Neyðarsöfnun UNICEF: Rúmar átta milljónir hafa safnast fyrir börn frá Sýrlandi Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2015 14:23 "Börn geta ekki beðið og veturinn nálgast hratt,“ segir í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi. Vísir/AFP Yfir átta milljónir króna hafa safnast á tveimur vikum í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn frá Sýrlandi. Upphæðin bætist við þær 35 milljónir króna sem safnast hafa frá því að UNICEF á Íslandi hóf fyrstu neyðarsöfnun sína vegna stríðsátakanna í Sýrlandi, haustið 2012. Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir starfsmenn UNICEF innilega þakklátir öllum þeim fjölmörgu sem hafa lagt sitt af mörkum vegna þeirra hörmunga sem börn frá Sýrlandi hafa upplifað. „Sú umræða og þær aðgerðir sem hafa farið af stað í þjóðfélaginu undanfarið eru líka af hinu góða. Við fögnum því einlæglega að fólk vilji hjálpa börnum og fólki á flótta,“ segir Bergsteinn. Framlögin í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fara í einar umfangmestu neyðaraðgerðir samtakanna frá upphafi: Baráttu UNICEF innanlands í Sýrlandi og í öllum nágrannaríkjunum – Líbanon, Tyrklandi, Jórdaníu og Írak.Börn leita alþjóðlegrar verndar Í tilkynningu segir að UNICEF fagni auknum skuldbindingum Evrópuleiðtoga um að styðja flóttafólk og fólk í leit að betra lífi en leggur áherslu á að skuldbindingunum þurfi að fylgja eftir með tafarlausum aðgerðum allra aðildarríkja Evrópusambandsins til að vernda börn á flótta. Meira en fjórðungur flóttafólks sem nú komi til Evrópu séu börn. „Börn geta ekki beðið og veturinn nálgast hratt. Þeim mun lengur sem börn eru án aðstoðar og verndar, án þess að hafa skjól yfir höfuðið eða aðgang að heilsugæslu og sálrænum stuðningi, þeim mun meiri er hættan á að börn látist vegna lungnabólgu eða verði fyrir varanlegum skaða,“ segir Bergsteinn. Nánar má fræðast um söfnunina á heimasíðu UNICEF. Flóttamenn Tengdar fréttir Charlie Hebdo birtir skopmynd af Aylan Kurdi á forsíðu Myndbirtingin hefur vakið viðbrögð, meðal annars á samfélagsmiðlum. 15. september 2015 10:53 Þarf að leiðrétta misskilning í málefnum EFTA gagnvart flóttamönnum fyrir þjóðinni Gunnar Bragi Sveinsson á von á því að ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda skili af sér á næstu dögum. 15. september 2015 11:01 Merkel óskar eftir leiðtogafundi í næstu viku Kanslarinn sagði ekki hægt að Þýskaland, Austurríki og Svíþjóð tækju á sig allar byrðarnar. 15. september 2015 12:52 Ungverjar lýsa yfir neyðarástandi Með ákvörðuninni er ungverskum yfirvöldum heimilt að senda herlið á vettvang til að aðstoða lögreglu. 15. september 2015 11:36 Nú má handtaka flóttafólk í Ungverjalandi Þá er einnig refsivert að vinna skemmdir á nýjum fjögurra metra háum vegg sem settur hefur verið upp við landamærin að Serbíu. 15. september 2015 07:44 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Yfir átta milljónir króna hafa safnast á tveimur vikum í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn frá Sýrlandi. Upphæðin bætist við þær 35 milljónir króna sem safnast hafa frá því að UNICEF á Íslandi hóf fyrstu neyðarsöfnun sína vegna stríðsátakanna í Sýrlandi, haustið 2012. Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir starfsmenn UNICEF innilega þakklátir öllum þeim fjölmörgu sem hafa lagt sitt af mörkum vegna þeirra hörmunga sem börn frá Sýrlandi hafa upplifað. „Sú umræða og þær aðgerðir sem hafa farið af stað í þjóðfélaginu undanfarið eru líka af hinu góða. Við fögnum því einlæglega að fólk vilji hjálpa börnum og fólki á flótta,“ segir Bergsteinn. Framlögin í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fara í einar umfangmestu neyðaraðgerðir samtakanna frá upphafi: Baráttu UNICEF innanlands í Sýrlandi og í öllum nágrannaríkjunum – Líbanon, Tyrklandi, Jórdaníu og Írak.Börn leita alþjóðlegrar verndar Í tilkynningu segir að UNICEF fagni auknum skuldbindingum Evrópuleiðtoga um að styðja flóttafólk og fólk í leit að betra lífi en leggur áherslu á að skuldbindingunum þurfi að fylgja eftir með tafarlausum aðgerðum allra aðildarríkja Evrópusambandsins til að vernda börn á flótta. Meira en fjórðungur flóttafólks sem nú komi til Evrópu séu börn. „Börn geta ekki beðið og veturinn nálgast hratt. Þeim mun lengur sem börn eru án aðstoðar og verndar, án þess að hafa skjól yfir höfuðið eða aðgang að heilsugæslu og sálrænum stuðningi, þeim mun meiri er hættan á að börn látist vegna lungnabólgu eða verði fyrir varanlegum skaða,“ segir Bergsteinn. Nánar má fræðast um söfnunina á heimasíðu UNICEF.
Flóttamenn Tengdar fréttir Charlie Hebdo birtir skopmynd af Aylan Kurdi á forsíðu Myndbirtingin hefur vakið viðbrögð, meðal annars á samfélagsmiðlum. 15. september 2015 10:53 Þarf að leiðrétta misskilning í málefnum EFTA gagnvart flóttamönnum fyrir þjóðinni Gunnar Bragi Sveinsson á von á því að ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda skili af sér á næstu dögum. 15. september 2015 11:01 Merkel óskar eftir leiðtogafundi í næstu viku Kanslarinn sagði ekki hægt að Þýskaland, Austurríki og Svíþjóð tækju á sig allar byrðarnar. 15. september 2015 12:52 Ungverjar lýsa yfir neyðarástandi Með ákvörðuninni er ungverskum yfirvöldum heimilt að senda herlið á vettvang til að aðstoða lögreglu. 15. september 2015 11:36 Nú má handtaka flóttafólk í Ungverjalandi Þá er einnig refsivert að vinna skemmdir á nýjum fjögurra metra háum vegg sem settur hefur verið upp við landamærin að Serbíu. 15. september 2015 07:44 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Charlie Hebdo birtir skopmynd af Aylan Kurdi á forsíðu Myndbirtingin hefur vakið viðbrögð, meðal annars á samfélagsmiðlum. 15. september 2015 10:53
Þarf að leiðrétta misskilning í málefnum EFTA gagnvart flóttamönnum fyrir þjóðinni Gunnar Bragi Sveinsson á von á því að ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda skili af sér á næstu dögum. 15. september 2015 11:01
Merkel óskar eftir leiðtogafundi í næstu viku Kanslarinn sagði ekki hægt að Þýskaland, Austurríki og Svíþjóð tækju á sig allar byrðarnar. 15. september 2015 12:52
Ungverjar lýsa yfir neyðarástandi Með ákvörðuninni er ungverskum yfirvöldum heimilt að senda herlið á vettvang til að aðstoða lögreglu. 15. september 2015 11:36
Nú má handtaka flóttafólk í Ungverjalandi Þá er einnig refsivert að vinna skemmdir á nýjum fjögurra metra háum vegg sem settur hefur verið upp við landamærin að Serbíu. 15. september 2015 07:44