Charlie Hebdo gerði grín að öllum Jakob Bjarnar skrifar 7. janúar 2015 16:30 Charlie Hebdo gerðu grín að öllu og öllum. Þessar myndir hleyptu öllu í bál og brand. Þeim er nú dreift um allt net, á Facebook og Twitter til að sýna hinum föllnu samúð og til að lýsa yfir samstöðu með tjáningarfrelsinu. Vísir/AFP Gérard Lemarquis kennari er Frakki sem hefur búið á Íslandi í áratugi. Hann hefur fylgst grannt með gangi mála, fréttaflutningi af hinum hrottafengnu árásum á ritstjórnarskrifstofur satírutímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar, með þeim afleiðingum að 12 eru látnir, þeirra á meðal ritstjóri tímaritsins og níu særðir. „Ég þekkti þetta fólk; teiknara og blaðamenn. Ég hitti þá árið 1969 þegar blaðið þeirra var bannað. Það var í kjölfar þess að þeir gerðu grín að dauða Charles de Gaulle, þegar hann dó. Gerðu grín að stóra manninum sem var heilagur. Þá var blaðið bannað. Margir mótmæltu og ég hitti þá í tengslum við það,“ segir Gérard.Gérard Lemarquis les Le Monde á góðri stundu, í París.úr einkasafniCharlie Hebdo hét þá Hara-Kiri. „Þetta er gamalt vikublað, ádeilublað sem gerir grín að öllu og öllum. Og líka að ofstækistrú íslamista,“ segir Gérard. Hann segir að þegar blaðið hafi birt skopmyndir af Múhameð fyrir tveimur árum hafi verið varpað eldsprengju inná skrifstofur blaðsins en að öðru leyti voru viðbrögð við því sáralítil. Þá. „Samt var það svo að lögreglan hefur passað skrifstofur blaðsins.“ Þeir tólf sem drepnir voru eru allir frægir blaðamenn og skopmyndateiknarar, að sögn Gérards. „Þeir störfuðu líka á öðrum blöðum.“ Stéphane Charbonnier ritstjóri tímaritsins, sem kallaður er Charb, var á lista yfir eftirlýsta, dauður eða lifandi, sem birtur var í tímariti Qaeda‘s Insprire Magazine 1. mars í fyrra. Hann hefur nú verið drepinn ásamt samstarfsfólki sínu. Gérard vefst tunga um tönn þegar hann er spurður um afstöðu Frakka og Parísarbúa til blaðsins. „Þeir eru rótttækir sem kaupa blaðið. Það telst langt til vinstri. Sem er mótsagnakennt. Því þeir sem eru á móti íslamistum eru yfirleitt langt til hægri. Le Penn-istar og fleiri sem eru á móti moskubyggingum, móti múhameðstrú. Hér er um allt annað að ræða. Þetta er vinstra blað, sem taldi að ekki ætti að ritskoða neinn. Það mætti og ætti að gera grín að öllu, þar með talið múhameðstrú.“Stéphane Charbonnier ritstjóri tímaritsins, sem kallaður er Charb, var á lista yfir eftirlýsta, dauður eða lifandi, sem birtur var í tímariti Qaeda‘s Insprire Magazine 1. mars í fyrra.Gérard Lemarquis segir að sér sé persónulega brugðið. „Jú, ofboðslega. Þetta er mikil sorg. Og þetta mun hafa miklar afleiðingar í för með sér í Frakklandi. Alveg örugglega. Hverjar þær afleiðingar verða veit enginn á þessu stigi.“ Gérard treystir sér ekki til að spá um hvort þetta muni hafa kælingaráhrif á fjölmiðla í Frakklandi, að þeir muni veigra sér við að fjalla um umdeild mál af ótta við viðbrögð öfgahópa, það er of snemmt um að segja. Charlie Hebdo Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Gérard Lemarquis kennari er Frakki sem hefur búið á Íslandi í áratugi. Hann hefur fylgst grannt með gangi mála, fréttaflutningi af hinum hrottafengnu árásum á ritstjórnarskrifstofur satírutímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar, með þeim afleiðingum að 12 eru látnir, þeirra á meðal ritstjóri tímaritsins og níu særðir. „Ég þekkti þetta fólk; teiknara og blaðamenn. Ég hitti þá árið 1969 þegar blaðið þeirra var bannað. Það var í kjölfar þess að þeir gerðu grín að dauða Charles de Gaulle, þegar hann dó. Gerðu grín að stóra manninum sem var heilagur. Þá var blaðið bannað. Margir mótmæltu og ég hitti þá í tengslum við það,“ segir Gérard.Gérard Lemarquis les Le Monde á góðri stundu, í París.úr einkasafniCharlie Hebdo hét þá Hara-Kiri. „Þetta er gamalt vikublað, ádeilublað sem gerir grín að öllu og öllum. Og líka að ofstækistrú íslamista,“ segir Gérard. Hann segir að þegar blaðið hafi birt skopmyndir af Múhameð fyrir tveimur árum hafi verið varpað eldsprengju inná skrifstofur blaðsins en að öðru leyti voru viðbrögð við því sáralítil. Þá. „Samt var það svo að lögreglan hefur passað skrifstofur blaðsins.“ Þeir tólf sem drepnir voru eru allir frægir blaðamenn og skopmyndateiknarar, að sögn Gérards. „Þeir störfuðu líka á öðrum blöðum.“ Stéphane Charbonnier ritstjóri tímaritsins, sem kallaður er Charb, var á lista yfir eftirlýsta, dauður eða lifandi, sem birtur var í tímariti Qaeda‘s Insprire Magazine 1. mars í fyrra. Hann hefur nú verið drepinn ásamt samstarfsfólki sínu. Gérard vefst tunga um tönn þegar hann er spurður um afstöðu Frakka og Parísarbúa til blaðsins. „Þeir eru rótttækir sem kaupa blaðið. Það telst langt til vinstri. Sem er mótsagnakennt. Því þeir sem eru á móti íslamistum eru yfirleitt langt til hægri. Le Penn-istar og fleiri sem eru á móti moskubyggingum, móti múhameðstrú. Hér er um allt annað að ræða. Þetta er vinstra blað, sem taldi að ekki ætti að ritskoða neinn. Það mætti og ætti að gera grín að öllu, þar með talið múhameðstrú.“Stéphane Charbonnier ritstjóri tímaritsins, sem kallaður er Charb, var á lista yfir eftirlýsta, dauður eða lifandi, sem birtur var í tímariti Qaeda‘s Insprire Magazine 1. mars í fyrra.Gérard Lemarquis segir að sér sé persónulega brugðið. „Jú, ofboðslega. Þetta er mikil sorg. Og þetta mun hafa miklar afleiðingar í för með sér í Frakklandi. Alveg örugglega. Hverjar þær afleiðingar verða veit enginn á þessu stigi.“ Gérard treystir sér ekki til að spá um hvort þetta muni hafa kælingaráhrif á fjölmiðla í Frakklandi, að þeir muni veigra sér við að fjalla um umdeild mál af ótta við viðbrögð öfgahópa, það er of snemmt um að segja.
Charlie Hebdo Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira