Sang-Moon Bae kallaður í herinn í heimalandinu 2. janúar 2015 17:30 Skiptir Bae golfkylfunum út fyrir vélbyssu? AP Ferill suður-kóreska kylfingsins Sang-Moon Bae á PGA-mótaröðinni er í hættu en þessu 28 ára kylfingur, sem er i 84. sæti á heimslistanum í golfi, hefur fengið þau skilaboð frá stjórnvöldum í heimalandinu að hann þurfi að snúa heim og sinna herskyldu í tvö ár. Allir kóreskir karlmenn á aldrinum 18 til 35 ára þurfa samkvæmt lögum að sinna herskyldu í tvö ár í Suður-Kóreu en landið er enn í formlegu stríði við nágranna sína í norðri. Bae hefur sigrað tvisvar á PGA-mótaröðinni, síðast í október á Frys.com meistaramótinu en ef hann snýr ekki aftur fljótlega gæti hann átt yfir höfði sér ákæru frá suður-kóreska ríkinu. Það er hins vegar von fyrir Bae að fresta eða sleppa við herskylduna þar sem afreksíþróttamenn hafa oft fengið undanþágu. Það á eftir að koma í ljós á næstu dögum og vikum en það yrði mikil synd ef þessi skemmtilegi kylfingur þyrfti að draga sig frá keppni í tvö ár. Hann yrði þó ekki fyrsti atvinnukylfingurinn á PGA-mótaröðinni sem hefði þurft að gera það því Tælendingurinn Thongchai Jaidee þurfti einnig að setja golfferill sinn á ís í nokkur ár vegna starfa fyrir herinn, en hann reis til metorða í tælenska hernum sem fallhlífahermaður. Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ferill suður-kóreska kylfingsins Sang-Moon Bae á PGA-mótaröðinni er í hættu en þessu 28 ára kylfingur, sem er i 84. sæti á heimslistanum í golfi, hefur fengið þau skilaboð frá stjórnvöldum í heimalandinu að hann þurfi að snúa heim og sinna herskyldu í tvö ár. Allir kóreskir karlmenn á aldrinum 18 til 35 ára þurfa samkvæmt lögum að sinna herskyldu í tvö ár í Suður-Kóreu en landið er enn í formlegu stríði við nágranna sína í norðri. Bae hefur sigrað tvisvar á PGA-mótaröðinni, síðast í október á Frys.com meistaramótinu en ef hann snýr ekki aftur fljótlega gæti hann átt yfir höfði sér ákæru frá suður-kóreska ríkinu. Það er hins vegar von fyrir Bae að fresta eða sleppa við herskylduna þar sem afreksíþróttamenn hafa oft fengið undanþágu. Það á eftir að koma í ljós á næstu dögum og vikum en það yrði mikil synd ef þessi skemmtilegi kylfingur þyrfti að draga sig frá keppni í tvö ár. Hann yrði þó ekki fyrsti atvinnukylfingurinn á PGA-mótaröðinni sem hefði þurft að gera það því Tælendingurinn Thongchai Jaidee þurfti einnig að setja golfferill sinn á ís í nokkur ár vegna starfa fyrir herinn, en hann reis til metorða í tælenska hernum sem fallhlífahermaður.
Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira