Grikkir handtaka grunaða hryðjuverkamenn Bjarki Ármannsson skrifar 17. janúar 2015 20:59 Vopnaðir hermenn sjást nú víða á götum úti í Belgíu. Vísir/AP Lögregla í Grikklandi hefur handtekið fjóra sem grunaðir eru um að tengjast hryðjuverkaógninni í Belgíu. Talið er að einn þeirra sé Abdelhamíd Abaaúd, 27 ára Belgi sem er eftirlýstur og talinn foringi jíhad-hóps sem lenti í skotárás við lögreglu í bænum Verviers á fimmtudag. Þar létu tveir lögreglumenn lífið.Mikill lögregluviðbúnaður er um alla Evrópu í kjölfar árásar hryðjuverkamanna á höfuðstöðvar tímaritsins Charlie Hebdo í París. Í Belgíu standa hermenn nú vörð um skóla Gyðinga og opinberar byggingar vegna gruns um að hryðjuverkaárás sé í bígerð. Belgar hafa ekki síst áhyggjur af þeim ríkisborgurum sínum sem farið hafa til Íraks og Sýrlands til þess að berjast fyrir hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið. Um 350 Belgar eru sagðir hafa farið út að berjast og um hundrað eru komnir aftur til landsins. Einn þeirra sem handtekinn var í Grikklandi í dag er sagður hafa verið í sambandi við íslamistana sem börðust við lögreglu í Verviers. BBC greinir frá því að gríska lögreglan hefur sent DNA-sýni úr hinum handteknu til starfsbræðra sinna í Belgíu til frekari rannsóknar. Enginn hinna handteknu hefur verið nafngreindur. Tengdar fréttir Enginn virðist vilja lík árásarmannanna Fjölskyldur Kouachi bræðranna og Amedy Coulibaly hafa ekki beðið um jarðarfarir. 16. janúar 2015 12:36 Ljósmyndari AFP skotinn í mótmælum í Pakistan Til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu við franska sendiráðið í Pakistan. 16. janúar 2015 13:34 Frakkland verður í viðbragðsstöðu næstu vikurnar Búist er við milljón manns á samstöðufund í París á morgun. 10. janúar 2015 14:29 Óþarft að hækka vástig Orð Ásmundar Friðrikssonar alþingismanns um könnun á bakgrunni íslenskra múslima vekja hörð viðbrögð. Hættustig vegna hryðjuverkaógnar er metið lágt á Íslandi. 14. janúar 2015 07:00 Áhyggjur af öryggi hafa aukist Kveikt var í ritstjórnarskrifstofum þýska dagblaðsins Morgenpost í Hamborg um helgina. Blaðið hafði endurbirt myndir úr Charlie Hebdo. 12. janúar 2015 07:00 Lögregluaðgerðir víða um Evrópu 120 til 180 hryðjuverkamenn eru sagðir tilbúnir til árása í Evrópu. 16. janúar 2015 10:10 Hert öryggisgæsla í Frakklandi Her- og lögreglumenn verða sýnilegri í Frakklandi og munu koma til með að gæta mögulegra skotmarka. 12. janúar 2015 10:14 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Lögregla í Grikklandi hefur handtekið fjóra sem grunaðir eru um að tengjast hryðjuverkaógninni í Belgíu. Talið er að einn þeirra sé Abdelhamíd Abaaúd, 27 ára Belgi sem er eftirlýstur og talinn foringi jíhad-hóps sem lenti í skotárás við lögreglu í bænum Verviers á fimmtudag. Þar létu tveir lögreglumenn lífið.Mikill lögregluviðbúnaður er um alla Evrópu í kjölfar árásar hryðjuverkamanna á höfuðstöðvar tímaritsins Charlie Hebdo í París. Í Belgíu standa hermenn nú vörð um skóla Gyðinga og opinberar byggingar vegna gruns um að hryðjuverkaárás sé í bígerð. Belgar hafa ekki síst áhyggjur af þeim ríkisborgurum sínum sem farið hafa til Íraks og Sýrlands til þess að berjast fyrir hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið. Um 350 Belgar eru sagðir hafa farið út að berjast og um hundrað eru komnir aftur til landsins. Einn þeirra sem handtekinn var í Grikklandi í dag er sagður hafa verið í sambandi við íslamistana sem börðust við lögreglu í Verviers. BBC greinir frá því að gríska lögreglan hefur sent DNA-sýni úr hinum handteknu til starfsbræðra sinna í Belgíu til frekari rannsóknar. Enginn hinna handteknu hefur verið nafngreindur.
Tengdar fréttir Enginn virðist vilja lík árásarmannanna Fjölskyldur Kouachi bræðranna og Amedy Coulibaly hafa ekki beðið um jarðarfarir. 16. janúar 2015 12:36 Ljósmyndari AFP skotinn í mótmælum í Pakistan Til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu við franska sendiráðið í Pakistan. 16. janúar 2015 13:34 Frakkland verður í viðbragðsstöðu næstu vikurnar Búist er við milljón manns á samstöðufund í París á morgun. 10. janúar 2015 14:29 Óþarft að hækka vástig Orð Ásmundar Friðrikssonar alþingismanns um könnun á bakgrunni íslenskra múslima vekja hörð viðbrögð. Hættustig vegna hryðjuverkaógnar er metið lágt á Íslandi. 14. janúar 2015 07:00 Áhyggjur af öryggi hafa aukist Kveikt var í ritstjórnarskrifstofum þýska dagblaðsins Morgenpost í Hamborg um helgina. Blaðið hafði endurbirt myndir úr Charlie Hebdo. 12. janúar 2015 07:00 Lögregluaðgerðir víða um Evrópu 120 til 180 hryðjuverkamenn eru sagðir tilbúnir til árása í Evrópu. 16. janúar 2015 10:10 Hert öryggisgæsla í Frakklandi Her- og lögreglumenn verða sýnilegri í Frakklandi og munu koma til með að gæta mögulegra skotmarka. 12. janúar 2015 10:14 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Enginn virðist vilja lík árásarmannanna Fjölskyldur Kouachi bræðranna og Amedy Coulibaly hafa ekki beðið um jarðarfarir. 16. janúar 2015 12:36
Ljósmyndari AFP skotinn í mótmælum í Pakistan Til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu við franska sendiráðið í Pakistan. 16. janúar 2015 13:34
Frakkland verður í viðbragðsstöðu næstu vikurnar Búist er við milljón manns á samstöðufund í París á morgun. 10. janúar 2015 14:29
Óþarft að hækka vástig Orð Ásmundar Friðrikssonar alþingismanns um könnun á bakgrunni íslenskra múslima vekja hörð viðbrögð. Hættustig vegna hryðjuverkaógnar er metið lágt á Íslandi. 14. janúar 2015 07:00
Áhyggjur af öryggi hafa aukist Kveikt var í ritstjórnarskrifstofum þýska dagblaðsins Morgenpost í Hamborg um helgina. Blaðið hafði endurbirt myndir úr Charlie Hebdo. 12. janúar 2015 07:00
Lögregluaðgerðir víða um Evrópu 120 til 180 hryðjuverkamenn eru sagðir tilbúnir til árása í Evrópu. 16. janúar 2015 10:10
Hert öryggisgæsla í Frakklandi Her- og lögreglumenn verða sýnilegri í Frakklandi og munu koma til með að gæta mögulegra skotmarka. 12. janúar 2015 10:14