Erlent

Sprengjumaðurinn í Boston fyrir dóm

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ap
Réttarhöld yfir hinum 21 árs gamla Dzhokhar Tsarnaev hófust í Boston í dag en hann er sakaður um að hafa átt aðild að sprengjuárásinni í Boston maraþoninu fyrir tveimur árum síðan.

Þrír týndu lífi í árásinni og á annað hundrað manns særðust. Sprengdar voru þrjár heimatilbúnar sprengjur og sprungu þær skammt frá endalínunni. Bræðurnir Dzhokhar og Tamerlan voru fljótlega grunaðir um aðild að sprengingunum og þremur dögum eftir árásina skutu þeir lögreglumann á skólalóð MIT-háskólans, stálu bifreið og hófu skothríð á fleiri lögreglumenn. Tamerlan særðist í skotbardaganum og varð á endanum undir bifreið og lést.

Síðan árásin átti sér stað hefur öryggisgæsla maraþonsins verið aukin en í fyrra voru hátt í fjögur þúsund lögreglumenn á vakt.

Búist er við að réttarhöldin muni vekja gríðarlega athygli um heim allan en ekki er gert ráð fyrir niðurstöðu í málinu fyrr en í byrjun sumars.


Tengdar fréttir

Hlauparar minntust þolenda sprengjuárásarinnar

Hlauparar í maraþoninu í Lundúnum í dag þögðu í 30 sekúndur áður en hlaupið hófst til þess að minnast þolenda sprengjuárásarinnar í Boston á mánudaginn. um 35 þúsund manns tóku þátt í maraþoninu. Þúsundir söfnuðust saman á götum til þess að fylgjast með hlaupurunum þegar þeir lögðu af stað frá Blackheath og voru margir með svört sorgarbönd.

Gríðarleg gæsla í maraþoni

Áætlað er að hundruð lögreglumanna muni bætast í þann hóp lögreglumanna sem áætlað var að myndu standa vörð þegar maraþonhlaup fer fram í London á sunnudag. Þetta verður gert til þess að róa almenning eftir að sprengjuárás var gerð í maraþoni í Boston á mánudag.

Allt bendir til þess að bræðurnir hafi verið einir að verki

Á þessari stundu bendir allt til þess að Dzhokar Tsarnaev and Tamerlan Tsarnaev, bræðurnir sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á sprengingunni í Boston maraþoninu á mánudag hafi verið einir að verki. Þetta segir Edward Deveau, lögreglustjóri hjá lögreglunni í Boston, í samtali við CNN fréttastöðina.

Þrír menn handteknir vegna hryðjuverkanna í Boston

Lögreglan í Boston hefur handtekið þrjá menn sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkaárásinni í Boston maraþoninu þann 15. apríl síðastliðinn. Engar upplýsingar hafa verið gefnar um hina handteknu, en lögreglan segir þó að engin almannaógn steðji að.

Bræðurnir hefðu hugsanlega gert fleiri árásir

Talið er að bræðurnir sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á sprengingunni í Boston maraþoninu hafi ætlað sér að gera fleiri árásir. Þetta segir Ed Davis, lögreglustjórinn í Boston.

Gríðarleg öryggisgæsla í Boston-maraþoninu

Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar fyrir Boston-maraþonið sem hófst í hádeginu í dag en þrír létu lífið og margir særðust í hryðjuverkaárás sem gerð var við endalínuna fyrir ári síðan.

Tsarnaev ákærður fyrir sprengingarnar í Boston

Hinn ungi Dzhokhar Tsarnaev, sem sprengdi þrjár sprengjur í Boston Maraþoninu ásamt bróður sínum, sem er látinn, hefur verið ákærður fyrir brot sín að því er BBC greinir frá á heimasíðu sinni.

Tsarnaev segist saklaus

Dzhokhar Tsarnaev sem grunaður er um ódæðin í Boston-maraþoninu sagðist saklaus af öllum ákæruliðum fyrir dómi í dag.

Sprengimaður á vídeótöku

Enginn hefur enn verið handtekinn vegna sprenginga í Boston en hugsanlega náðist ódæðismaðurinn á vídeótöku öryggismyndavélar nálægrar verslunar.

Hverjir eru Tsarnaev-bræður?

Bekkjarsystkini yngri bróðurins segja hann vingjarnlegan trúð. Frændi bræðranna segir þann eldri "aumingja sem átti skilið að deyja“.

Íslenskur læknir í Boston aldrei upplifað annað eins

"Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt. Aðrir læknar á spítalanum lýstu svipuðum aðstæðum þann 11. september, en þá var allur spítalinn í viðbragsstöðu og eins þegar næturklúbbur brann í nærliggjandi ríki fyrir nokkrum árum,“ segir Ólöf Viktorsdóttir, svæfinga- og gjörgæslulæknir á Massachusetts General-spítalanum í Boston. Ólöf var á vakt á spítalanum þegar sprengjuárásin í maraþoninu varð á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×