Framkvæmdir komast vonandi á fullt í sumar Kristján Már Unnarsson skrifar 19. janúar 2015 20:38 Forstjóri Landsvirkjunar segir óhjákvæmilegt að framkvæmdir í Þingeyjarsýslum tefjist vegna rannsóknar Eftirlitsstofnunar EFTA á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum vegna kísilvers á Húsavík. Hann vonast þó til að framkvæmdir komist á fullt í sumar. Þýska fyrirtækið PCC er búið að tryggja fjármögnun kísilversins og stefndi að því að hefja framkvæmdir á iðnaðarlóðinni á Bakka í kringum næstu mánaðamót. Skömmu fyrir jól kom hins vegar óvænt babb í bátinn þegar ESA ákvað að hefja rannsókn á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð fælist í samningum Landsvirkjunar og Landsnets við PCC. 80 milljarða króna framkvæmdir eru í húfi, einn af lykilþáttum þess hagvaxtar sem spáð er í landinu, og því er óþægilegt að hafa þetta mál í óvissu.Fyrirhugað kísilver PCC á Bakka.Grafík/PCC.Fulltrúar Landsvirkjunar, sem og Landsnets, funduðu með ESA í síðustu viku. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir um fund þeirra að farið hafi verið yfir málið og að Landsvirkjun myndi í framhaldinu skila inn skriflegum athugasemdum. Ennþá væri ekki ljóst hvaða áhrif þetta hefði á verkefnið. Það er þó ólíklegt að allt fari á fullt á Húsavík á næstu vikum. Tafir á verkefninu eru óhjákvæmilegar, að sögn Harðar. „Hversu langar er erfitt að segja. En við vonum að það verði ekki nema nokkrir mánuðir.“ Undirbúningsframkvæmdir vegna jarðvarmavirkjunar á Þeistareykjum voru umtalsverðar á nýliðnu ári og Landsvirkjun er núna með stærstu verkþætti í útboði, vélasamstæðu og stöðvarhús. „Við munum halda því ferli áfram og svo munum við vonandi komast af stað næsta sumar,“ svarar forstjórinn spurningu um hvenær hann búist við að framkvæmdir fari á fullt.Fyrirhuguð Þeistareykjavirkjun.Grafík/Landsvirkjun. Tengdar fréttir Vonum að ákvörðun ESA valdi ekki verulegum töfum á Bakka Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að hefja rannsókn á því hvort samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilvers PCC á Bakka við Húsavík feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð. 10. desember 2014 20:15 Fjármögnunin tryggð en ESA tefur framkvæmdir Heildarfjármögnun kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur verið tryggð. Óvissa er hins vegar um hve löng töf verði vegna þeirrar ákvörðunar ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, að rannsaka hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilversins. 9. janúar 2015 21:00 Tugmilljarða uppbygging á Bakka á að hefjast í vetur Þýska félagið PCC hefur tilkynnt að lokaákvörðun um kísilver á Bakka frestist fram yfir áramót. 5. desember 2014 20:30 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir óhjákvæmilegt að framkvæmdir í Þingeyjarsýslum tefjist vegna rannsóknar Eftirlitsstofnunar EFTA á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum vegna kísilvers á Húsavík. Hann vonast þó til að framkvæmdir komist á fullt í sumar. Þýska fyrirtækið PCC er búið að tryggja fjármögnun kísilversins og stefndi að því að hefja framkvæmdir á iðnaðarlóðinni á Bakka í kringum næstu mánaðamót. Skömmu fyrir jól kom hins vegar óvænt babb í bátinn þegar ESA ákvað að hefja rannsókn á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð fælist í samningum Landsvirkjunar og Landsnets við PCC. 80 milljarða króna framkvæmdir eru í húfi, einn af lykilþáttum þess hagvaxtar sem spáð er í landinu, og því er óþægilegt að hafa þetta mál í óvissu.Fyrirhugað kísilver PCC á Bakka.Grafík/PCC.Fulltrúar Landsvirkjunar, sem og Landsnets, funduðu með ESA í síðustu viku. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir um fund þeirra að farið hafi verið yfir málið og að Landsvirkjun myndi í framhaldinu skila inn skriflegum athugasemdum. Ennþá væri ekki ljóst hvaða áhrif þetta hefði á verkefnið. Það er þó ólíklegt að allt fari á fullt á Húsavík á næstu vikum. Tafir á verkefninu eru óhjákvæmilegar, að sögn Harðar. „Hversu langar er erfitt að segja. En við vonum að það verði ekki nema nokkrir mánuðir.“ Undirbúningsframkvæmdir vegna jarðvarmavirkjunar á Þeistareykjum voru umtalsverðar á nýliðnu ári og Landsvirkjun er núna með stærstu verkþætti í útboði, vélasamstæðu og stöðvarhús. „Við munum halda því ferli áfram og svo munum við vonandi komast af stað næsta sumar,“ svarar forstjórinn spurningu um hvenær hann búist við að framkvæmdir fari á fullt.Fyrirhuguð Þeistareykjavirkjun.Grafík/Landsvirkjun.
Tengdar fréttir Vonum að ákvörðun ESA valdi ekki verulegum töfum á Bakka Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að hefja rannsókn á því hvort samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilvers PCC á Bakka við Húsavík feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð. 10. desember 2014 20:15 Fjármögnunin tryggð en ESA tefur framkvæmdir Heildarfjármögnun kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur verið tryggð. Óvissa er hins vegar um hve löng töf verði vegna þeirrar ákvörðunar ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, að rannsaka hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilversins. 9. janúar 2015 21:00 Tugmilljarða uppbygging á Bakka á að hefjast í vetur Þýska félagið PCC hefur tilkynnt að lokaákvörðun um kísilver á Bakka frestist fram yfir áramót. 5. desember 2014 20:30 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Vonum að ákvörðun ESA valdi ekki verulegum töfum á Bakka Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að hefja rannsókn á því hvort samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilvers PCC á Bakka við Húsavík feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð. 10. desember 2014 20:15
Fjármögnunin tryggð en ESA tefur framkvæmdir Heildarfjármögnun kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur verið tryggð. Óvissa er hins vegar um hve löng töf verði vegna þeirrar ákvörðunar ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, að rannsaka hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilversins. 9. janúar 2015 21:00
Tugmilljarða uppbygging á Bakka á að hefjast í vetur Þýska félagið PCC hefur tilkynnt að lokaákvörðun um kísilver á Bakka frestist fram yfir áramót. 5. desember 2014 20:30