Villandi fréttamennska Ríkisútvarpsins Ólafur G. Flóvenz skrifar 11. september 2015 00:00 Af og til koma upp villandi umræður í fjölmiðlum um jarðhitaauðlindina og nýtingu hennar sem bera merki vanþekkingar á viðfangsefninu. Þá eru gjarnan blásnar upp yfirlýsingar og fullyrðingar fólks sem takmarkað þekkir til mála, en jafnframt er eins og þess sé vandlega gætt að leita ekki sjónarmiða þeirra sérfræðinga sem gerst þekkja málin og hafa rannsakað áratugum saman. Þetta leiðir til þess að almenningur fær ranga mynd af jarðhitavinnslu og sumir halda að verið sé að klára varmaforða jarðhitasvæðanna og orku til húshitunar muni senn þrjóta, sem fer víðs fjarri. Nýjast í þessum efnum er umfjöllun í Spegli Ríkisútvarpsins 18. ágúst 2015 og í fréttum Sjónvarpsins ásamt viðtali við Gunnlaug H. Jónsson í framhaldi af grein sem hann birti í Fréttablaðinu skömmu áður. Í umfjöllun RÚV er Gunnlaugur ítrekað kynntur sem eðlisfræðingur og fyrrum starfsmaður Orkustofnunar, augljóslega í þeim tilgangi að láta líta svo út að þarna tali maður með sérþekkingu á málum. Sannleikurinn er hins vegar sá að Gunnlaugur vann fyrir 35-40 árum hjá Orkustofnun aðallega að virkjanarannsóknum vatnsafls en síðan fyrst og fremst við fjármál og hætti þar árið 1988 og sneri sér alfarið að fjármálastjórnun við Háskóla Íslands. Vissulega er Gunnlaugur með BS-próf í eðlisfræði en hann hefur ekki starfað sem slíkur í marga áratugi. Þetta er alls ekki sagt hér til að hnýta í Gunnlaug, sem á að baki farsælan starfsferil, heldur til að benda á starfshætti fréttamanna RÚV í vali á viðmælendum. RÚV hélt áfram umfjöllun á sömu nótum næstu tvo daga. Daginn eftir var viðtal við Stefán Gíslason, formann stjórnar rammaáætlunar, sem ekki er jarðhitasérfræðingur. Þótt hann svaraði spurningum varfærnislega bar viðtalið glögg merki takmarkaðrar þekkingar á jarðhitanýtingu. Þriðja kvöldið var síðan viðtal við Stefán Arnórsson, fyrrverandi prófessor og góðan fræðimann í jarðefnafræði, en hann hefur margoft tjáð skoðanir á forðafræði jarðhitasvæða sem eru andstæðar áliti þorra þeirra sérfræðinga sem gerst til þekkja og í sumum tilfellum komið með rangar staðhæfingar eins og við Guðni Axelsson forðafræðingur röktum í grein í Morgunblaðinu árið 2011 (sjá https://isor.is/villandi-umfjollun-um-jardhitaaudlindina).xxxxxxxMenn með mikla þekkingu Fréttamönnum RÚV virðist hins vegar ekki hafa dottið í hug að leita til einhverra þeirra langreyndu og hæfu sérfræðinga sem hafa rannsakað og fylgst með jarðhitavinnslu víða um heim, jafnvel áratugum saman. Þarna má nefna menn eins og Guðna Axelsson og Benedikt Steingrímsson hjá ÍSOR sem tvímælalaust eru meðal fremstu jarðhitaforðafræðinga heimsins, Ómar Sigurðsson hjá HS Orku, Gunnar Gunnarsson hjá Orkuveitu Reykjavíkur, Grím Björnsson sem starfar sjálfstætt eða Andra Arnaldsson hjá Vatnaskilum. Og RÚV kýs frekar að ræða þessi mál við mann sem starfaði að fjármálum á Orkustofnun fyrir um 30 árum en að leita álits hjá núverandi jarðhitasérfræðingi Orkustofnunar, Jónasi Ketilssyni forðafræðingi. Allt eru þetta menn með mikla þekkingu á forðafræði jarðhitasvæða en jafnframt vandaðir vísindamenn sem tala yfirleitt af yfirvegun og gaspra ekki um hluti sem þeir ekki þekkja til eða geta staðið við. Kannski er það einmitt þess vegna sem þessir menn eiga ekki upp á pallborðið hjá RÚV. Og þegar sjónarmiðum Gunnlaugs var andmælt á síðum Fréttablaðsins skömmu síðar þótti RÚV engin ástæða til að gera grein fyrir andmælunum, hinar villandi fréttir skyldu standa. Menn geta hver um sig velt upp skýringum á þessu háttalagi RÚV. Er markmiðið bara að ná athygli og selja óháð hvaða ranghugmyndir verið er að draga upp fyrir almenning? Eða ráða einkaskoðanir og fordómar einstakra fréttamanna ferðinni? Eða er þetta bara dæmi um mjög óvandaða fréttamennsku sem síst ætti að sjást í Ríkisútvarpinu? Svari nú hver fyrir sig. Eftir að hafa hlustað á frammistöðu RÚV í þessu máli spurði ágætur maður sem þekkir vel til jarðhitamála hverju maður eigi að trúa af umfjöllun RÚV um önnur mál, sem maður þekkir lítið til, þegar það sem maður þekkir til er svona rangsnúið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Af og til koma upp villandi umræður í fjölmiðlum um jarðhitaauðlindina og nýtingu hennar sem bera merki vanþekkingar á viðfangsefninu. Þá eru gjarnan blásnar upp yfirlýsingar og fullyrðingar fólks sem takmarkað þekkir til mála, en jafnframt er eins og þess sé vandlega gætt að leita ekki sjónarmiða þeirra sérfræðinga sem gerst þekkja málin og hafa rannsakað áratugum saman. Þetta leiðir til þess að almenningur fær ranga mynd af jarðhitavinnslu og sumir halda að verið sé að klára varmaforða jarðhitasvæðanna og orku til húshitunar muni senn þrjóta, sem fer víðs fjarri. Nýjast í þessum efnum er umfjöllun í Spegli Ríkisútvarpsins 18. ágúst 2015 og í fréttum Sjónvarpsins ásamt viðtali við Gunnlaug H. Jónsson í framhaldi af grein sem hann birti í Fréttablaðinu skömmu áður. Í umfjöllun RÚV er Gunnlaugur ítrekað kynntur sem eðlisfræðingur og fyrrum starfsmaður Orkustofnunar, augljóslega í þeim tilgangi að láta líta svo út að þarna tali maður með sérþekkingu á málum. Sannleikurinn er hins vegar sá að Gunnlaugur vann fyrir 35-40 árum hjá Orkustofnun aðallega að virkjanarannsóknum vatnsafls en síðan fyrst og fremst við fjármál og hætti þar árið 1988 og sneri sér alfarið að fjármálastjórnun við Háskóla Íslands. Vissulega er Gunnlaugur með BS-próf í eðlisfræði en hann hefur ekki starfað sem slíkur í marga áratugi. Þetta er alls ekki sagt hér til að hnýta í Gunnlaug, sem á að baki farsælan starfsferil, heldur til að benda á starfshætti fréttamanna RÚV í vali á viðmælendum. RÚV hélt áfram umfjöllun á sömu nótum næstu tvo daga. Daginn eftir var viðtal við Stefán Gíslason, formann stjórnar rammaáætlunar, sem ekki er jarðhitasérfræðingur. Þótt hann svaraði spurningum varfærnislega bar viðtalið glögg merki takmarkaðrar þekkingar á jarðhitanýtingu. Þriðja kvöldið var síðan viðtal við Stefán Arnórsson, fyrrverandi prófessor og góðan fræðimann í jarðefnafræði, en hann hefur margoft tjáð skoðanir á forðafræði jarðhitasvæða sem eru andstæðar áliti þorra þeirra sérfræðinga sem gerst til þekkja og í sumum tilfellum komið með rangar staðhæfingar eins og við Guðni Axelsson forðafræðingur röktum í grein í Morgunblaðinu árið 2011 (sjá https://isor.is/villandi-umfjollun-um-jardhitaaudlindina).xxxxxxxMenn með mikla þekkingu Fréttamönnum RÚV virðist hins vegar ekki hafa dottið í hug að leita til einhverra þeirra langreyndu og hæfu sérfræðinga sem hafa rannsakað og fylgst með jarðhitavinnslu víða um heim, jafnvel áratugum saman. Þarna má nefna menn eins og Guðna Axelsson og Benedikt Steingrímsson hjá ÍSOR sem tvímælalaust eru meðal fremstu jarðhitaforðafræðinga heimsins, Ómar Sigurðsson hjá HS Orku, Gunnar Gunnarsson hjá Orkuveitu Reykjavíkur, Grím Björnsson sem starfar sjálfstætt eða Andra Arnaldsson hjá Vatnaskilum. Og RÚV kýs frekar að ræða þessi mál við mann sem starfaði að fjármálum á Orkustofnun fyrir um 30 árum en að leita álits hjá núverandi jarðhitasérfræðingi Orkustofnunar, Jónasi Ketilssyni forðafræðingi. Allt eru þetta menn með mikla þekkingu á forðafræði jarðhitasvæða en jafnframt vandaðir vísindamenn sem tala yfirleitt af yfirvegun og gaspra ekki um hluti sem þeir ekki þekkja til eða geta staðið við. Kannski er það einmitt þess vegna sem þessir menn eiga ekki upp á pallborðið hjá RÚV. Og þegar sjónarmiðum Gunnlaugs var andmælt á síðum Fréttablaðsins skömmu síðar þótti RÚV engin ástæða til að gera grein fyrir andmælunum, hinar villandi fréttir skyldu standa. Menn geta hver um sig velt upp skýringum á þessu háttalagi RÚV. Er markmiðið bara að ná athygli og selja óháð hvaða ranghugmyndir verið er að draga upp fyrir almenning? Eða ráða einkaskoðanir og fordómar einstakra fréttamanna ferðinni? Eða er þetta bara dæmi um mjög óvandaða fréttamennsku sem síst ætti að sjást í Ríkisútvarpinu? Svari nú hver fyrir sig. Eftir að hafa hlustað á frammistöðu RÚV í þessu máli spurði ágætur maður sem þekkir vel til jarðhitamála hverju maður eigi að trúa af umfjöllun RÚV um önnur mál, sem maður þekkir lítið til, þegar það sem maður þekkir til er svona rangsnúið.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun