Villandi fréttamennska Ríkisútvarpsins Ólafur G. Flóvenz skrifar 11. september 2015 00:00 Af og til koma upp villandi umræður í fjölmiðlum um jarðhitaauðlindina og nýtingu hennar sem bera merki vanþekkingar á viðfangsefninu. Þá eru gjarnan blásnar upp yfirlýsingar og fullyrðingar fólks sem takmarkað þekkir til mála, en jafnframt er eins og þess sé vandlega gætt að leita ekki sjónarmiða þeirra sérfræðinga sem gerst þekkja málin og hafa rannsakað áratugum saman. Þetta leiðir til þess að almenningur fær ranga mynd af jarðhitavinnslu og sumir halda að verið sé að klára varmaforða jarðhitasvæðanna og orku til húshitunar muni senn þrjóta, sem fer víðs fjarri. Nýjast í þessum efnum er umfjöllun í Spegli Ríkisútvarpsins 18. ágúst 2015 og í fréttum Sjónvarpsins ásamt viðtali við Gunnlaug H. Jónsson í framhaldi af grein sem hann birti í Fréttablaðinu skömmu áður. Í umfjöllun RÚV er Gunnlaugur ítrekað kynntur sem eðlisfræðingur og fyrrum starfsmaður Orkustofnunar, augljóslega í þeim tilgangi að láta líta svo út að þarna tali maður með sérþekkingu á málum. Sannleikurinn er hins vegar sá að Gunnlaugur vann fyrir 35-40 árum hjá Orkustofnun aðallega að virkjanarannsóknum vatnsafls en síðan fyrst og fremst við fjármál og hætti þar árið 1988 og sneri sér alfarið að fjármálastjórnun við Háskóla Íslands. Vissulega er Gunnlaugur með BS-próf í eðlisfræði en hann hefur ekki starfað sem slíkur í marga áratugi. Þetta er alls ekki sagt hér til að hnýta í Gunnlaug, sem á að baki farsælan starfsferil, heldur til að benda á starfshætti fréttamanna RÚV í vali á viðmælendum. RÚV hélt áfram umfjöllun á sömu nótum næstu tvo daga. Daginn eftir var viðtal við Stefán Gíslason, formann stjórnar rammaáætlunar, sem ekki er jarðhitasérfræðingur. Þótt hann svaraði spurningum varfærnislega bar viðtalið glögg merki takmarkaðrar þekkingar á jarðhitanýtingu. Þriðja kvöldið var síðan viðtal við Stefán Arnórsson, fyrrverandi prófessor og góðan fræðimann í jarðefnafræði, en hann hefur margoft tjáð skoðanir á forðafræði jarðhitasvæða sem eru andstæðar áliti þorra þeirra sérfræðinga sem gerst til þekkja og í sumum tilfellum komið með rangar staðhæfingar eins og við Guðni Axelsson forðafræðingur röktum í grein í Morgunblaðinu árið 2011 (sjá https://isor.is/villandi-umfjollun-um-jardhitaaudlindina).xxxxxxxMenn með mikla þekkingu Fréttamönnum RÚV virðist hins vegar ekki hafa dottið í hug að leita til einhverra þeirra langreyndu og hæfu sérfræðinga sem hafa rannsakað og fylgst með jarðhitavinnslu víða um heim, jafnvel áratugum saman. Þarna má nefna menn eins og Guðna Axelsson og Benedikt Steingrímsson hjá ÍSOR sem tvímælalaust eru meðal fremstu jarðhitaforðafræðinga heimsins, Ómar Sigurðsson hjá HS Orku, Gunnar Gunnarsson hjá Orkuveitu Reykjavíkur, Grím Björnsson sem starfar sjálfstætt eða Andra Arnaldsson hjá Vatnaskilum. Og RÚV kýs frekar að ræða þessi mál við mann sem starfaði að fjármálum á Orkustofnun fyrir um 30 árum en að leita álits hjá núverandi jarðhitasérfræðingi Orkustofnunar, Jónasi Ketilssyni forðafræðingi. Allt eru þetta menn með mikla þekkingu á forðafræði jarðhitasvæða en jafnframt vandaðir vísindamenn sem tala yfirleitt af yfirvegun og gaspra ekki um hluti sem þeir ekki þekkja til eða geta staðið við. Kannski er það einmitt þess vegna sem þessir menn eiga ekki upp á pallborðið hjá RÚV. Og þegar sjónarmiðum Gunnlaugs var andmælt á síðum Fréttablaðsins skömmu síðar þótti RÚV engin ástæða til að gera grein fyrir andmælunum, hinar villandi fréttir skyldu standa. Menn geta hver um sig velt upp skýringum á þessu háttalagi RÚV. Er markmiðið bara að ná athygli og selja óháð hvaða ranghugmyndir verið er að draga upp fyrir almenning? Eða ráða einkaskoðanir og fordómar einstakra fréttamanna ferðinni? Eða er þetta bara dæmi um mjög óvandaða fréttamennsku sem síst ætti að sjást í Ríkisútvarpinu? Svari nú hver fyrir sig. Eftir að hafa hlustað á frammistöðu RÚV í þessu máli spurði ágætur maður sem þekkir vel til jarðhitamála hverju maður eigi að trúa af umfjöllun RÚV um önnur mál, sem maður þekkir lítið til, þegar það sem maður þekkir til er svona rangsnúið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Af og til koma upp villandi umræður í fjölmiðlum um jarðhitaauðlindina og nýtingu hennar sem bera merki vanþekkingar á viðfangsefninu. Þá eru gjarnan blásnar upp yfirlýsingar og fullyrðingar fólks sem takmarkað þekkir til mála, en jafnframt er eins og þess sé vandlega gætt að leita ekki sjónarmiða þeirra sérfræðinga sem gerst þekkja málin og hafa rannsakað áratugum saman. Þetta leiðir til þess að almenningur fær ranga mynd af jarðhitavinnslu og sumir halda að verið sé að klára varmaforða jarðhitasvæðanna og orku til húshitunar muni senn þrjóta, sem fer víðs fjarri. Nýjast í þessum efnum er umfjöllun í Spegli Ríkisútvarpsins 18. ágúst 2015 og í fréttum Sjónvarpsins ásamt viðtali við Gunnlaug H. Jónsson í framhaldi af grein sem hann birti í Fréttablaðinu skömmu áður. Í umfjöllun RÚV er Gunnlaugur ítrekað kynntur sem eðlisfræðingur og fyrrum starfsmaður Orkustofnunar, augljóslega í þeim tilgangi að láta líta svo út að þarna tali maður með sérþekkingu á málum. Sannleikurinn er hins vegar sá að Gunnlaugur vann fyrir 35-40 árum hjá Orkustofnun aðallega að virkjanarannsóknum vatnsafls en síðan fyrst og fremst við fjármál og hætti þar árið 1988 og sneri sér alfarið að fjármálastjórnun við Háskóla Íslands. Vissulega er Gunnlaugur með BS-próf í eðlisfræði en hann hefur ekki starfað sem slíkur í marga áratugi. Þetta er alls ekki sagt hér til að hnýta í Gunnlaug, sem á að baki farsælan starfsferil, heldur til að benda á starfshætti fréttamanna RÚV í vali á viðmælendum. RÚV hélt áfram umfjöllun á sömu nótum næstu tvo daga. Daginn eftir var viðtal við Stefán Gíslason, formann stjórnar rammaáætlunar, sem ekki er jarðhitasérfræðingur. Þótt hann svaraði spurningum varfærnislega bar viðtalið glögg merki takmarkaðrar þekkingar á jarðhitanýtingu. Þriðja kvöldið var síðan viðtal við Stefán Arnórsson, fyrrverandi prófessor og góðan fræðimann í jarðefnafræði, en hann hefur margoft tjáð skoðanir á forðafræði jarðhitasvæða sem eru andstæðar áliti þorra þeirra sérfræðinga sem gerst til þekkja og í sumum tilfellum komið með rangar staðhæfingar eins og við Guðni Axelsson forðafræðingur röktum í grein í Morgunblaðinu árið 2011 (sjá https://isor.is/villandi-umfjollun-um-jardhitaaudlindina).xxxxxxxMenn með mikla þekkingu Fréttamönnum RÚV virðist hins vegar ekki hafa dottið í hug að leita til einhverra þeirra langreyndu og hæfu sérfræðinga sem hafa rannsakað og fylgst með jarðhitavinnslu víða um heim, jafnvel áratugum saman. Þarna má nefna menn eins og Guðna Axelsson og Benedikt Steingrímsson hjá ÍSOR sem tvímælalaust eru meðal fremstu jarðhitaforðafræðinga heimsins, Ómar Sigurðsson hjá HS Orku, Gunnar Gunnarsson hjá Orkuveitu Reykjavíkur, Grím Björnsson sem starfar sjálfstætt eða Andra Arnaldsson hjá Vatnaskilum. Og RÚV kýs frekar að ræða þessi mál við mann sem starfaði að fjármálum á Orkustofnun fyrir um 30 árum en að leita álits hjá núverandi jarðhitasérfræðingi Orkustofnunar, Jónasi Ketilssyni forðafræðingi. Allt eru þetta menn með mikla þekkingu á forðafræði jarðhitasvæða en jafnframt vandaðir vísindamenn sem tala yfirleitt af yfirvegun og gaspra ekki um hluti sem þeir ekki þekkja til eða geta staðið við. Kannski er það einmitt þess vegna sem þessir menn eiga ekki upp á pallborðið hjá RÚV. Og þegar sjónarmiðum Gunnlaugs var andmælt á síðum Fréttablaðsins skömmu síðar þótti RÚV engin ástæða til að gera grein fyrir andmælunum, hinar villandi fréttir skyldu standa. Menn geta hver um sig velt upp skýringum á þessu háttalagi RÚV. Er markmiðið bara að ná athygli og selja óháð hvaða ranghugmyndir verið er að draga upp fyrir almenning? Eða ráða einkaskoðanir og fordómar einstakra fréttamanna ferðinni? Eða er þetta bara dæmi um mjög óvandaða fréttamennsku sem síst ætti að sjást í Ríkisútvarpinu? Svari nú hver fyrir sig. Eftir að hafa hlustað á frammistöðu RÚV í þessu máli spurði ágætur maður sem þekkir vel til jarðhitamála hverju maður eigi að trúa af umfjöllun RÚV um önnur mál, sem maður þekkir lítið til, þegar það sem maður þekkir til er svona rangsnúið.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun