„Ég var ánægður með mína menn, þeir voru mjög einbeittir og héldu fókus allan tímann. Það er hættulegt ef maður er ekki alltaf á fullu í leik eins og þessum, því það koma óvæntir hlutir hjá andstæðingnum stundum,“ sagði Guðmundur í viðtali við Arnar Björnsson eftir leikinn.

„Það var kannski ágætt að fá þennan leik eftir Argentínuleikinn. Það er alveg klárt mál að við eigum þrjá erfiðustu leikina eftir, það er alveg ljóst. Nú getum við sagt að mótið byrji hjá okkur,“ sagði Guðmundur.
Guðmundur segir að leikurinn við Þjóðverja verði erfiður. „Þeir eru að spila vel og það er stemning hjá þeim en við ætlum okkur sigur í leiknum og ekkert annað,“ sagði Guðmundur.
Sjá einnig:Guðmundur vísar ummælum Dags til föðurhúsanna
Dagur Sigurðsson sagði í viðtali við íþróttadeild að Danir væru með betri menn í öllum stöðum. Guðmundur hló lengi þegar honum voru sögð þessi ummæli. „Ég tek nú ekki þátt í sálfræðistríði við Dag, hann verður bara að leika sér með þetta eitthvað. En ég hlakka mikið til að spila við þá.
Guðmundur átti andvökunótt eftir Argentínuleikinn en verður næsta nótt auðveldari.
„Já ég held það og nú klæjar mann í fingurna að komast í þessa næstu leiki sem eftir eru,“ sagði Guðmundur að lokum en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan.