Tvær hliðar íslenska karlalandsliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2015 06:00 Alfreð Finnbogason skoraði eina markið sem íslenska landsliðið hefur skorað í seinni hálfleik í síðustu fjórum landsleikjum. Fréttablaðið/Adam Jastrzebowski Fótbolti Íslenska karlalandsliðið í fótbolta leikur lokaleik sinn á sögulegu ári í kvöld þegar liðið mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á Stadión pod Dubnom í Zilina. Þetta verður ellefti landsleikur á árinu sem íslenska karlalandsliðið tryggði sér sæti í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn. Stóra stundin rann upp á Laugardalsvellinum sunnudagskvöldið 6. september síðastliðinn þegar markalaust jafntefli á móti Kasakstan kom karlaliði Íslands á EM í fyrsta sinn. Íslenska landsliðið var þá taplaust í sjö leikjum ársins og var að halda hreinu í þriðja sinn í fjórum leikjum undankeppninnar á árinu 2015. Íslensku strákarnir fögnuðu vel í leikslok en þeir hafa ekki fagnað síðan. Íslenska landsliðið hefur ekki unnið í þremur leikjum í röð og tveir þeir síðustu hafa tapast. Allir eiga það sameiginlegt að góð staða í hálfleik hefur runnið út í sandinn í þeim seinni. Íslenska liðið sem fékk aðeins á sig í eitt mark í fyrstu fjórum mótsleikjum sínum á árinu 2015 hefur fengið á sig sjö mörk í seinni hálfleik á þessum þremur leikjum á móti Lettlandi (2), Tyrklandi (1) og Póllandi (4). Ísland var 2-0 yfir í hálfleik á heimavelli á móti Lettlandi en missti þann leik niður í jafntefli. Liðið fékk á sig sigurmark í lokin í lokaleik undankeppninnar úti í Tyrklandi og Pólverjar skoruðu síðan fjögur mörk á síðustu 40 mínútunum leik liðanna í Varsjá á föstudaginn.Landsliðsþjálfararnir.vísir/vilhelmLandsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck hafa lagt áherslu á að breikka landsliðshópinn í þessum vináttulandsleikjum við Pólverja og Slóvaka en tefla engu að síður fram mjög sterkum liðum í þeim báðum. Það breytir þó ekki því að íslenska liðið hefur opnað sig í seinni hálfleikjunum beggja þessara leikja. Það fylgir þó stöðunni að hér gæti munað miklu um landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson, sem er að margra mati mikilvægasti leikmaður íslenska liðsins. Brimbrjóturinn á íslensku miðjunni stöðvar ófáar hraðar sóknir mótherjanna og hann var hvorki inni á vellinum þegar liðið fékk á sig tvö mörk í seinni hálfleik á móti Lettum (leikbann) né þegar íslenska vörnin fékk á sig fjögur mörk í seinni á móti Pólverjum (fór af velli í hálfleik). Það mætti því kannski frekar bera saman gengi liðsins þegar Aron Einar er inná og þegar hans nýtur ekki við. Frammistaða liðsins í fyrri hálfleik er aftur á móti til mikillar fyrirmyndar og vísbending um gott skipulag og einbeitingu landsliðsmanna í upphafi leikja. Heilt yfir hefur íslenska liðið verið magnað í fyrri hálfleikjum tíu fyrstu landsleikja ársins enda markatalan fyrstu 45 mínútur leikjanna 8-1 íslenska liðinu í vil. Eina markið sem Ísland hefur fengið á sig í fyrri hálfleik á árinu skoruðu Kanadamenn úr vítaspyrnu í vináttuleik þjóðanna í Orlando í janúarmánuði. Aron Einar Gunnarsson getur ekki tekið þátt í leiknum í dag vegna meiðsla og það mun reyna á íslensku miðjuna að verja varnarlínuna í kvöld. Það hlýtur að vera mikilvægt fyrir strákana að enda sögulegt ár á skemmtilegan hátt. Góður varnarleikur í seinni hálfleik gæti þar gert útslagið. Fótbolti Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Sjá meira
Fótbolti Íslenska karlalandsliðið í fótbolta leikur lokaleik sinn á sögulegu ári í kvöld þegar liðið mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á Stadión pod Dubnom í Zilina. Þetta verður ellefti landsleikur á árinu sem íslenska karlalandsliðið tryggði sér sæti í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn. Stóra stundin rann upp á Laugardalsvellinum sunnudagskvöldið 6. september síðastliðinn þegar markalaust jafntefli á móti Kasakstan kom karlaliði Íslands á EM í fyrsta sinn. Íslenska landsliðið var þá taplaust í sjö leikjum ársins og var að halda hreinu í þriðja sinn í fjórum leikjum undankeppninnar á árinu 2015. Íslensku strákarnir fögnuðu vel í leikslok en þeir hafa ekki fagnað síðan. Íslenska landsliðið hefur ekki unnið í þremur leikjum í röð og tveir þeir síðustu hafa tapast. Allir eiga það sameiginlegt að góð staða í hálfleik hefur runnið út í sandinn í þeim seinni. Íslenska liðið sem fékk aðeins á sig í eitt mark í fyrstu fjórum mótsleikjum sínum á árinu 2015 hefur fengið á sig sjö mörk í seinni hálfleik á þessum þremur leikjum á móti Lettlandi (2), Tyrklandi (1) og Póllandi (4). Ísland var 2-0 yfir í hálfleik á heimavelli á móti Lettlandi en missti þann leik niður í jafntefli. Liðið fékk á sig sigurmark í lokin í lokaleik undankeppninnar úti í Tyrklandi og Pólverjar skoruðu síðan fjögur mörk á síðustu 40 mínútunum leik liðanna í Varsjá á föstudaginn.Landsliðsþjálfararnir.vísir/vilhelmLandsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck hafa lagt áherslu á að breikka landsliðshópinn í þessum vináttulandsleikjum við Pólverja og Slóvaka en tefla engu að síður fram mjög sterkum liðum í þeim báðum. Það breytir þó ekki því að íslenska liðið hefur opnað sig í seinni hálfleikjunum beggja þessara leikja. Það fylgir þó stöðunni að hér gæti munað miklu um landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson, sem er að margra mati mikilvægasti leikmaður íslenska liðsins. Brimbrjóturinn á íslensku miðjunni stöðvar ófáar hraðar sóknir mótherjanna og hann var hvorki inni á vellinum þegar liðið fékk á sig tvö mörk í seinni hálfleik á móti Lettum (leikbann) né þegar íslenska vörnin fékk á sig fjögur mörk í seinni á móti Pólverjum (fór af velli í hálfleik). Það mætti því kannski frekar bera saman gengi liðsins þegar Aron Einar er inná og þegar hans nýtur ekki við. Frammistaða liðsins í fyrri hálfleik er aftur á móti til mikillar fyrirmyndar og vísbending um gott skipulag og einbeitingu landsliðsmanna í upphafi leikja. Heilt yfir hefur íslenska liðið verið magnað í fyrri hálfleikjum tíu fyrstu landsleikja ársins enda markatalan fyrstu 45 mínútur leikjanna 8-1 íslenska liðinu í vil. Eina markið sem Ísland hefur fengið á sig í fyrri hálfleik á árinu skoruðu Kanadamenn úr vítaspyrnu í vináttuleik þjóðanna í Orlando í janúarmánuði. Aron Einar Gunnarsson getur ekki tekið þátt í leiknum í dag vegna meiðsla og það mun reyna á íslensku miðjuna að verja varnarlínuna í kvöld. Það hlýtur að vera mikilvægt fyrir strákana að enda sögulegt ár á skemmtilegan hátt. Góður varnarleikur í seinni hálfleik gæti þar gert útslagið.
Fótbolti Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Sjá meira