Sport

Verðlaunagripur O.J. Simpson fundinn

O.J. með bikarinn góða árið 1968.
O.J. með bikarinn góða árið 1968. vísir/getty
Bikar sem O.J. Simpson vann árið 1968 og var rænt árið 1994 er fundinn.

Simpson var valinn besti ruðningsleikmaðurinn í háskólaboltanum árið 1968 og fékk þá hin virtu Heisman-verðlaun.

Leikmaðurinn fær einn bikar og skólinn sem hann spilaði með fær annan. Bikarnum sem skólinn fékk var stolið árið 1994 ásamt treyju sem Simpson spilaði í.

Lögreglan hefur nú fundið bikarinn en ekkert bólar á treyjunni.

Hvað varðar bikarinn sem Simpson fékk þá er hann í vörslu yfirvalda en hann var gerður upptækur í kjölfar þess að Simpson varð gjaldþrota. Það gerðist eftir að dómstólar sögðu hann vera ábyrgan fyrir dauða fyrrum eiginkonu hans, Nicole Brown, vinar hennar, Ron Goldman.

Simpson var á sínum tíma ákærður fyrir morðin en var að lokum sýknaður. Síðar var honum aftur stefnt og þá var hann gerður ábyrgur fyrir dauða þeirra. Þurfti hann að greiða háa sekt en ekki var hægt að setja hann í fangelsi.

Simpson situr aftur á móti í fangelsi í Nevada í dag en árið 2008 var honum stungið í steininn fyrir vopnað rán og mannrán.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×