Enski boltinn

Mourinho ákærður af enska knattspyrnusambandinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
José Mourinho gæti átt yfir höfði sér leikbann.
José Mourinho gæti átt yfir höfði sér leikbann. vísir/getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sín eftir leik liðsins gegn Southampton 28. desember.

Mourinho var ósáttur við dómgæsluna í þeim leik og hafði verið í nokkrar vikur, en hann sagði að herferð væri hjá dómurum sem beint væri gegn sér og sínu liði.

Enska knattspyrnusambandið segir í yfirlýsingu sinni að ummælin flokkist sem óvirðing við íþróttina og verða þau tekin fyrir af aganefnd sambandsins.

José Mourinho ætlar, vegna ákærunnar, ekki að sitja blaðamannafnd félagsins á morgun fyrir leik liðsins um helgina, en aðstoðarstjóri Chelsea, Steve Holland, mun sitja fyrir svörum í hans stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×