Bíó og sjónvarp

Stallone leikur Rambo í nýrri mynd

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Stallone hefur lengi túlkað John Rambo.
Stallone hefur lengi túlkað John Rambo. Vísir/Getty
Sylvester Stallone tilkynnti á Twitter um helgina að hann myndi leika í nýrri mynd um hasarhetjuna John Rambo. Titill myndarinnar er Rambo: Last blood, en beðið hefur verið eftir henni í þónokkurn tíma.

Eins og sjá má á tístinu tilkynnti Stallone þetta í framhjáhlaupi, en hann tilkynnti fyrst að hann myndi leika Gregory Scarpa í samnefndri mynd um gangsterinn.

Sjö ár eru síðan Stallone túlkaði Rambo síðast, en sú mynd þénaði 113 milljónir bandaríkjadala. Stallone hefur velt því fyrir sér hvort hann ætti að leggja karakterinn á hilluna; hætta að leika í Rambó-myndum. En þær vangaveltur hafa greinilega endað með því að leikarinn þekkti ætlar að leika í að minnsta kosti einni mynd í viðbót. Margir velta því fyrir sér hvort að þetta sé síðasta myndin í seríunni, því fyrsta myndin um Rambo hét Rambo: First Blood.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.