Innlent

Yfir þúsund Íslendingar hafa látið sér líka við PEGIDA á Íslandi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Síða samtakanna var opnuð á sunnudag.
Síða samtakanna var opnuð á sunnudag.
Um 1.200 einstaklingar hafa látið sér líka við öfgasamtökin PEGIDA á Íslandi á Facebook. Hópurinn var stofnaður á sunnudag og hefur verið stöðug fjölgun í hópnum síðan. PEGIDA eru samtök sem berjast gegn meintri íslamsvæðingu Evrópu og eru uppruninn í Þýskalandi.

PEGIDA berst fyrir harðari innflytjendastefnu en íslenski hópurinn berst einnig gegn byggingu mosku í Reykjavík. Erfitt er að vita nákvæmlega fyrir hverju samtökin berjast en þau eru samsett af mjög ólíkum hópum fólks. Þá hafa leiðtogar samtakanna hvatt þá sem mæta á viðburði þeirra að tjá sig ekki við „lygapressuna“.

Meðlimir í nýnasistasamtökum hafa verið áberandi á viðburðum PEGIDA í Þýskalandi og hafa öfgahópar yst á hægrivæng stjórnmálanna lýst yfir stuðningi og samstöðu við málstað hópsins. Forsvarsmenn PEGIDA hafa hinsvegar hafnað útlendingahatri.


Tengdar fréttir

Mótmæli gegn mótmælum

Tugir þúsunda héldu út á götur Þýskalands í gær til þess að lýsa andstöðu við PEGIDA-hreyfinguna, sem einnig efndi til sinna vikulegu mótmæla gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“. Þangað mættu líka tugir þúsunda.

Umfangsmikil mótmæli í Þýskalandi

Um átján þúsund manns mættu á fjöldafund í Dresden í Þýskalandi í gærkvöldi, sem skipulagður var af PEGIDA, samtökum sem berjast gegn íslamvæðingu Evrópu.

Hvað er PEGIDA?

Þjóðræknir Evrópubúar á móti íslamsvæðingu heimsins, eða PEGIDA, er hópur sem hefur skotið rótum hér á landi. Vísir kannaði aðeins bakgrunn PEGIDA og það sem vitað er um samtökin.

Myrkvuð mótmæli í borgum Þýskalands

Stjórnvöld, stórfyrirtæki og kirkjuyfirvöld í borgum Þýskalands höfðu á mánudagskvöldið slökkt á lýsingum og flóðljósum stærri bygginga til þess að myrkur hvíldi yfir mótmælum PEGIDA-hreyfingarinnar, sem berst gegn „íslamsvæðingu“.

Myrtur eftir PEGIDA-fund

Erítreskur hælisleitandi fannst stunginn til bana eftir mótmælafund PEGIDA í Dresden. Yfir 100.000 manns mættu á fundi samtakanna síðasta mánudag. Rótarskot samtakanna í öðrum löndum mæta andstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×