Ólína segir illa innrætta óvini sækja að Björgvin Jakob Bjarnar skrifar 19. janúar 2015 13:14 Ólína Þorvarðardóttir segir að það þurfi alveg sérstakt innræti til að tala um fjárdrátt vegna starfsloka Björgvins G. Sigurðssonar. Ólína Þorvarðardóttir fyrrverandi alþingismaður segir það fyrir neðan allar hellu að nota orðið „fjárdrátt um ráðstöfun fjármuna sem réttilega eru skilgreind í bókhaldsgögnum. Það þarf „sérstakt innræti“ til þess, segir Ólína á athugasemdakerfi Vísis. Ólína er þar að vísa til máls sem hefur verið efst á baugi frétta í morgun eftir að Fréttablaðið greindi frá málinu; um starfslok Björgvins G. Sigurðssonar sem sveitarstjóra hjá Ásahreppi. Ólína tjáir sig við frétt Vísis sem er undir fyrirsögninni „Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“. Þar segir oddviti hreppsins, Egill Sigurðsson: „Ég notaði náttúrulega aldrei orðið fjárdráttur í neinu sem ég sagði en þegar menn taka fé úr sveitarstjórn og færa það inn á persónulega reikninga, nota debetkort sveitarfélagsins til innkaupa og greiða fyrir veitingahúsareikninga... Ja, það getur vel verið að það heiti eitthvað annað en fjárdráttur.“ Björgvin sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem hann vísar því að bug að hafa gerst sekur um fjárdrátt. Ólína segir um málið: „Það sem hér virðist hafa gerst er umdeilanleg ráðstöfun fjármuna - slíka hluti er hægt að ræða, jafna út og taka ákvörðun um að endurtaki sig ekki. En að hlaupa með ásakanir á forsíður blaða um "fjárdrátt" þegar engin lög hafa verið brotin, og engin viðleitni til þess að leyna því sem gert var -- það sýnir að Björgvin G Sigurðsson á óvini. Illa innrætta óvini. Fréttablaðið virðist ekki hafa kynnt sér nægilega atvik málsins áður en þessu var slegið upp. Blaðið setur niður við þetta.“ Sveinn A Sveinsson lögmaður vísar, aðspurður af Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur ritstjóra á Facebook hvort áhöld séu um hvers eðlis málið er, til 247. greinar almennra hegningarlaga, en málið er mjög umrætt á samfélagsmiðlum og sitt sýnist hverjum: „Dragi maður sér fjármuni eða önnur verðmæti, sem hann hefur í vörslum sínum, en annar maður er eigandi að, án þess þó að verknaðurinn varði við 246. gr., þá skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum. (246. gr. snýst um það að kasta eign sinni á fundið fé).“ Sveinn segir að skilgreina megi fjárdrátt sem „sem einhliða og ólögmæt tileinkun sérgreindra fjárverðmæta eða peninga, sem eru eign annars manns (eða lögaðila) að nokkru leyti eða öllu, en í vörslum hins brotlega sjálfs að einhverju leyti, enda sé tileinkun verðmætanna af ásetningi og í auðgunarskyni gerð. Sýna þarf fram á ásetning til varanlegrar tileinkunar (notkunar á eign annarra). Ef um tímabundna óheimila notkun eða afnot sé að ræða. Slíkt myndi ekki teljast sem auðgunarbrot, heldur félli fremur undir nytjastuld.“ Fréttastofa Bylgjunnar fjallaði um málið í hádeginu, en þar er rætt við Egil Sigurðsson, sem var í morgun harður á því að Björgvin hafi gerst sekur um fjárdrátt og segir það alveg inni í myndinni að kæra hann fyrir slíkt, þó ekki sé nema til að fá óháða aðila til að taka málið út. Innlegg frá Steinunn Olina Thorsteinsdottir. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Sjá meira
Ólína Þorvarðardóttir fyrrverandi alþingismaður segir það fyrir neðan allar hellu að nota orðið „fjárdrátt um ráðstöfun fjármuna sem réttilega eru skilgreind í bókhaldsgögnum. Það þarf „sérstakt innræti“ til þess, segir Ólína á athugasemdakerfi Vísis. Ólína er þar að vísa til máls sem hefur verið efst á baugi frétta í morgun eftir að Fréttablaðið greindi frá málinu; um starfslok Björgvins G. Sigurðssonar sem sveitarstjóra hjá Ásahreppi. Ólína tjáir sig við frétt Vísis sem er undir fyrirsögninni „Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“. Þar segir oddviti hreppsins, Egill Sigurðsson: „Ég notaði náttúrulega aldrei orðið fjárdráttur í neinu sem ég sagði en þegar menn taka fé úr sveitarstjórn og færa það inn á persónulega reikninga, nota debetkort sveitarfélagsins til innkaupa og greiða fyrir veitingahúsareikninga... Ja, það getur vel verið að það heiti eitthvað annað en fjárdráttur.“ Björgvin sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem hann vísar því að bug að hafa gerst sekur um fjárdrátt. Ólína segir um málið: „Það sem hér virðist hafa gerst er umdeilanleg ráðstöfun fjármuna - slíka hluti er hægt að ræða, jafna út og taka ákvörðun um að endurtaki sig ekki. En að hlaupa með ásakanir á forsíður blaða um "fjárdrátt" þegar engin lög hafa verið brotin, og engin viðleitni til þess að leyna því sem gert var -- það sýnir að Björgvin G Sigurðsson á óvini. Illa innrætta óvini. Fréttablaðið virðist ekki hafa kynnt sér nægilega atvik málsins áður en þessu var slegið upp. Blaðið setur niður við þetta.“ Sveinn A Sveinsson lögmaður vísar, aðspurður af Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur ritstjóra á Facebook hvort áhöld séu um hvers eðlis málið er, til 247. greinar almennra hegningarlaga, en málið er mjög umrætt á samfélagsmiðlum og sitt sýnist hverjum: „Dragi maður sér fjármuni eða önnur verðmæti, sem hann hefur í vörslum sínum, en annar maður er eigandi að, án þess þó að verknaðurinn varði við 246. gr., þá skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum. (246. gr. snýst um það að kasta eign sinni á fundið fé).“ Sveinn segir að skilgreina megi fjárdrátt sem „sem einhliða og ólögmæt tileinkun sérgreindra fjárverðmæta eða peninga, sem eru eign annars manns (eða lögaðila) að nokkru leyti eða öllu, en í vörslum hins brotlega sjálfs að einhverju leyti, enda sé tileinkun verðmætanna af ásetningi og í auðgunarskyni gerð. Sýna þarf fram á ásetning til varanlegrar tileinkunar (notkunar á eign annarra). Ef um tímabundna óheimila notkun eða afnot sé að ræða. Slíkt myndi ekki teljast sem auðgunarbrot, heldur félli fremur undir nytjastuld.“ Fréttastofa Bylgjunnar fjallaði um málið í hádeginu, en þar er rætt við Egil Sigurðsson, sem var í morgun harður á því að Björgvin hafi gerst sekur um fjárdrátt og segir það alveg inni í myndinni að kæra hann fyrir slíkt, þó ekki sé nema til að fá óháða aðila til að taka málið út. Innlegg frá Steinunn Olina Thorsteinsdottir.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Sjá meira