Gera kröfu vegna Wikileaks styrkja en engar tekjur í bókhaldi Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. janúar 2015 19:09 Engra tekna er getið í ársreikningum félaga sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir uppljóstrunarsíðuna Wikileaks en þessi félög hafa gert milljarða króna skaðabótakröfu á hendur VISA á Íslandi vegna lokunar á greiðslugátt. Ekki liggur fyrir hvað varð um styrkina. Fyrirtækin Datacell og Sunshine Press Productions hafa krafist þess að Valitor verði tekið til gjaldþrotaskipta vegna 10,3 milljarða króna skaðabótakröfu, eins og við greindum frá í fréttum okkar á föstudag. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors sagði sæta undrun að fyrirtæki sem hefðu engar tekjur gætu gert skaðabótakröfur sem hlypu á milljörðum króna. „Það er mjög merkilegt að félög sem hafa aldrei haft neinar tekjur, janvel ekki þegar gáttirnar voru opnar, hafi orðið fyrir tjóni sem nemur milljörðum,“ sagði Sigurður. Ef ársreikningar Datacell eru skoðaðir sést að fyritækið hafði engar tekjur árið 2011, engar tekjur árið 2012 og engar tekjur á árinu 2013, sem er síðasti birti ársreikningur fyrirtækisins. Síðasti birti ársreikningur Sunshine Press Productions, sem er sagt annast rekstur Wikileaks, var frá árinu 2011 en þar er heldur engum tekjum til að dreifa. Ekki einu sinni fyrir það tímabil sem greiðslugáttin hjá Valitor var opin. Útreikningur félaganna á ætluðu tjóni var byggður á ætluðum tekjumissi vegna straums styrktarfjár til Wikileaks. Í ljósi þess að engra tekna er til að dreifa vegna söfnunar styrktarfjárins er eðlilegt að spyrja, hvert fóru peningarnir sem runnu til Wikileaks? Andreas Fink, eini eigandi Datacell, sagði í samtali við Stöð 2 að styrktarfé hafi runnið til Sunshine Press Productions. Engar tekjur eru hins vegar í ársreikningi þess fyrirtækis heldur, eins og áður segir. Hann sagðist ekki vita hvers vegna ekki væru tilgreindar tekjur í ársreikningnum. Tengdar fréttir Wikileaks collectors demand bankruptcy for Valitor Two companies, handling the collection of the funding for Wikileaks, have demanded that Valitor, which handles VISA in Iceland, should be made bankrupt due to an unpaid claim for damages, amounting to about 10 billion kronas 18. janúar 2015 21:54 Bankruptcy claims upsets operations at Valitor Sigurður G. Guðjónsson, the lawyer of Valitors, wanted to make Sveinn Andri Sveinsson, the lawyer of Datacell, personally reponsible for the loss Valitor would suffer as a result of the claim for bankruptcy. 19. janúar 2015 16:55 Hafa krafist þess að Valitor verði tekið til gjaldþrotaskipta Tvö fyrirtæki sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir Wikileaks hafa krafist þess að Valitor, útgefandi VISA á Íslandi, verði tekið til gjaldþrotaskipta vegna ógreiddrar skaðabótakröfu sem er rúmlega 10 milljarðar króna með vöxtum. 16. janúar 2015 18:45 „Krafa um gjaldþrotaskipti setur alla starfsemi Valitor hf. í uppnám“ Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors vildi gera Sveinn Andra Sveinsson lögmann Datacell persónulega ábyrgan fyrir tjóni sem Valitor yrði fyrir vegna kröfu um gjaldþrotaskipti. 19. janúar 2015 09:57 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Engra tekna er getið í ársreikningum félaga sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir uppljóstrunarsíðuna Wikileaks en þessi félög hafa gert milljarða króna skaðabótakröfu á hendur VISA á Íslandi vegna lokunar á greiðslugátt. Ekki liggur fyrir hvað varð um styrkina. Fyrirtækin Datacell og Sunshine Press Productions hafa krafist þess að Valitor verði tekið til gjaldþrotaskipta vegna 10,3 milljarða króna skaðabótakröfu, eins og við greindum frá í fréttum okkar á föstudag. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors sagði sæta undrun að fyrirtæki sem hefðu engar tekjur gætu gert skaðabótakröfur sem hlypu á milljörðum króna. „Það er mjög merkilegt að félög sem hafa aldrei haft neinar tekjur, janvel ekki þegar gáttirnar voru opnar, hafi orðið fyrir tjóni sem nemur milljörðum,“ sagði Sigurður. Ef ársreikningar Datacell eru skoðaðir sést að fyritækið hafði engar tekjur árið 2011, engar tekjur árið 2012 og engar tekjur á árinu 2013, sem er síðasti birti ársreikningur fyrirtækisins. Síðasti birti ársreikningur Sunshine Press Productions, sem er sagt annast rekstur Wikileaks, var frá árinu 2011 en þar er heldur engum tekjum til að dreifa. Ekki einu sinni fyrir það tímabil sem greiðslugáttin hjá Valitor var opin. Útreikningur félaganna á ætluðu tjóni var byggður á ætluðum tekjumissi vegna straums styrktarfjár til Wikileaks. Í ljósi þess að engra tekna er til að dreifa vegna söfnunar styrktarfjárins er eðlilegt að spyrja, hvert fóru peningarnir sem runnu til Wikileaks? Andreas Fink, eini eigandi Datacell, sagði í samtali við Stöð 2 að styrktarfé hafi runnið til Sunshine Press Productions. Engar tekjur eru hins vegar í ársreikningi þess fyrirtækis heldur, eins og áður segir. Hann sagðist ekki vita hvers vegna ekki væru tilgreindar tekjur í ársreikningnum.
Tengdar fréttir Wikileaks collectors demand bankruptcy for Valitor Two companies, handling the collection of the funding for Wikileaks, have demanded that Valitor, which handles VISA in Iceland, should be made bankrupt due to an unpaid claim for damages, amounting to about 10 billion kronas 18. janúar 2015 21:54 Bankruptcy claims upsets operations at Valitor Sigurður G. Guðjónsson, the lawyer of Valitors, wanted to make Sveinn Andri Sveinsson, the lawyer of Datacell, personally reponsible for the loss Valitor would suffer as a result of the claim for bankruptcy. 19. janúar 2015 16:55 Hafa krafist þess að Valitor verði tekið til gjaldþrotaskipta Tvö fyrirtæki sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir Wikileaks hafa krafist þess að Valitor, útgefandi VISA á Íslandi, verði tekið til gjaldþrotaskipta vegna ógreiddrar skaðabótakröfu sem er rúmlega 10 milljarðar króna með vöxtum. 16. janúar 2015 18:45 „Krafa um gjaldþrotaskipti setur alla starfsemi Valitor hf. í uppnám“ Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors vildi gera Sveinn Andra Sveinsson lögmann Datacell persónulega ábyrgan fyrir tjóni sem Valitor yrði fyrir vegna kröfu um gjaldþrotaskipti. 19. janúar 2015 09:57 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Wikileaks collectors demand bankruptcy for Valitor Two companies, handling the collection of the funding for Wikileaks, have demanded that Valitor, which handles VISA in Iceland, should be made bankrupt due to an unpaid claim for damages, amounting to about 10 billion kronas 18. janúar 2015 21:54
Bankruptcy claims upsets operations at Valitor Sigurður G. Guðjónsson, the lawyer of Valitors, wanted to make Sveinn Andri Sveinsson, the lawyer of Datacell, personally reponsible for the loss Valitor would suffer as a result of the claim for bankruptcy. 19. janúar 2015 16:55
Hafa krafist þess að Valitor verði tekið til gjaldþrotaskipta Tvö fyrirtæki sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir Wikileaks hafa krafist þess að Valitor, útgefandi VISA á Íslandi, verði tekið til gjaldþrotaskipta vegna ógreiddrar skaðabótakröfu sem er rúmlega 10 milljarðar króna með vöxtum. 16. janúar 2015 18:45
„Krafa um gjaldþrotaskipti setur alla starfsemi Valitor hf. í uppnám“ Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors vildi gera Sveinn Andra Sveinsson lögmann Datacell persónulega ábyrgan fyrir tjóni sem Valitor yrði fyrir vegna kröfu um gjaldþrotaskipti. 19. janúar 2015 09:57