Njarðvík fór í gang í seinni hálfleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2015 20:59 Björg Guðrún Einarsdóttir og stöllur hennar þurftu að játa sig sigraðar í kvöld. vísir/vilhelm Njarðvík varð í kvöld þriðja liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta kvenna þegar liðið lagði KR, 56-49, suður með sjó. Liðin buðu ekki upp á neina skotsýningu í Ljónagryfjunni í kvöld en skotnýing liðanna var með slakasta móti. KR-konur hittu aðeins úr 39% skota sinna innan teigs og 14% úr þriggja stiga skotum. Skotnýting Njarðvíkur var snöggtum skárri; 37% innan teigs og 26% fyrir utan. Gestirnir úr Vesturbænum voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum með 14 stigum, 16-30, en Njarðvík skoraði aðeins fimm stig í 2. leikhluta. Seinni hálfleikurinn var hins vegar eign heimakvenna. KR spilaði ágætlega fyrstu mínútur hans en Njarðvík skellti í lás í vörninni um miðjan 3. leikhluta. Njarðvíkurstúlkur breyttu stöðunni úr 19-37 í 33-37 á síðustu fimm mínútum leikhlutans og náðu svo loks forystunni þegar þrjár mínútur voru eftir, 52-49. KR skoraði ekki stig á síðustu fimm mínútum leiksins og svo fór að Njarðvík vann sjö stiga sigur, 56-49. Nikitta Gartrell var atkvæðamest í liði Njarðvíkur með 24 stig, 15 fráköst og fimm stoðsendingar. Björk Gunnarsdóttir kom næst með 10 stig. Bergþóra Holton Tómasdóttir skoraði mest fyrir KR, eða 11 stig. Hún tók einnig 10 fráköst. Í gær tryggðu Snæfell og Grindavík sér sæti í undanúrslitunum en það ræðst á morgun hvort það verður Keflavík eða Breiðablik sem verður fjórða liðið í undanúrslitunum.Tölfræði leiks: Njarðvík-KR 56-49 (11-16, 5-14, 17-7, 23-12)Njarðvík: Nikitta Gartrell 24/15 fráköst/5 stoðsendingar, Björk Gunnarsdótir 10/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 8/4 fráköst, Erna Hákonardóttir 8/6 fráköst, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 6, Svala Sigurðadóttir 0, Snjólaug Ösp Jónsdóttir 0, María Ben Jónsdóttir 0, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 0, Júlia Scheving Steindórsdóttir 0, Elínora Guðlaug Einarsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.KR: Bergþóra Holton Tómasdóttir 11/10 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Simone Jaqueline Holmes 10/13 fráköst, Helga Einarsdóttir 10/12 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 6/5 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 2, Perla Jóhannsdóttir 0, Elín Þóra Helgadóttir 0, Salvör Ísberg 0, Anna María Ævarsdóttir 0, Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir 0.Dómarar: Halldor Geir Jensson, Steinar Orri Sigurðsson Dominos-deild kvenna Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira
Njarðvík varð í kvöld þriðja liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta kvenna þegar liðið lagði KR, 56-49, suður með sjó. Liðin buðu ekki upp á neina skotsýningu í Ljónagryfjunni í kvöld en skotnýing liðanna var með slakasta móti. KR-konur hittu aðeins úr 39% skota sinna innan teigs og 14% úr þriggja stiga skotum. Skotnýting Njarðvíkur var snöggtum skárri; 37% innan teigs og 26% fyrir utan. Gestirnir úr Vesturbænum voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum með 14 stigum, 16-30, en Njarðvík skoraði aðeins fimm stig í 2. leikhluta. Seinni hálfleikurinn var hins vegar eign heimakvenna. KR spilaði ágætlega fyrstu mínútur hans en Njarðvík skellti í lás í vörninni um miðjan 3. leikhluta. Njarðvíkurstúlkur breyttu stöðunni úr 19-37 í 33-37 á síðustu fimm mínútum leikhlutans og náðu svo loks forystunni þegar þrjár mínútur voru eftir, 52-49. KR skoraði ekki stig á síðustu fimm mínútum leiksins og svo fór að Njarðvík vann sjö stiga sigur, 56-49. Nikitta Gartrell var atkvæðamest í liði Njarðvíkur með 24 stig, 15 fráköst og fimm stoðsendingar. Björk Gunnarsdóttir kom næst með 10 stig. Bergþóra Holton Tómasdóttir skoraði mest fyrir KR, eða 11 stig. Hún tók einnig 10 fráköst. Í gær tryggðu Snæfell og Grindavík sér sæti í undanúrslitunum en það ræðst á morgun hvort það verður Keflavík eða Breiðablik sem verður fjórða liðið í undanúrslitunum.Tölfræði leiks: Njarðvík-KR 56-49 (11-16, 5-14, 17-7, 23-12)Njarðvík: Nikitta Gartrell 24/15 fráköst/5 stoðsendingar, Björk Gunnarsdótir 10/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 8/4 fráköst, Erna Hákonardóttir 8/6 fráköst, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 6, Svala Sigurðadóttir 0, Snjólaug Ösp Jónsdóttir 0, María Ben Jónsdóttir 0, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 0, Júlia Scheving Steindórsdóttir 0, Elínora Guðlaug Einarsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.KR: Bergþóra Holton Tómasdóttir 11/10 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Simone Jaqueline Holmes 10/13 fráköst, Helga Einarsdóttir 10/12 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 6/5 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 2, Perla Jóhannsdóttir 0, Elín Þóra Helgadóttir 0, Salvör Ísberg 0, Anna María Ævarsdóttir 0, Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir 0.Dómarar: Halldor Geir Jensson, Steinar Orri Sigurðsson
Dominos-deild kvenna Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira