Lífið

Ögra ófrið og ofbeldi með zumba-veislu

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Áslaug Björk lofar góðu stuði á laugardaginn í zumba-veislunni.
Áslaug Björk lofar góðu stuði á laugardaginn í zumba-veislunni. Vísir/Valli
„Hugmyndin er að ögra ofbeldi og ófrið með hamingju og vekja athygli á starfsemi UN Women,“ segir Áslaug Björk Ingólfsdóttir, hópstjóri götukynninga UN Women á Íslandi.

Á morgun stendur Ungmennaráð UN Women fyrir zumba-veislu á Klambratúni og er hverjum sem er frjálst að koma og taka þátt í viðburðinum.

Fyrir þá sem ekki vita þá er zumba er eins konar dansíþrótt þar sem dans- og þolfimispor eru stigin við taktfasta tónlist.

„Ungmennaráðið var svo heppin að fá sjö zumba-kennara sem voru spenntir fyrir þessu verkefni og vildu taka þátt. Þannig kviknaði hugmyndin,“ segir Áslaug og bætir við að zumba-veislan gæti verið skemmtileg fjölskyldustund eða fyrir vinahópa en viðburðurinn mun mun standa yfir í 90 mínútur og sporin eru einföld.

„Það geta allir mætt á hvaða aldri sem er, engin pressa, bara skemmtun,“ segir hún glöð í bragði.

Þátttökugjaldið er 1.000 krónur og rennur allur ágóði í styrktarsjóð UN Women.

Hægt er að skrá sig til þátttöku á vefsíðu samtakanna og hefst zumba-veislan klukkan 14.00 við Kjarvalsstaði á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×