Víðtækara verkfall en nokkru sinni fyrr: „Sífellt erfiðara að ná upp starfseminni“ Linda Blöndal skrifar 5. janúar 2015 20:05 Víðtækara verkfall lækna en nokkru sinni fyrr hófst í dag. Fjögurra daga verkfallshrina tók gildi hjá læknum á miðnætti og stendur því tvöfalt lengur en áður. Á meðan reynt er að semja lengjast biðlistar og bíða 270 manns eftir því að komast að í aðgerð á hjartadeild Landspítalans. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, er afar áhyggjufullur yfir stöðu mála. Hann segir daginn hafa gengið stóráfallalaust fyrir sig en að flestir hafi orðið fyrir einhvers konar truflunum. „Okkur líst afskaplega þunglega á þetta. Við erum hér klemmd á milli deiluaðila og það sem gerist við þessa lengingu er að það verður sífellt erfiðara að ná upp starfseminni. Það verður erfiðara að minnka biðlistana og það sem við höfum auðvitað sérstakar áhyggjur af eru samliggjandi vikur síðan í framhaldinu,“ sagði Ólafur í samtali við Stöð 2. Verkfallsaðgerðir Læknafélags Íslands eruð boðaðar til fjögurra daga samfleytt á tveimur lækningasviðum, aðgerðarsviðs og flæðissviðs á Landspítalanum og á lyflækningasviði á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Innan þeirra er meðal annars bráðamóttakan, gjörgæsludeildir, skurð - og svæfingadeildir, öldrunarþjónusta og speglanir. Skurðaðgerðir eru þessa daga eingöngu framkvæmdar í bráðatilfellum. Þá eru skurðlæknar sem tilheyra skurðlæknafélaginu líka í verkfalli þessa fjóra daga. Í heild nær verkfallsáætlun lækna út marsmánuð og munu ná inn á önnur svið þegar fram í sækir, semjist ekki. Fundur hjá félagi skurðlækna hefur ekki verið boðaður eftir að upp úr viðræðum slitnaði í gær.Ingibjörg Guðmundsdóttir, yfirlæknir hjartaþræðingardeildar Landspítalans.vísir/skjáskotFleiri verkfallsstaðir Til viðbótar leggja læknar núna niður vinnu á átta opinberum stofnunum, svo sem hjá Sjúkratryggingum, Tryggingastofnun, Greiningarstöð ríkisins og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda. Þrettán klukkustunda fundi lauk klukkan þrjú nótt og nýr fundur hófst á ný klukkan tvö í dag. Um fimmleytið sögðu formenn samninganefndar lækna og ríkisins að sameiginlegur viðræðugrundvöllur væri fundinn en greindu ekki frá því í hverju hann fælist. Áfram verður fundað og jafnvel fram á nótt líkt og áður.Hundrað manns bíða vegna verkfalls Biðlistar lengjast á öllum deildum og á hjartadeild spítalans koma nú fleiri sem veikjast alvarlega á meðan biðinni stendur og er flýtt í aðgerð. Ingibjörg Guðmundsdóttir, yfirlæknir hjartaþræðingardeildar Landspítalans sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að um hundrað séu nú á biðlista eftir hjartaaðgerð af einhverjum toga megi beint rekja til verkfallsins en alls eru 270 manns á biðlista. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Víðtækara verkfall lækna en nokkru sinni fyrr hófst í dag. Fjögurra daga verkfallshrina tók gildi hjá læknum á miðnætti og stendur því tvöfalt lengur en áður. Á meðan reynt er að semja lengjast biðlistar og bíða 270 manns eftir því að komast að í aðgerð á hjartadeild Landspítalans. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, er afar áhyggjufullur yfir stöðu mála. Hann segir daginn hafa gengið stóráfallalaust fyrir sig en að flestir hafi orðið fyrir einhvers konar truflunum. „Okkur líst afskaplega þunglega á þetta. Við erum hér klemmd á milli deiluaðila og það sem gerist við þessa lengingu er að það verður sífellt erfiðara að ná upp starfseminni. Það verður erfiðara að minnka biðlistana og það sem við höfum auðvitað sérstakar áhyggjur af eru samliggjandi vikur síðan í framhaldinu,“ sagði Ólafur í samtali við Stöð 2. Verkfallsaðgerðir Læknafélags Íslands eruð boðaðar til fjögurra daga samfleytt á tveimur lækningasviðum, aðgerðarsviðs og flæðissviðs á Landspítalanum og á lyflækningasviði á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Innan þeirra er meðal annars bráðamóttakan, gjörgæsludeildir, skurð - og svæfingadeildir, öldrunarþjónusta og speglanir. Skurðaðgerðir eru þessa daga eingöngu framkvæmdar í bráðatilfellum. Þá eru skurðlæknar sem tilheyra skurðlæknafélaginu líka í verkfalli þessa fjóra daga. Í heild nær verkfallsáætlun lækna út marsmánuð og munu ná inn á önnur svið þegar fram í sækir, semjist ekki. Fundur hjá félagi skurðlækna hefur ekki verið boðaður eftir að upp úr viðræðum slitnaði í gær.Ingibjörg Guðmundsdóttir, yfirlæknir hjartaþræðingardeildar Landspítalans.vísir/skjáskotFleiri verkfallsstaðir Til viðbótar leggja læknar núna niður vinnu á átta opinberum stofnunum, svo sem hjá Sjúkratryggingum, Tryggingastofnun, Greiningarstöð ríkisins og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda. Þrettán klukkustunda fundi lauk klukkan þrjú nótt og nýr fundur hófst á ný klukkan tvö í dag. Um fimmleytið sögðu formenn samninganefndar lækna og ríkisins að sameiginlegur viðræðugrundvöllur væri fundinn en greindu ekki frá því í hverju hann fælist. Áfram verður fundað og jafnvel fram á nótt líkt og áður.Hundrað manns bíða vegna verkfalls Biðlistar lengjast á öllum deildum og á hjartadeild spítalans koma nú fleiri sem veikjast alvarlega á meðan biðinni stendur og er flýtt í aðgerð. Ingibjörg Guðmundsdóttir, yfirlæknir hjartaþræðingardeildar Landspítalans sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að um hundrað séu nú á biðlista eftir hjartaaðgerð af einhverjum toga megi beint rekja til verkfallsins en alls eru 270 manns á biðlista.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira