Ungir frumkvöðlar þróa sápu úr kúahlandi ingvar haraldsson skrifar 5. maí 2015 11:49 Hlandið er fengið úr kúnum á Dufþaksholti á Hvolsvelli. Anton Reynir Hafdísarson segir sápuna lykta vel. Hópur nemenda við Háskólann í Reykjavík vinnur nú að því að þróa sápu til hárþvottar sem unnin er úr kúahlandi. Anton Reynir Hafdísarson, einn þeirra sem stendur að verkefninu, bendir á að áður fyrr hafi tíðkast að dýfa hárinu ofan í kúahland.Fjórðungur af innihaldi sápunnar er kúahland. Hin efnin eru að mestu olíur.„Það átti víst að vera mjög næringarríkt fyrir hárið því kúahland er ríkt vítamínum og steinefnum og er mjög hreinsandi. Við vildum prófa að nútímavæða þetta og settum okkur í samband við fólk sem er í sápugerð og sem bjuggu til uppskrift með okkur,“ segir Anton. Fundið fyrir miklum áhuga Anton segist að hópurinn hafi fundið fyrir miklum áhuga á sápunni. „Við höfum fengið fullt af fyrirspurnum eftir að við settum þetta á Facebook,“ segir Anton en hægt er að nálgast upplýsingar um verkefnið á Facebook síðu hópsins Qshampoo. Nú er unnið að því að koma sápunni í verslanir hér á landi sem sérhæfa sig í að selja lífrænar vörur. „Svo er aldrei að vita hvort ekki sé hægt að prófa að fara með þetta út ef það er einhver slíkur áhugi. Það er fullt af fólki sem vill hafa sápuna sína lífræna. Sápan hjá okkur kemur ekki nálægt neinum dýraprófunum og er mjög umhverfisvæn,“ segir Anton. Anton segir að sápan sé framleidd með því að hita kúahland og lút saman í potti. Hinum hráefnunum er blandað saman í öðrum potti. Síðan eru hráefnin sameinuðu við 40 gráðu hita. Þeim er svo helt í mót og geymd í kæli í viku. Eftir þann tíma er sápan tilbúin að sögn Antons.Sápa úr hlandi ekki fyrir alla Anton óttast ekki að almenningi muni lítast illa á að þrífa hárið á sér upp úr hlandi. „Ég er að nota þetta daglega núna. Mér finnst ekki neitt vera vont við þetta, það eru náttúrulega fleiri efni í sápunni en kúahland á borð við kókosolíu og sólblómaolíu. En þetta er ekki fyrir hvern sem er. Fólk mun líklega skiptast í tvo hópa. Þeir sem vilja prófa þetta og þeir sem ekki eru tilbúnir að setja hland í hárið á sér,“ segir hann. Antoni finnist að eigin sögn lyktin af sjampóinu góð enda séu ýmis ilmefni í henni. Sumir hafi hins vegar sagst finna hlandlykt af henni. „Maður veit náttúrulega ekki hvort það sé af því það sé hlandlykt af henni eða af því þeir vita að það er hland í henni,“ segir Anton en bætir við að hópurinn sé að prófa sig áfram með hin ýmsu ilmefni við sápugerðina. Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hópur nemenda við Háskólann í Reykjavík vinnur nú að því að þróa sápu til hárþvottar sem unnin er úr kúahlandi. Anton Reynir Hafdísarson, einn þeirra sem stendur að verkefninu, bendir á að áður fyrr hafi tíðkast að dýfa hárinu ofan í kúahland.Fjórðungur af innihaldi sápunnar er kúahland. Hin efnin eru að mestu olíur.„Það átti víst að vera mjög næringarríkt fyrir hárið því kúahland er ríkt vítamínum og steinefnum og er mjög hreinsandi. Við vildum prófa að nútímavæða þetta og settum okkur í samband við fólk sem er í sápugerð og sem bjuggu til uppskrift með okkur,“ segir Anton. Fundið fyrir miklum áhuga Anton segist að hópurinn hafi fundið fyrir miklum áhuga á sápunni. „Við höfum fengið fullt af fyrirspurnum eftir að við settum þetta á Facebook,“ segir Anton en hægt er að nálgast upplýsingar um verkefnið á Facebook síðu hópsins Qshampoo. Nú er unnið að því að koma sápunni í verslanir hér á landi sem sérhæfa sig í að selja lífrænar vörur. „Svo er aldrei að vita hvort ekki sé hægt að prófa að fara með þetta út ef það er einhver slíkur áhugi. Það er fullt af fólki sem vill hafa sápuna sína lífræna. Sápan hjá okkur kemur ekki nálægt neinum dýraprófunum og er mjög umhverfisvæn,“ segir Anton. Anton segir að sápan sé framleidd með því að hita kúahland og lút saman í potti. Hinum hráefnunum er blandað saman í öðrum potti. Síðan eru hráefnin sameinuðu við 40 gráðu hita. Þeim er svo helt í mót og geymd í kæli í viku. Eftir þann tíma er sápan tilbúin að sögn Antons.Sápa úr hlandi ekki fyrir alla Anton óttast ekki að almenningi muni lítast illa á að þrífa hárið á sér upp úr hlandi. „Ég er að nota þetta daglega núna. Mér finnst ekki neitt vera vont við þetta, það eru náttúrulega fleiri efni í sápunni en kúahland á borð við kókosolíu og sólblómaolíu. En þetta er ekki fyrir hvern sem er. Fólk mun líklega skiptast í tvo hópa. Þeir sem vilja prófa þetta og þeir sem ekki eru tilbúnir að setja hland í hárið á sér,“ segir hann. Antoni finnist að eigin sögn lyktin af sjampóinu góð enda séu ýmis ilmefni í henni. Sumir hafi hins vegar sagst finna hlandlykt af henni. „Maður veit náttúrulega ekki hvort það sé af því það sé hlandlykt af henni eða af því þeir vita að það er hland í henni,“ segir Anton en bætir við að hópurinn sé að prófa sig áfram með hin ýmsu ilmefni við sápugerðina.
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira