Segir að bankarnir ofrukki neytendur 18. janúar 2015 19:01 Lögfræðingur Neytendasamtakanna segir að viðskiptabankarnir þrír séu að ofrukka almenning með hvers konar þjónustugjöldum. Bankarnir rukka neytendur meðal annars um færslu- og seðilgjöld og fyrir að fá upplýsingar símleiðis um stöðu reiknings. Gjöldin bitna helst á eldri borgurum segir lögfræðingurinn. Þjónustugjöld sem viðskiptavinir bankanna greiða eru margvísleg og snerta nær allar tegundir þjónustu. Þannig kostar hver færsla á debetkorti 16 til 18 krónur. Korthafa eru líka rukkaðir um ársgjald, 375 krónur upp í 750 krónur. Að fá reikningsyfirlit og greiðsluseðla senda heim eða í netbanka kostar líka sitt eða á bilinu 45 til 595 krónur og þá rukka bankar einnig fyrir að gefa upplýsingar um stöðu reiknings í gegnum síma. Fólk er ekki rukkað sérstaklega fyrir að taka út pening með debetkorti í hraðbanka nema það sé í viðskiptum við annan banka. Fyrir þá þjónustu leggur Íslandsbanki 125 krónur á hvetja úttekt, Arionbanki 155 og Landsbankinn að minnsta kosti 150 krónur. Fyrir að nota hraðbanka erlendis taka bankarnir 2 til 2,75 prósent af úttekt. Fyrir að nota kortin í verslunum erlendis greiða viðskiptavinir eitt prósent af hverri færslu. Þjónusta gjaldkera er heldur ekki ókeypis. Þannig kostar það 125 krónur í Íslandsbanka að millifæra hjá gjaldkera yfir á reikning í öðrum banka. Landsbankinn rukkar hundrað krónur fyrir þessa þjónustu og Arionbanki 120 krónur. Arionbanki hyggst hækka þessa upphæð upp í 225 krónur þann 1. mars næstkomandi. Neytendasamtökunum bárust hátt í þrjú hundruð kvartanir á síðasta ári útaf þjónustu fjármálafyrirtækja en í mörgum tilvikum var fólk að lýsa yfir óánægju sinni með þjónustugjöldin.Yfir hverju er fólk helst að kvarta? „Til dæmis upplestur í gegnum síma, þegar þú færð upplýsingar hjá þjónustufulltrúa í gegnum síma. Öll þessi atriði sem mörg okkar gera bara í gegnum heimabankann. Millifæra yfir á aðila í öðrum bönkum, borga reikninga annað slíkt. Þessi gjaldtaka bitnar kannski helst á aðilum sem hafa lélegt tölvulæsi, eldri borgurum og öðrum slíkum. Jafnframt er verið að fækka útibúum þannig að aðgengi þessara aðila hefur minnkað,“ segir Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögmaður Neytendasamtakanna. Hildigunnur telur að bankarnir séu að ofrukka neytendur. „Okkur finnst að þessi þjónusta eins og að borga reikninga, millifæra hvort sem maður gerir það í eigin banka eða öðrum og jafnvel að fá færslur lesnar upp í gegnum síma, að þetta eigi að vera ókeypis. Þetta sé bara þjónusta sem viðskiptavinir banka eru að greiða með vaxtamun, með þjónustugjöldum sem leggjast á reikninga, á greiðslukort og annað sem bankinn er að taka til sín. Við teljum að afkoma bankanna gefi ekki til kynna að það þurfi að leggja á svona aukagjöld,“ segir Hildigunnur. Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Lögfræðingur Neytendasamtakanna segir að viðskiptabankarnir þrír séu að ofrukka almenning með hvers konar þjónustugjöldum. Bankarnir rukka neytendur meðal annars um færslu- og seðilgjöld og fyrir að fá upplýsingar símleiðis um stöðu reiknings. Gjöldin bitna helst á eldri borgurum segir lögfræðingurinn. Þjónustugjöld sem viðskiptavinir bankanna greiða eru margvísleg og snerta nær allar tegundir þjónustu. Þannig kostar hver færsla á debetkorti 16 til 18 krónur. Korthafa eru líka rukkaðir um ársgjald, 375 krónur upp í 750 krónur. Að fá reikningsyfirlit og greiðsluseðla senda heim eða í netbanka kostar líka sitt eða á bilinu 45 til 595 krónur og þá rukka bankar einnig fyrir að gefa upplýsingar um stöðu reiknings í gegnum síma. Fólk er ekki rukkað sérstaklega fyrir að taka út pening með debetkorti í hraðbanka nema það sé í viðskiptum við annan banka. Fyrir þá þjónustu leggur Íslandsbanki 125 krónur á hvetja úttekt, Arionbanki 155 og Landsbankinn að minnsta kosti 150 krónur. Fyrir að nota hraðbanka erlendis taka bankarnir 2 til 2,75 prósent af úttekt. Fyrir að nota kortin í verslunum erlendis greiða viðskiptavinir eitt prósent af hverri færslu. Þjónusta gjaldkera er heldur ekki ókeypis. Þannig kostar það 125 krónur í Íslandsbanka að millifæra hjá gjaldkera yfir á reikning í öðrum banka. Landsbankinn rukkar hundrað krónur fyrir þessa þjónustu og Arionbanki 120 krónur. Arionbanki hyggst hækka þessa upphæð upp í 225 krónur þann 1. mars næstkomandi. Neytendasamtökunum bárust hátt í þrjú hundruð kvartanir á síðasta ári útaf þjónustu fjármálafyrirtækja en í mörgum tilvikum var fólk að lýsa yfir óánægju sinni með þjónustugjöldin.Yfir hverju er fólk helst að kvarta? „Til dæmis upplestur í gegnum síma, þegar þú færð upplýsingar hjá þjónustufulltrúa í gegnum síma. Öll þessi atriði sem mörg okkar gera bara í gegnum heimabankann. Millifæra yfir á aðila í öðrum bönkum, borga reikninga annað slíkt. Þessi gjaldtaka bitnar kannski helst á aðilum sem hafa lélegt tölvulæsi, eldri borgurum og öðrum slíkum. Jafnframt er verið að fækka útibúum þannig að aðgengi þessara aðila hefur minnkað,“ segir Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögmaður Neytendasamtakanna. Hildigunnur telur að bankarnir séu að ofrukka neytendur. „Okkur finnst að þessi þjónusta eins og að borga reikninga, millifæra hvort sem maður gerir það í eigin banka eða öðrum og jafnvel að fá færslur lesnar upp í gegnum síma, að þetta eigi að vera ókeypis. Þetta sé bara þjónusta sem viðskiptavinir banka eru að greiða með vaxtamun, með þjónustugjöldum sem leggjast á reikninga, á greiðslukort og annað sem bankinn er að taka til sín. Við teljum að afkoma bankanna gefi ekki til kynna að það þurfi að leggja á svona aukagjöld,“ segir Hildigunnur.
Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira