Guðmundur: Og så videre Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 16. janúar 2015 15:00 Guðmundur Guðmundsson. Vísir/Eva Björk Guðmundur Guðmundsson hefur í dag keppni á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta. Danir eiga eitt besta landslið heims og eru gríðarlega kröfur gerðar til liðsins. Arnar Björnsson ræddi við hann í gær en viðtalið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. „Við erum klárir og okkur hlakkar mikið til. Við höfum æft í langan tíma og lagt mikið á okkur. Þetta er alltaf rosalegt púsluspil - að fá vörnina til að virka og æfa öll sóknarafbrigði og så videre,“ sagði Guðmundur hlæjandi áður en hann leiðrétti sig og sagði „og svo framvegis ætlaði ég nú að segja.“ Danmörk mætir Argentínu í kvöld en Guðmundur er minnugur þess að Ísland lenti í vandræðum með liðið í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Guðmundur var þá þjálfari íslenska liðsins. „Við gerum okkur grein fyrir því að Argentína er hættulegur fyrsti andstæðingur. Ég hef skoðað þá vel en liðið spilar kraftmikla vörn og fyrstu átta mennirnir í hópnum eru mjög góðir. Þetta er reynslumikið lið sem hefur verið lengi saman og með sama þjálfarann. Það þarf að taka þá alvarlega.“ Guðmundur segir erfitt að gera sér grein fyrir því í hverju munurinn felist í því að þjálfa íslenska liðið annars vegar og það danska en honum hefur liðið vel í báðum störfum. „Það er alltaf mikill áhugi á íslenska liðinu en jafnvel enn meiri á því danska. Það eru fleiri fjölmiðlar sem fylgja Dönunum sem er bara jákvætt en í grunninn snýst þetta bara um að þjálfa lið.“ „Ég finn fyrir því hversu miklar væntingar eru gerðar - að sjálfsögðu. Þó svo að Íslendingar hafa oft sett markið hátt og sett pressu á liðið þá er hún enn meiri hér.“ Danska handboltasambandið hefur gefið út að markmið liðsins sé að komast að minnsta kosti í undanúrslit keppninnar. „En við höfum líka sagt að riðillinn sem við erum í er mjög erfiður og vitum við öll af hverju það er,“ segir Guðmundur. „Síðan er riðillinn sem við mætum í 16-liða úrslitunum mjög sterkur og þar eru mörg frábær lið - Ísland þar á meðal. Þetta er því löng og ströng leið og maður vill ekki fara of langt fram úr sér. En við stefnum hátt og sjáum svo hvað setur.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrnu á Englandi Sport „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson hefur í dag keppni á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta. Danir eiga eitt besta landslið heims og eru gríðarlega kröfur gerðar til liðsins. Arnar Björnsson ræddi við hann í gær en viðtalið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. „Við erum klárir og okkur hlakkar mikið til. Við höfum æft í langan tíma og lagt mikið á okkur. Þetta er alltaf rosalegt púsluspil - að fá vörnina til að virka og æfa öll sóknarafbrigði og så videre,“ sagði Guðmundur hlæjandi áður en hann leiðrétti sig og sagði „og svo framvegis ætlaði ég nú að segja.“ Danmörk mætir Argentínu í kvöld en Guðmundur er minnugur þess að Ísland lenti í vandræðum með liðið í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Guðmundur var þá þjálfari íslenska liðsins. „Við gerum okkur grein fyrir því að Argentína er hættulegur fyrsti andstæðingur. Ég hef skoðað þá vel en liðið spilar kraftmikla vörn og fyrstu átta mennirnir í hópnum eru mjög góðir. Þetta er reynslumikið lið sem hefur verið lengi saman og með sama þjálfarann. Það þarf að taka þá alvarlega.“ Guðmundur segir erfitt að gera sér grein fyrir því í hverju munurinn felist í því að þjálfa íslenska liðið annars vegar og það danska en honum hefur liðið vel í báðum störfum. „Það er alltaf mikill áhugi á íslenska liðinu en jafnvel enn meiri á því danska. Það eru fleiri fjölmiðlar sem fylgja Dönunum sem er bara jákvætt en í grunninn snýst þetta bara um að þjálfa lið.“ „Ég finn fyrir því hversu miklar væntingar eru gerðar - að sjálfsögðu. Þó svo að Íslendingar hafa oft sett markið hátt og sett pressu á liðið þá er hún enn meiri hér.“ Danska handboltasambandið hefur gefið út að markmið liðsins sé að komast að minnsta kosti í undanúrslit keppninnar. „En við höfum líka sagt að riðillinn sem við erum í er mjög erfiður og vitum við öll af hverju það er,“ segir Guðmundur. „Síðan er riðillinn sem við mætum í 16-liða úrslitunum mjög sterkur og þar eru mörg frábær lið - Ísland þar á meðal. Þetta er því löng og ströng leið og maður vill ekki fara of langt fram úr sér. En við stefnum hátt og sjáum svo hvað setur.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrnu á Englandi Sport „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira