„Að mörgu leyti góður drengur“ Hjörtur Hjartarson skrifar 19. janúar 2015 19:45 Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segist saklaus af ásökunum um fjárdrátt í starfi sínu sem sveitarstjóri í Ásahreppi. Hann viðurkennir hinsvegar að hafa farið á svig við reglur. Björgvin segir dómgreindarbrest sinn stafa af óhóflegri áfengisneyslu sem hann hyggst leita sér hjálpar við. Björgvin tók við starfi sveitastjóra Ásahrepps 1.ágúst síðastliðinn og var ráðningin út yfirstandandi kjörtímabil. Síðastliðinn föstudag skrifaði Björgvin hinsvegar undir starfslokasamning við Ásahrepp. Ástæðan fyrir brotthvarfi Björgvins urðu ekki ljósar fyrr en Fréttablaðið greindi frá því í morgun að fyrir lægju ásakanir um fjárdrátt upp á mörg hundruð þúsund krónur. „Það sýnir náttúrulega alvarleika brotsins að við sögðum honum upp á föstudagsmorguninn. Við undirrituðum þá samning um starfslokin og að hann myndi endurgreiða þetta fé,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. Samtals nemur fjárhæðin sem Björgvin dró sér í heimildarleysi ríflega fjögur hundruð þúsund krónum. 250 þúsund krónur skráði hann sem fyrirfram greidd laun en restina tók hann út af debetkorti hreppsins, meðal annars myndavél, matvörur og bensín. Í samtali við Vísi í dag segir Björgvin það hafa verið mistök að leita ekki heimilda fyrir fjárúttektunum en alltaf hafi staðið til að endurgreiða þær, það sýni sig í bókhaldi hreppsins.Sjá einnig: Ólína segir illa innrætta óvini sækja að Björgvin „Það er kannski hægt að nota öll orðin um það en á það ber að líta að fyrirframgreiðslan var gerð í nóvember og það er búin að fara fram ein launaútgreiðsla síðan í sveitarfélaginu, hún var gerð rétt fyrir jól. Þá vakti hann ekki athygli á því að það væri búið að greiða honum fyrirfram, 250 þúsund krónur, heldur er það ógreitt enn í dag, 19.janúar.“„Vissi einhver um þessar fjárúttektir Björgvins annar en hann sjálfur?“„Nei.“Egill Sigurðsson, oddviti ÁsahreppsBjörgvin vildi ekki veita sjónvarpsviðtal vegna málsins í dag en sendi fréttamanni hinsvegar eftirfarandi skilaboð:„Sæll, ætla að takast á við eigin djöfla og fara í meðferð, sem ég gerði farsællega fyrir 10 árum og átti nokkur góð ár en ég fór út af sporinu með tilheyrandi tjóni. Held ég láti þar við sitja að ræða þessi mál þar til ég kem aftur út.“Oddviti Ásahrepps segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort málið verði kært til lögreglu. „Það er ekki útilokað. Sveitastjórnin yrði þá að taka ákvörðun um það,“ segir Egill og bætir við að það sé bara eitt fórnarlamb í þessu máli. „Það er Björgvin G. Sigurðsson sjálfur. Hann misfór þarna með trúnað og hann á alla mína samúð í því. Að mörgu leyti góður drengur og í vondri stöðu núna.“ Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00 Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 Björgvin á leið í áfengismeðferð Björgvin G. Sigurðsson mun ekki taka við starfi ritstjóra Herðubreiðar heldur mun hann fara í áfengismeðferð. 19. janúar 2015 13:28 „Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin G. Sigurðsson hafi hvorki haft heimild til að nota debetkort sveitarfélagsins til eigin nota né til þess að greiða sjálfum sér laun fyrirfram. 19. janúar 2015 10:36 Ólína segir illa innrætta óvini sækja að Björgvin Ólína Þorvarðardóttir rís upp til varnar Björgvin G. Sigurðssyni og segir að um umdeilda ráðstöfun fjármuna sé að ræða, ekki fjárdrátt. 19. janúar 2015 13:14 Björgvin í fjárhagserfiðleikum: „Hefði átt að fara fram á fyrirframgreiðslu við mína yfirmenn“ Björgvin G. Sigurðsson segir að ásakanir um fjárdrátt hafi komið honum í opna skjöldu. 19. janúar 2015 12:45 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segist saklaus af ásökunum um fjárdrátt í starfi sínu sem sveitarstjóri í Ásahreppi. Hann viðurkennir hinsvegar að hafa farið á svig við reglur. Björgvin segir dómgreindarbrest sinn stafa af óhóflegri áfengisneyslu sem hann hyggst leita sér hjálpar við. Björgvin tók við starfi sveitastjóra Ásahrepps 1.ágúst síðastliðinn og var ráðningin út yfirstandandi kjörtímabil. Síðastliðinn föstudag skrifaði Björgvin hinsvegar undir starfslokasamning við Ásahrepp. Ástæðan fyrir brotthvarfi Björgvins urðu ekki ljósar fyrr en Fréttablaðið greindi frá því í morgun að fyrir lægju ásakanir um fjárdrátt upp á mörg hundruð þúsund krónur. „Það sýnir náttúrulega alvarleika brotsins að við sögðum honum upp á föstudagsmorguninn. Við undirrituðum þá samning um starfslokin og að hann myndi endurgreiða þetta fé,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. Samtals nemur fjárhæðin sem Björgvin dró sér í heimildarleysi ríflega fjögur hundruð þúsund krónum. 250 þúsund krónur skráði hann sem fyrirfram greidd laun en restina tók hann út af debetkorti hreppsins, meðal annars myndavél, matvörur og bensín. Í samtali við Vísi í dag segir Björgvin það hafa verið mistök að leita ekki heimilda fyrir fjárúttektunum en alltaf hafi staðið til að endurgreiða þær, það sýni sig í bókhaldi hreppsins.Sjá einnig: Ólína segir illa innrætta óvini sækja að Björgvin „Það er kannski hægt að nota öll orðin um það en á það ber að líta að fyrirframgreiðslan var gerð í nóvember og það er búin að fara fram ein launaútgreiðsla síðan í sveitarfélaginu, hún var gerð rétt fyrir jól. Þá vakti hann ekki athygli á því að það væri búið að greiða honum fyrirfram, 250 þúsund krónur, heldur er það ógreitt enn í dag, 19.janúar.“„Vissi einhver um þessar fjárúttektir Björgvins annar en hann sjálfur?“„Nei.“Egill Sigurðsson, oddviti ÁsahreppsBjörgvin vildi ekki veita sjónvarpsviðtal vegna málsins í dag en sendi fréttamanni hinsvegar eftirfarandi skilaboð:„Sæll, ætla að takast á við eigin djöfla og fara í meðferð, sem ég gerði farsællega fyrir 10 árum og átti nokkur góð ár en ég fór út af sporinu með tilheyrandi tjóni. Held ég láti þar við sitja að ræða þessi mál þar til ég kem aftur út.“Oddviti Ásahrepps segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort málið verði kært til lögreglu. „Það er ekki útilokað. Sveitastjórnin yrði þá að taka ákvörðun um það,“ segir Egill og bætir við að það sé bara eitt fórnarlamb í þessu máli. „Það er Björgvin G. Sigurðsson sjálfur. Hann misfór þarna með trúnað og hann á alla mína samúð í því. Að mörgu leyti góður drengur og í vondri stöðu núna.“
Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00 Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 Björgvin á leið í áfengismeðferð Björgvin G. Sigurðsson mun ekki taka við starfi ritstjóra Herðubreiðar heldur mun hann fara í áfengismeðferð. 19. janúar 2015 13:28 „Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin G. Sigurðsson hafi hvorki haft heimild til að nota debetkort sveitarfélagsins til eigin nota né til þess að greiða sjálfum sér laun fyrirfram. 19. janúar 2015 10:36 Ólína segir illa innrætta óvini sækja að Björgvin Ólína Þorvarðardóttir rís upp til varnar Björgvin G. Sigurðssyni og segir að um umdeilda ráðstöfun fjármuna sé að ræða, ekki fjárdrátt. 19. janúar 2015 13:14 Björgvin í fjárhagserfiðleikum: „Hefði átt að fara fram á fyrirframgreiðslu við mína yfirmenn“ Björgvin G. Sigurðsson segir að ásakanir um fjárdrátt hafi komið honum í opna skjöldu. 19. janúar 2015 12:45 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00
Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48
Björgvin á leið í áfengismeðferð Björgvin G. Sigurðsson mun ekki taka við starfi ritstjóra Herðubreiðar heldur mun hann fara í áfengismeðferð. 19. janúar 2015 13:28
„Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin G. Sigurðsson hafi hvorki haft heimild til að nota debetkort sveitarfélagsins til eigin nota né til þess að greiða sjálfum sér laun fyrirfram. 19. janúar 2015 10:36
Ólína segir illa innrætta óvini sækja að Björgvin Ólína Þorvarðardóttir rís upp til varnar Björgvin G. Sigurðssyni og segir að um umdeilda ráðstöfun fjármuna sé að ræða, ekki fjárdrátt. 19. janúar 2015 13:14
Björgvin í fjárhagserfiðleikum: „Hefði átt að fara fram á fyrirframgreiðslu við mína yfirmenn“ Björgvin G. Sigurðsson segir að ásakanir um fjárdrátt hafi komið honum í opna skjöldu. 19. janúar 2015 12:45