Hefur leitað að íslenskri móður sinni í 20 ár Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2015 21:59 Jonathan Roth ásamt dóttur sinni. Jonathan Roth fæddist í New Jersey í Bandaríkjunum árið 1958. Hann leitar nú að íslenskri móður sinni með hjálp Íslendinga á austurströnd Bandaríkjanna, en hún kom til Bandaríkjanna sama ár og hún eignaðist Jonathan, þá 18 ára gömul. Hún gaf hann til ættleiðingar og er talið að hún hafi svo farið aftur til Íslands.Click here for an English version „Já, þetta datt eiginlega svona í kjöltuna á okkur og ég hreinlega man ekki hvernig við komumst upphaflega í samband við hann,“ segir Guðni Gunnarsson, Íslendingur sem búsettur er í Washington DC, og er einn af þeim sem hafa verið að hjálpa Jonathan við leitina.Helstu upplýsingar í gröfina „Jonathan pældi ekki mikið í því að hafa upp á móður sinni fyrr en hann eignaðist sjálfur konu og börn. Hann byrjaði því sjálfur að leita fyrir 20 árum en komst lítið áfram. Þá voru auðvitað ekki til allir þessir samfélagsmiðar sem við höfum í dag. Kjörmóðir hans lést svo þegar hann var 11 ára gamall og hún vissi meira um blóðmóður hans en faðir hans. Hún tók því eiginlega allar upplýsingar með sér í gröfina,“ segir Guðni. Það er því lítið vitað um íslenska móður Jonathans og ættleiðinguna sjálfa en þó eitthvað.Sjá einnig:Átti eina mynd af föður sínum „Það er sem sagt maður sem tengist afa Jonathans sem hefur milligöngu um það að koma móður hans og kjörforeldrum saman. Þessi maður vissi af íslenskri stúlku sem bjó hjá vinkonu sinni, annað hvort í New York eða New Jersey og hann vissi að hún var ólétt. Hann kemur henni saman við kjörforeldra Jonathans sem gátu ekki eignast börn.“Ekki hlaupið að því að fá aðgang að ættleiðingarskjölunum Guðni segir að faðir Jonathans hafi sagt honum að móðir hans hafi kynnst hermanni á Íslandi sem hafi barnað hana. Hún hafi því farið til Bandaríkjanna að leita að honum en Guðni segir að stúlkan hafi líka getað verið úti í námi eða sem au-pair; það sé í raun ekkert vitað hvers vegna hún var í Bandaríkjunum.Sjá einnig:Íslensk stúlka leitar uppruna síns Jonathan hefur náð að hafa upp á fæðingarvottorði sínu sem sýnir að hann fæddist í bænum Camden í New Jersey en Guðni segir að það sé erfitt að hafa upp á ættleiðingarskjölunum. „Þessi íslenska stúlka fer sem sagt til New York ásamt frænda Jonathans og á lögfræðiskrifstofu í borginni skrifar hún undir ættleiðingarskjöl. Það er hins vegar þannig að ættleiðingarpappírar eru ekki fyrir alla, þetta eru læst skjöl, svo Jonathan hefur ekki getað nálgast þau.“Á fáa ættingja Aðspurður hvers vegna þau séu ekki aðgengileg segir Guðni það vera vegna þess að ekki var alltaf farið að lögum og reglum varðandi ættleiðingar í New York á þessum tíma. Meðal annars hafi einn af fylkisstjórum ríkisins á þessum tíma verið bendlaður við ólöglegar ættleiðingar.Sjá einnig:Íslensk stúlka leitar ömmu sinnar í Túnis Guðni segir að Jonathan vilji gjarnan hafa uppi á íslenskri móður sinni sem væri um 75 ára aldurinn ef hún er á lífi. „Hann á litla fjölskyldu hér, konu og tvö börn, en engin systkini. Honum þætti því gaman að vita hvort hann eigi fjölskyldu á Íslandi, hvort hann eigi móður og/eða systkini á lífi.“ Ef einhverjir geta aðstoðað Jonathan við leit hans að móður sinni má senda tölvupóst á netfangið 58camden@gmail.com. Þá má nálgast enska útgáfu af fréttinni hér. Tengdar fréttir Íslensk stelpa leitar uppruna síns - Óskar eftir aðstoð almennings "Núna geng ég með annað barn mitt. Þess vegna fór ég að velta þessu fyrir mér. Hver er uppruninn? Hver er hinn helmingurinn?“ 14. apríl 2014 20:12 Fertug fann föður sinn - „Með pakka af vasaklútum við höndina“ „Ég hélt því að hann byggi í Bandaríkjunum og þar leitaði ég hans,“ segir Nanna Ósk Jónsdóttir sem hefur leitað pabba síns síðan hún var 15 ára og fann hann loks í gegnum Facebook. 