300 vopnaðir hermenn ganga nú um götur Brussel vegna gruns um hryðjuverkaárás á Belga. Í tilkynningu frá Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, kemur fram að hermennirnir séu til staðar til að gæta öryggis almennings meðan hryðjuverkaógnin er eins há og raun ber vitni.
BBC greinir frá. Mikill viðbúnaður er í Þýskalandi, Belgíu og Frakklandi útaf hugsanlegum hryðjuverkum og hafa hermenn verið kallaðir út til að aðstoða lögreglu í löndunum.
Tuttugu hafa verið handteknir og þar af er búið að ákæra fimm í Belgíu fyrir að tengjast hryðjuverkahópum.
Hermenn komnir á göturnar vegna hryðjuverkaógnar

Tengdar fréttir

Tveir látnir í aðgerðum lögreglu í Belgíu
Talið er að málið tengist íslömskum öfgamönnum.

"Þeir lögðu á ráðin um hryðjuverkaárás“
Tveir létust og einn var handtekinn í aðgerðum belgísku lögreglunnar gegn grunuðum hryðjuverkamönnum í bænum Verviers í austurhluta Belgíu fyrr í kvöld.

Mikill viðbúnaður útaf hugsanlegum hryðjuverkum
Mikill viðbúnaður er í Þýskalandi, Belgíu og Frakklandi útaf hugsanlegum hryðjuverkum og hafa hermenn verið kallaðir út til að aðstoða lögreglu.

Lögregluaðgerðir víða um Evrópu
120 til 180 hryðjuverkamenn eru sagðir tilbúnir til árása í Evrópu.