Rússnesk yfirvöld staðfestu í morgun að farþegaþotan sem fórst yfir Sínaí skaga á dögunum hafi verið sprengd í loft upp. Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að leifar af sprengiefni hafi fundist á flaki vélarinnar.
Vélin hafði nýverið tekið á loft frá egypska ferðamannastaðnum Sharm el Sheik þegar hún sprakk í loft upp með þeim afleiðingum að allir innanborðs, 224 einstaklingar, létu lífið. Isis samtökin lýstu ábyrgðinni strax á hendur sér og nú virðist ljóst að vélinni hafi verið grandað með sprengju.
Rússneska vélin var sprengd í loft upp