30. apríl 2014 16:40 Íslensk stúlka leitar ömmu sinnar í Túnis Þórdís Nadia Semichat er í starfsnámi í Túnisborg þar sem föðuramma hennar býr, en þær hafa aldrei hist. 4. febrúar 2014 20:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Jonathan Roth fæddist í New Jersey í Bandaríkjunum árið 1958. Hann leitar nú að íslenskri móður sinni með hjálp Íslendinga á austurströnd Bandaríkjanna, en hún kom til Bandaríkjanna sama ár og hún eignaðist Jonathan, þá 18 ára gömul. Hún gaf hann til ættleiðingar og er talið að hún hafi svo farið aftur til Íslands.Click here for an English version „Já, þetta datt eiginlega svona í kjöltuna á okkur og ég hreinlega man ekki hvernig við komumst upphaflega í samband við hann,“ segir Guðni Gunnarsson, Íslendingur sem búsettur er í Washington DC, og er einn af þeim sem hafa verið að hjálpa Jonathan við leitina.Helstu upplýsingar í gröfina „Jonathan pældi ekki mikið í því að hafa upp á móður sinni fyrr en hann eignaðist sjálfur konu og börn. Hann byrjaði því sjálfur að leita fyrir 20 árum en komst lítið áfram. Þá voru auðvitað ekki til allir þessir samfélagsmiðar sem við höfum í dag. Kjörmóðir hans lést svo þegar hann var 11 ára gamall og hún vissi meira um blóðmóður hans en faðir hans. Hún tók því eiginlega allar upplýsingar með sér í gröfina,“ segir Guðni. Það er því lítið vitað um íslenska móður Jonathans og ættleiðinguna sjálfa en þó eitthvað.Sjá einnig:Átti eina mynd af föður sínum „Það er sem sagt maður sem tengist afa Jonathans sem hefur milligöngu um það að koma móður hans og kjörforeldrum saman. Þessi maður vissi af íslenskri stúlku sem bjó hjá vinkonu sinni, annað hvort í New York eða New Jersey og hann vissi að hún var ólétt. Hann kemur henni saman við kjörforeldra Jonathans sem gátu ekki eignast börn.“Ekki hlaupið að því að fá aðgang að ættleiðingarskjölunum Guðni segir að faðir Jonathans hafi sagt honum að móðir hans hafi kynnst hermanni á Íslandi sem hafi barnað hana. Hún hafi því farið til Bandaríkjanna að leita að honum en Guðni segir að stúlkan hafi líka getað verið úti í námi eða sem au-pair; það sé í raun ekkert vitað hvers vegna hún var í Bandaríkjunum.Sjá einnig:Íslensk stúlka leitar uppruna síns Jonathan hefur náð að hafa upp á fæðingarvottorði sínu sem sýnir að hann fæddist í bænum Camden í New Jersey en Guðni segir að það sé erfitt að hafa upp á ættleiðingarskjölunum. „Þessi íslenska stúlka fer sem sagt til New York ásamt frænda Jonathans og á lögfræðiskrifstofu í borginni skrifar hún undir ættleiðingarskjöl. Það er hins vegar þannig að ættleiðingarpappírar eru ekki fyrir alla, þetta eru læst skjöl, svo Jonathan hefur ekki getað nálgast þau.“Á fáa ættingja Aðspurður hvers vegna þau séu ekki aðgengileg segir Guðni það vera vegna þess að ekki var alltaf farið að lögum og reglum varðandi ættleiðingar í New York á þessum tíma. Meðal annars hafi einn af fylkisstjórum ríkisins á þessum tíma verið bendlaður við ólöglegar ættleiðingar.Sjá einnig:Íslensk stúlka leitar ömmu sinnar í Túnis Guðni segir að Jonathan vilji gjarnan hafa uppi á íslenskri móður sinni sem væri um 75 ára aldurinn ef hún er á lífi. „Hann á litla fjölskyldu hér, konu og tvö börn, en engin systkini. Honum þætti því gaman að vita hvort hann eigi fjölskyldu á Íslandi, hvort hann eigi móður og/eða systkini á lífi.“ Ef einhverjir geta aðstoðað Jonathan við leit hans að móður sinni má senda tölvupóst á netfangið 58camden@gmail.com. Þá má nálgast enska útgáfu af fréttinni hér.
Tengdar fréttir Íslensk stelpa leitar uppruna síns - Óskar eftir aðstoð almennings "Núna geng ég með annað barn mitt. Þess vegna fór ég að velta þessu fyrir mér. Hver er uppruninn? Hver er hinn helmingurinn?“ 14. apríl 2014 20:12 Fertug fann föður sinn - „Með pakka af vasaklútum við höndina“ „Ég hélt því að hann byggi í Bandaríkjunum og þar leitaði ég hans,“ segir Nanna Ósk Jónsdóttir sem hefur leitað pabba síns síðan hún var 15 ára og fann hann loks í gegnum Facebook. 30. apríl 2014 16:40 Íslensk stúlka leitar ömmu sinnar í Túnis Þórdís Nadia Semichat er í starfsnámi í Túnisborg þar sem föðuramma hennar býr, en þær hafa aldrei hist. 4. febrúar 2014 20:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Íslensk stelpa leitar uppruna síns - Óskar eftir aðstoð almennings "Núna geng ég með annað barn mitt. Þess vegna fór ég að velta þessu fyrir mér. Hver er uppruninn? Hver er hinn helmingurinn?“ 14. apríl 2014 20:12
Fertug fann föður sinn - „Með pakka af vasaklútum við höndina“ „Ég hélt því að hann byggi í Bandaríkjunum og þar leitaði ég hans,“ segir Nanna Ósk Jónsdóttir sem hefur leitað pabba síns síðan hún var 15 ára og fann hann loks í gegnum Facebook. 30. apríl 2014 16:40
Íslensk stúlka leitar ömmu sinnar í Túnis Þórdís Nadia Semichat er í starfsnámi í Túnisborg þar sem föðuramma hennar býr, en þær hafa aldrei hist. 4. febrúar 2014 20:30