Innlent

Svigrúm til launahækkana 3 til 4 prósent

Höskuldur Kári Schram skrifar
vísir/gva
Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að svigrúm til launhækkana á þessu ári sé ekki meira en þrjú til fjögur prósent. Laun hafi hækkað of mikið í fyrra og það þrengi það svigrúm sem nú sé til staðar.

„Við höfum séð að framleiðniaukning hefur því miður verið ónóg á síðustu árum. Ekki verið nema um það bil eitt prósent á ári að meðaltali. Það segir okkur að svigrúmið er á bilinu 3 til 4 prósent sem er í kringum 3,5 prósent eins og Seðlabankinn hefur bent á sem að atvinnulífið gæti ráðið við,“ segir Þorsteinn.

„Það er afar brýnt að það takist að ná kjarasamningum á þeim nótum einfaldlega í því ljósi að á síðasta ári uppskárum við ríkulega. Við fengum ríflega 5 prósenta kaupmáttaraukningu og verðbólgu innan við 1 prósent. Það er árangur sem við þurfum að leggja áherslu á að festa í sessi. Það er alveg ljóst að slíkt stökk í kaupmætti getum við ekki tekið ár eftir ár án þess að tendra verðbólgu á ný. Launahækkanir á síðasta ári voru of miklar. Þær voru talsvert umfram svigrúm þannig að það þrengir það svigrúm sem við höfum til hækkana nú,“ segir Þorsteinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×