„Að mörgu leyti góður drengur“ Hjörtur Hjartarson skrifar 19. janúar 2015 19:45 Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segist saklaus af ásökunum um fjárdrátt í starfi sínu sem sveitarstjóri í Ásahreppi. Hann viðurkennir hinsvegar að hafa farið á svig við reglur. Björgvin segir dómgreindarbrest sinn stafa af óhóflegri áfengisneyslu sem hann hyggst leita sér hjálpar við. Björgvin tók við starfi sveitastjóra Ásahrepps 1.ágúst síðastliðinn og var ráðningin út yfirstandandi kjörtímabil. Síðastliðinn föstudag skrifaði Björgvin hinsvegar undir starfslokasamning við Ásahrepp. Ástæðan fyrir brotthvarfi Björgvins urðu ekki ljósar fyrr en Fréttablaðið greindi frá því í morgun að fyrir lægju ásakanir um fjárdrátt upp á mörg hundruð þúsund krónur. „Það sýnir náttúrulega alvarleika brotsins að við sögðum honum upp á föstudagsmorguninn. Við undirrituðum þá samning um starfslokin og að hann myndi endurgreiða þetta fé,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. Samtals nemur fjárhæðin sem Björgvin dró sér í heimildarleysi ríflega fjögur hundruð þúsund krónum. 250 þúsund krónur skráði hann sem fyrirfram greidd laun en restina tók hann út af debetkorti hreppsins, meðal annars myndavél, matvörur og bensín. Í samtali við Vísi í dag segir Björgvin það hafa verið mistök að leita ekki heimilda fyrir fjárúttektunum en alltaf hafi staðið til að endurgreiða þær, það sýni sig í bókhaldi hreppsins.Sjá einnig: Ólína segir illa innrætta óvini sækja að Björgvin „Það er kannski hægt að nota öll orðin um það en á það ber að líta að fyrirframgreiðslan var gerð í nóvember og það er búin að fara fram ein launaútgreiðsla síðan í sveitarfélaginu, hún var gerð rétt fyrir jól. Þá vakti hann ekki athygli á því að það væri búið að greiða honum fyrirfram, 250 þúsund krónur, heldur er það ógreitt enn í dag, 19.janúar.“„Vissi einhver um þessar fjárúttektir Björgvins annar en hann sjálfur?“„Nei.“Egill Sigurðsson, oddviti ÁsahreppsBjörgvin vildi ekki veita sjónvarpsviðtal vegna málsins í dag en sendi fréttamanni hinsvegar eftirfarandi skilaboð:„Sæll, ætla að takast á við eigin djöfla og fara í meðferð, sem ég gerði farsællega fyrir 10 árum og átti nokkur góð ár en ég fór út af sporinu með tilheyrandi tjóni. Held ég láti þar við sitja að ræða þessi mál þar til ég kem aftur út.“Oddviti Ásahrepps segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort málið verði kært til lögreglu. „Það er ekki útilokað. Sveitastjórnin yrði þá að taka ákvörðun um það,“ segir Egill og bætir við að það sé bara eitt fórnarlamb í þessu máli. „Það er Björgvin G. Sigurðsson sjálfur. Hann misfór þarna með trúnað og hann á alla mína samúð í því. Að mörgu leyti góður drengur og í vondri stöðu núna.“ Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00 Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 Björgvin á leið í áfengismeðferð Björgvin G. Sigurðsson mun ekki taka við starfi ritstjóra Herðubreiðar heldur mun hann fara í áfengismeðferð. 19. janúar 2015 13:28 „Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin G. Sigurðsson hafi hvorki haft heimild til að nota debetkort sveitarfélagsins til eigin nota né til þess að greiða sjálfum sér laun fyrirfram. 19. janúar 2015 10:36 Ólína segir illa innrætta óvini sækja að Björgvin Ólína Þorvarðardóttir rís upp til varnar Björgvin G. Sigurðssyni og segir að um umdeilda ráðstöfun fjármuna sé að ræða, ekki fjárdrátt. 19. janúar 2015 13:14 Björgvin í fjárhagserfiðleikum: „Hefði átt að fara fram á fyrirframgreiðslu við mína yfirmenn“ Björgvin G. Sigurðsson segir að ásakanir um fjárdrátt hafi komið honum í opna skjöldu. 19. janúar 2015 12:45 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segist saklaus af ásökunum um fjárdrátt í starfi sínu sem sveitarstjóri í Ásahreppi. Hann viðurkennir hinsvegar að hafa farið á svig við reglur. Björgvin segir dómgreindarbrest sinn stafa af óhóflegri áfengisneyslu sem hann hyggst leita sér hjálpar við. Björgvin tók við starfi sveitastjóra Ásahrepps 1.ágúst síðastliðinn og var ráðningin út yfirstandandi kjörtímabil. Síðastliðinn föstudag skrifaði Björgvin hinsvegar undir starfslokasamning við Ásahrepp. Ástæðan fyrir brotthvarfi Björgvins urðu ekki ljósar fyrr en Fréttablaðið greindi frá því í morgun að fyrir lægju ásakanir um fjárdrátt upp á mörg hundruð þúsund krónur. „Það sýnir náttúrulega alvarleika brotsins að við sögðum honum upp á föstudagsmorguninn. Við undirrituðum þá samning um starfslokin og að hann myndi endurgreiða þetta fé,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. Samtals nemur fjárhæðin sem Björgvin dró sér í heimildarleysi ríflega fjögur hundruð þúsund krónum. 250 þúsund krónur skráði hann sem fyrirfram greidd laun en restina tók hann út af debetkorti hreppsins, meðal annars myndavél, matvörur og bensín. Í samtali við Vísi í dag segir Björgvin það hafa verið mistök að leita ekki heimilda fyrir fjárúttektunum en alltaf hafi staðið til að endurgreiða þær, það sýni sig í bókhaldi hreppsins.Sjá einnig: Ólína segir illa innrætta óvini sækja að Björgvin „Það er kannski hægt að nota öll orðin um það en á það ber að líta að fyrirframgreiðslan var gerð í nóvember og það er búin að fara fram ein launaútgreiðsla síðan í sveitarfélaginu, hún var gerð rétt fyrir jól. Þá vakti hann ekki athygli á því að það væri búið að greiða honum fyrirfram, 250 þúsund krónur, heldur er það ógreitt enn í dag, 19.janúar.“„Vissi einhver um þessar fjárúttektir Björgvins annar en hann sjálfur?“„Nei.“Egill Sigurðsson, oddviti ÁsahreppsBjörgvin vildi ekki veita sjónvarpsviðtal vegna málsins í dag en sendi fréttamanni hinsvegar eftirfarandi skilaboð:„Sæll, ætla að takast á við eigin djöfla og fara í meðferð, sem ég gerði farsællega fyrir 10 árum og átti nokkur góð ár en ég fór út af sporinu með tilheyrandi tjóni. Held ég láti þar við sitja að ræða þessi mál þar til ég kem aftur út.“Oddviti Ásahrepps segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort málið verði kært til lögreglu. „Það er ekki útilokað. Sveitastjórnin yrði þá að taka ákvörðun um það,“ segir Egill og bætir við að það sé bara eitt fórnarlamb í þessu máli. „Það er Björgvin G. Sigurðsson sjálfur. Hann misfór þarna með trúnað og hann á alla mína samúð í því. Að mörgu leyti góður drengur og í vondri stöðu núna.“
Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00 Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 Björgvin á leið í áfengismeðferð Björgvin G. Sigurðsson mun ekki taka við starfi ritstjóra Herðubreiðar heldur mun hann fara í áfengismeðferð. 19. janúar 2015 13:28 „Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin G. Sigurðsson hafi hvorki haft heimild til að nota debetkort sveitarfélagsins til eigin nota né til þess að greiða sjálfum sér laun fyrirfram. 19. janúar 2015 10:36 Ólína segir illa innrætta óvini sækja að Björgvin Ólína Þorvarðardóttir rís upp til varnar Björgvin G. Sigurðssyni og segir að um umdeilda ráðstöfun fjármuna sé að ræða, ekki fjárdrátt. 19. janúar 2015 13:14 Björgvin í fjárhagserfiðleikum: „Hefði átt að fara fram á fyrirframgreiðslu við mína yfirmenn“ Björgvin G. Sigurðsson segir að ásakanir um fjárdrátt hafi komið honum í opna skjöldu. 19. janúar 2015 12:45 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00
Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48
Björgvin á leið í áfengismeðferð Björgvin G. Sigurðsson mun ekki taka við starfi ritstjóra Herðubreiðar heldur mun hann fara í áfengismeðferð. 19. janúar 2015 13:28
„Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin G. Sigurðsson hafi hvorki haft heimild til að nota debetkort sveitarfélagsins til eigin nota né til þess að greiða sjálfum sér laun fyrirfram. 19. janúar 2015 10:36
Ólína segir illa innrætta óvini sækja að Björgvin Ólína Þorvarðardóttir rís upp til varnar Björgvin G. Sigurðssyni og segir að um umdeilda ráðstöfun fjármuna sé að ræða, ekki fjárdrátt. 19. janúar 2015 13:14
Björgvin í fjárhagserfiðleikum: „Hefði átt að fara fram á fyrirframgreiðslu við mína yfirmenn“ Björgvin G. Sigurðsson segir að ásakanir um fjárdrátt hafi komið honum í opna skjöldu. 19. janúar 2015 12:45