Hreiðar Már segir allt rangt í ákærunni á hendur honum fanney birna jónsdóttir skrifar 5. maí 2015 06:45 Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, var heitt í hamsi þegar hann svaraði spurningum ákæruvaldsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fréttablaðið/GVA Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, gaf skýrslu í gær fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari höfðaði á hendur honum og átta öðrum. Hreiðar Már, sem situr í fangelsi fyrir aðild sína að Al-Thani-málinu svokallaða, mætti í dóminn í fylgd fangavarða en hann afplánar nú fimm og hálfs árs langan dóm á Kvíabryggju vegna málsins. Við upphaf skýrslugjafar sinnar flutti Hreiðar langa ræðu þar sem honum gafst kostur á að lýsa afstöðu sinni til sakarefnisins. Meðal annars gerði hann athugasemdir við að hafa ekki fengið að ferðast daglega frá Kvíabryggju í réttarhöldin, en honum var gert að dveljast í fangelsinu við Skólavörðustíg í þær fimm vikur sem réttarhöldin standa vilji hann vera viðstaddur. Sagði Hreiðar skorti á fjármunum og tækjum hafa verið borið við. „Raunar höfum við boðið ríkinu að standa straum af aksturskostnaðinum með því að leggja fram bíl og bílstjóra ef það gæti orðið til að koma þessu til leiðar.“ Hreiðar gerði athugasemdir við það sem hann kallaði tvískinnung við uppgjörið á efnahagshruninu þar sem allt kapp væri lagt á að koma sökinni yfir á stjórnendur og starfsmenn viðskiptabankanna, á sama tíma og engum af stjórnendum Seðlabanka Íslands, Íbúðalánasjóðs eða Fjármálaeftirlitsins hefði verið gefin staða sakbornings við rannsókn mála. „Sem sagt við eigum að trúa því að allt óheiðarlega fólkið hafi unnið hjá einkabönkum en allt heiðarlega fólkið hjá ríkinu. Þvílík hræsni.“ Hreiðar fór yfir störf sín og skyldur hjá bankanum, sem eðli málsins samkvæmt voru víðfeðm. Hann sagðist ekki hafa getað vitað hvort starfsmenn hans hefðu farið út fyrir samþykkta vinnuferla sem þeir áttu að vinna eftir. Ennfremur fór hann yfir rannsóknir sérstaks saksóknara og meðferð mála hans hjá héraðsdómi og Hæstarétti sem hann sagði hafa valdið sér vonbrigðum. Um ákæru á hendur sér í þessu máli sagði Hreiðar hana vera ranga. Hann hefði aldrei í störfum sínum veitt lán sem forstjóri Kaupþings. Hann hefði ekki gefið fyrirmæli um lánveitingar utan lánanefnda eða að ferla um lánveitingar skyldi ekki gætt. Eftir ræðu Hreiðars hófst skýrslutaka yfir honum. Björn Þorvaldsson saksóknari spurði hann út í ákæruatriðin, en honum er gefið að sök að hafa haldið uppi markaðsvirði bankans með því að kaupa mikið magn af hlutabréfum í bankanum. Hreiðar ítrekaði að hann hefði ekki kynnt sér þær tölur sem undir hann voru bornar en það voru tölvupóstar frá eigin viðskiptadeild bankans sem voru sendir nánast upp á dag frá febrúar 2008 þar til bankinn féll í október sama ár, þar sem yfirlit yfir viðskipti hvers dags, hlutfall viðskipta með eigin bréf í heildarviðskiptum og markaðsvirði þeirra kom fram.Skýrslutökunni af Hreiðari lauk klukkan 16.40 í gær, í dag munu Sigurður Einarsson, einnig fyrrverandi forstjóri bankans, og Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, gefa sínar skýrslur. Mest lesið Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Neytendur Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, gaf skýrslu í gær fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari höfðaði á hendur honum og átta öðrum. Hreiðar Már, sem situr í fangelsi fyrir aðild sína að Al-Thani-málinu svokallaða, mætti í dóminn í fylgd fangavarða en hann afplánar nú fimm og hálfs árs langan dóm á Kvíabryggju vegna málsins. Við upphaf skýrslugjafar sinnar flutti Hreiðar langa ræðu þar sem honum gafst kostur á að lýsa afstöðu sinni til sakarefnisins. Meðal annars gerði hann athugasemdir við að hafa ekki fengið að ferðast daglega frá Kvíabryggju í réttarhöldin, en honum var gert að dveljast í fangelsinu við Skólavörðustíg í þær fimm vikur sem réttarhöldin standa vilji hann vera viðstaddur. Sagði Hreiðar skorti á fjármunum og tækjum hafa verið borið við. „Raunar höfum við boðið ríkinu að standa straum af aksturskostnaðinum með því að leggja fram bíl og bílstjóra ef það gæti orðið til að koma þessu til leiðar.“ Hreiðar gerði athugasemdir við það sem hann kallaði tvískinnung við uppgjörið á efnahagshruninu þar sem allt kapp væri lagt á að koma sökinni yfir á stjórnendur og starfsmenn viðskiptabankanna, á sama tíma og engum af stjórnendum Seðlabanka Íslands, Íbúðalánasjóðs eða Fjármálaeftirlitsins hefði verið gefin staða sakbornings við rannsókn mála. „Sem sagt við eigum að trúa því að allt óheiðarlega fólkið hafi unnið hjá einkabönkum en allt heiðarlega fólkið hjá ríkinu. Þvílík hræsni.“ Hreiðar fór yfir störf sín og skyldur hjá bankanum, sem eðli málsins samkvæmt voru víðfeðm. Hann sagðist ekki hafa getað vitað hvort starfsmenn hans hefðu farið út fyrir samþykkta vinnuferla sem þeir áttu að vinna eftir. Ennfremur fór hann yfir rannsóknir sérstaks saksóknara og meðferð mála hans hjá héraðsdómi og Hæstarétti sem hann sagði hafa valdið sér vonbrigðum. Um ákæru á hendur sér í þessu máli sagði Hreiðar hana vera ranga. Hann hefði aldrei í störfum sínum veitt lán sem forstjóri Kaupþings. Hann hefði ekki gefið fyrirmæli um lánveitingar utan lánanefnda eða að ferla um lánveitingar skyldi ekki gætt. Eftir ræðu Hreiðars hófst skýrslutaka yfir honum. Björn Þorvaldsson saksóknari spurði hann út í ákæruatriðin, en honum er gefið að sök að hafa haldið uppi markaðsvirði bankans með því að kaupa mikið magn af hlutabréfum í bankanum. Hreiðar ítrekaði að hann hefði ekki kynnt sér þær tölur sem undir hann voru bornar en það voru tölvupóstar frá eigin viðskiptadeild bankans sem voru sendir nánast upp á dag frá febrúar 2008 þar til bankinn féll í október sama ár, þar sem yfirlit yfir viðskipti hvers dags, hlutfall viðskipta með eigin bréf í heildarviðskiptum og markaðsvirði þeirra kom fram.Skýrslutökunni af Hreiðari lauk klukkan 16.40 í gær, í dag munu Sigurður Einarsson, einnig fyrrverandi forstjóri bankans, og Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, gefa sínar skýrslur.
Mest lesið Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Neytendur Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira