaði. Már segir það rétt að það hefði meiri áhrif til lækkunar á verðbólgu til skamms tíma ef genginu yrði leyft að hækka. „En það er ekki víst að það yrði langvarandi vegna þess að við vitum ekki hversu langvarandi þetta innflæði verður,“ segir Már. Verkefni bankans undanfarið hafi einkum snúist um tvennt. Annars vegar að stuðla að því að verðbólgan fari ekki of hátt í framhaldi af kjarasamningum. Hins vegar að búa í haginn fyrir losun hafta. Vextir hafi verið hækkaðir til að verjast verðbólgunni og gjaldeyrisforði, sem er ekki fjármagnaður með erlendum lánum, stækkaður til að búa í haginn fyrir losun hafta. Efnahagssvið SA segir að þegar innflæði gjaldeyris sé eins mikið og raun ber vitni gæti bankinn losað frekar fyrir kaup innlendra aðila, til dæmis lífeyrissjóða, á eignum erlendis. Már segir að þetta sé allt í undirbúningi. Eftir því sem staðan sé betri, þá sé hægt að hleypa þeim út með meira. „Slíkt krefst í núverandi tilfelli undanþágu en er í vinnslu,“ segir Már. Hins vegar megi ekki ganga of langt í þessu. Það sé ákveðin áhætta í því fólgin að hleypa langtímafjárfestingu út á móti skammtímainnflæði.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira