„Kæra Eygló“ hvatti breska menn til þess að hanna AirBnb fyrir flóttamenn Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. september 2015 00:09 Bryndís kemur ekki nálægt smáforritinu en hugmynd mannanna kviknaði eftir að þeir lásu fréttir um "Kæra Eygló.“ Vel heppnuð tilraun Bryndísar Björgvinsdóttur, Facebook-síðan Kæra Eygló, hefur hvatt aðra sem langar til þess að hjálpa flóttamönnum til þess að grípa til aðgerða. Í vikunni höfðu samband við hana tveir breskir menn sem ákváðu eftir að hafa lesið fréttir á erlendum miðlum um framtak hennar að hanna smáforrit eða app sem er eins konar AirBnb fyrir flóttamenn. „Þeir vildu auðvelda fólki að skrá herbergi og heimili sem þau vilja bjóða flóttafólki með appi sem flóttafólk hefði þá aðgang að. Þeir stefna á að það verði aðgengilegt um allan heim. Það heitir My Refugee og er í rauninni alveg eins og AirBnb nema auðvitað að það eru engir peningar í spilinu,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir. „Ég kem ekkert nálægt þessu nema að ég hitti þá á Skype tvisvar og við vorum að skiptast á hugmyndum. Það er svo gaman hvað landamæri skipta engu máli þegar fólk er með sömu hugmyndirnar og langar til að gera eitthvað. Ég veit ekki einu sinni hvað þeir heita eða hvað þeir gera en við byrjuðum strax að tala um flóttamannavandann og hvað við gætum gert og svona.“ Hún segir smáforritið sniðugt upp á hvernig það leiðir saman þá sem þurfa hjálp og þá sem vilja bjóða hana. Mennirnir tveir hafa hafið söfnun á Indiegogo til þess að greiða grafískum hönnuði og til þess að greiða fyrir leyfi. Söfnunina má nálgast hér. Flóttamenn Tengdar fréttir Föstudagsviðtalið: „Við sjáum börn sem hafa drukknað undan ströndum Líbíu og þá bara gerist eitthvað í samvitundinni“ Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF, er djúpt snortinn yfir þeirri samkenndarbylgju sem birtist í samfélaginu um þessar mundir. Hann var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu. 4. september 2015 08:00 Viðburðinum "Kæra Eygló“ lokið: „Miðjarðarhafið er ekki kastalasíki fyrir aðra til að drukkna í“ „Við hefðum getað bjargað fólki frá því að fara á ofhlöðnum tuðrum yfir hafið, en við erum kannski of hrædd og sjálfhverf,“ skrifar Bryndís Björgvinsdóttir. 4. september 2015 22:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Sjá meira
Vel heppnuð tilraun Bryndísar Björgvinsdóttur, Facebook-síðan Kæra Eygló, hefur hvatt aðra sem langar til þess að hjálpa flóttamönnum til þess að grípa til aðgerða. Í vikunni höfðu samband við hana tveir breskir menn sem ákváðu eftir að hafa lesið fréttir á erlendum miðlum um framtak hennar að hanna smáforrit eða app sem er eins konar AirBnb fyrir flóttamenn. „Þeir vildu auðvelda fólki að skrá herbergi og heimili sem þau vilja bjóða flóttafólki með appi sem flóttafólk hefði þá aðgang að. Þeir stefna á að það verði aðgengilegt um allan heim. Það heitir My Refugee og er í rauninni alveg eins og AirBnb nema auðvitað að það eru engir peningar í spilinu,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir. „Ég kem ekkert nálægt þessu nema að ég hitti þá á Skype tvisvar og við vorum að skiptast á hugmyndum. Það er svo gaman hvað landamæri skipta engu máli þegar fólk er með sömu hugmyndirnar og langar til að gera eitthvað. Ég veit ekki einu sinni hvað þeir heita eða hvað þeir gera en við byrjuðum strax að tala um flóttamannavandann og hvað við gætum gert og svona.“ Hún segir smáforritið sniðugt upp á hvernig það leiðir saman þá sem þurfa hjálp og þá sem vilja bjóða hana. Mennirnir tveir hafa hafið söfnun á Indiegogo til þess að greiða grafískum hönnuði og til þess að greiða fyrir leyfi. Söfnunina má nálgast hér.
Flóttamenn Tengdar fréttir Föstudagsviðtalið: „Við sjáum börn sem hafa drukknað undan ströndum Líbíu og þá bara gerist eitthvað í samvitundinni“ Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF, er djúpt snortinn yfir þeirri samkenndarbylgju sem birtist í samfélaginu um þessar mundir. Hann var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu. 4. september 2015 08:00 Viðburðinum "Kæra Eygló“ lokið: „Miðjarðarhafið er ekki kastalasíki fyrir aðra til að drukkna í“ „Við hefðum getað bjargað fólki frá því að fara á ofhlöðnum tuðrum yfir hafið, en við erum kannski of hrædd og sjálfhverf,“ skrifar Bryndís Björgvinsdóttir. 4. september 2015 22:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Sjá meira
Föstudagsviðtalið: „Við sjáum börn sem hafa drukknað undan ströndum Líbíu og þá bara gerist eitthvað í samvitundinni“ Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF, er djúpt snortinn yfir þeirri samkenndarbylgju sem birtist í samfélaginu um þessar mundir. Hann var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu. 4. september 2015 08:00
Viðburðinum "Kæra Eygló“ lokið: „Miðjarðarhafið er ekki kastalasíki fyrir aðra til að drukkna í“ „Við hefðum getað bjargað fólki frá því að fara á ofhlöðnum tuðrum yfir hafið, en við erum kannski of hrædd og sjálfhverf,“ skrifar Bryndís Björgvinsdóttir. 4. september 2015 22:34