Ólína segir illa innrætta óvini sækja að Björgvin Jakob Bjarnar skrifar 19. janúar 2015 13:14 Ólína Þorvarðardóttir segir að það þurfi alveg sérstakt innræti til að tala um fjárdrátt vegna starfsloka Björgvins G. Sigurðssonar. Ólína Þorvarðardóttir fyrrverandi alþingismaður segir það fyrir neðan allar hellu að nota orðið „fjárdrátt um ráðstöfun fjármuna sem réttilega eru skilgreind í bókhaldsgögnum. Það þarf „sérstakt innræti“ til þess, segir Ólína á athugasemdakerfi Vísis. Ólína er þar að vísa til máls sem hefur verið efst á baugi frétta í morgun eftir að Fréttablaðið greindi frá málinu; um starfslok Björgvins G. Sigurðssonar sem sveitarstjóra hjá Ásahreppi. Ólína tjáir sig við frétt Vísis sem er undir fyrirsögninni „Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“. Þar segir oddviti hreppsins, Egill Sigurðsson: „Ég notaði náttúrulega aldrei orðið fjárdráttur í neinu sem ég sagði en þegar menn taka fé úr sveitarstjórn og færa það inn á persónulega reikninga, nota debetkort sveitarfélagsins til innkaupa og greiða fyrir veitingahúsareikninga... Ja, það getur vel verið að það heiti eitthvað annað en fjárdráttur.“ Björgvin sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem hann vísar því að bug að hafa gerst sekur um fjárdrátt. Ólína segir um málið: „Það sem hér virðist hafa gerst er umdeilanleg ráðstöfun fjármuna - slíka hluti er hægt að ræða, jafna út og taka ákvörðun um að endurtaki sig ekki. En að hlaupa með ásakanir á forsíður blaða um "fjárdrátt" þegar engin lög hafa verið brotin, og engin viðleitni til þess að leyna því sem gert var -- það sýnir að Björgvin G Sigurðsson á óvini. Illa innrætta óvini. Fréttablaðið virðist ekki hafa kynnt sér nægilega atvik málsins áður en þessu var slegið upp. Blaðið setur niður við þetta.“ Sveinn A Sveinsson lögmaður vísar, aðspurður af Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur ritstjóra á Facebook hvort áhöld séu um hvers eðlis málið er, til 247. greinar almennra hegningarlaga, en málið er mjög umrætt á samfélagsmiðlum og sitt sýnist hverjum: „Dragi maður sér fjármuni eða önnur verðmæti, sem hann hefur í vörslum sínum, en annar maður er eigandi að, án þess þó að verknaðurinn varði við 246. gr., þá skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum. (246. gr. snýst um það að kasta eign sinni á fundið fé).“ Sveinn segir að skilgreina megi fjárdrátt sem „sem einhliða og ólögmæt tileinkun sérgreindra fjárverðmæta eða peninga, sem eru eign annars manns (eða lögaðila) að nokkru leyti eða öllu, en í vörslum hins brotlega sjálfs að einhverju leyti, enda sé tileinkun verðmætanna af ásetningi og í auðgunarskyni gerð. Sýna þarf fram á ásetning til varanlegrar tileinkunar (notkunar á eign annarra). Ef um tímabundna óheimila notkun eða afnot sé að ræða. Slíkt myndi ekki teljast sem auðgunarbrot, heldur félli fremur undir nytjastuld.“ Fréttastofa Bylgjunnar fjallaði um málið í hádeginu, en þar er rætt við Egil Sigurðsson, sem var í morgun harður á því að Björgvin hafi gerst sekur um fjárdrátt og segir það alveg inni í myndinni að kæra hann fyrir slíkt, þó ekki sé nema til að fá óháða aðila til að taka málið út. Innlegg frá Steinunn Olina Thorsteinsdottir. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Ólína Þorvarðardóttir fyrrverandi alþingismaður segir það fyrir neðan allar hellu að nota orðið „fjárdrátt um ráðstöfun fjármuna sem réttilega eru skilgreind í bókhaldsgögnum. Það þarf „sérstakt innræti“ til þess, segir Ólína á athugasemdakerfi Vísis. Ólína er þar að vísa til máls sem hefur verið efst á baugi frétta í morgun eftir að Fréttablaðið greindi frá málinu; um starfslok Björgvins G. Sigurðssonar sem sveitarstjóra hjá Ásahreppi. Ólína tjáir sig við frétt Vísis sem er undir fyrirsögninni „Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“. Þar segir oddviti hreppsins, Egill Sigurðsson: „Ég notaði náttúrulega aldrei orðið fjárdráttur í neinu sem ég sagði en þegar menn taka fé úr sveitarstjórn og færa það inn á persónulega reikninga, nota debetkort sveitarfélagsins til innkaupa og greiða fyrir veitingahúsareikninga... Ja, það getur vel verið að það heiti eitthvað annað en fjárdráttur.“ Björgvin sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem hann vísar því að bug að hafa gerst sekur um fjárdrátt. Ólína segir um málið: „Það sem hér virðist hafa gerst er umdeilanleg ráðstöfun fjármuna - slíka hluti er hægt að ræða, jafna út og taka ákvörðun um að endurtaki sig ekki. En að hlaupa með ásakanir á forsíður blaða um "fjárdrátt" þegar engin lög hafa verið brotin, og engin viðleitni til þess að leyna því sem gert var -- það sýnir að Björgvin G Sigurðsson á óvini. Illa innrætta óvini. Fréttablaðið virðist ekki hafa kynnt sér nægilega atvik málsins áður en þessu var slegið upp. Blaðið setur niður við þetta.“ Sveinn A Sveinsson lögmaður vísar, aðspurður af Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur ritstjóra á Facebook hvort áhöld séu um hvers eðlis málið er, til 247. greinar almennra hegningarlaga, en málið er mjög umrætt á samfélagsmiðlum og sitt sýnist hverjum: „Dragi maður sér fjármuni eða önnur verðmæti, sem hann hefur í vörslum sínum, en annar maður er eigandi að, án þess þó að verknaðurinn varði við 246. gr., þá skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum. (246. gr. snýst um það að kasta eign sinni á fundið fé).“ Sveinn segir að skilgreina megi fjárdrátt sem „sem einhliða og ólögmæt tileinkun sérgreindra fjárverðmæta eða peninga, sem eru eign annars manns (eða lögaðila) að nokkru leyti eða öllu, en í vörslum hins brotlega sjálfs að einhverju leyti, enda sé tileinkun verðmætanna af ásetningi og í auðgunarskyni gerð. Sýna þarf fram á ásetning til varanlegrar tileinkunar (notkunar á eign annarra). Ef um tímabundna óheimila notkun eða afnot sé að ræða. Slíkt myndi ekki teljast sem auðgunarbrot, heldur félli fremur undir nytjastuld.“ Fréttastofa Bylgjunnar fjallaði um málið í hádeginu, en þar er rætt við Egil Sigurðsson, sem var í morgun harður á því að Björgvin hafi gerst sekur um fjárdrátt og segir það alveg inni í myndinni að kæra hann fyrir slíkt, þó ekki sé nema til að fá óháða aðila til að taka málið út. Innlegg frá Steinunn Olina Thorsteinsdottir.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira