Flutningur Fiskistofu ekki á áætlun Hjörtur Hjartarson skrifar 15. janúar 2015 19:45 Fiskistofustjóri segir nær öruggt að stofnunin muni ekki taka til starfa á Akureyri næsta sumar eins og stefnt var að, miðað við stöðu mála í dag. Ekki er eining innan Sjálfstæðisflokksins um að veita sjávarútvegsráðherra lagaheimild til að flytja Fiskistofu sem gæti leitt til þess að falla verði frá áformunum. Áætlað var að höfuðstöðvar Fiskistofu yrðu fluttar til Akureyra fyrir 1.júlí næstkomandi og að flutningum yrði lokið 1.janúar. Ljóst þykir að þessar tímasetningar munu tæplegast standa. „Það liggur þannig í því að ráðherra hefur ekki tekið hinu formlegu ákvörðun um að flytja stofnunina enda hafa ekki verið samþykkt lög sem heimila flutninginn þannig að lagalega óvissan er til staðar,“ segir Eyþór Björnsson, Fiskistofustjóri.„Það að tímaramminn standist ekki, gefur það til kynna að þínu mati að eitthvað geti breyst með þessa flutninga?“„Ég get ekki lesið neitt slíkt út úr þessu. Ég fékk ákveðið verkefni í hendurnar síðastliðið sumar og ég hef ekki fengið nein fyrirmæli um að það sé að breytast.“Eyþór Björnsson, FiskistofustjóriSjávarútvegsráðherra vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag en í skriflegu svari segir að dregist hafi að eyða óvissunni sem ríkir um lagaheimild ráðherra. Tímalínan kunni að breytast en að öðru leyti séu áformin óbreytt. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fjölmargir stjórnarliðar úr röðum Sjálfstæðisflokksins rætt við starfsmenn Fiskistofu og lofað þeim að barist verði gegn flutningnum með kjafti og klóm. Lítið fór hinsvegar fyrir þessum loforðum í desember þegar fjárlögin voru afgreidd. Allir viðstaddir stjórnarliðar greiddu nefnilega atkvæði með tillögu um að veita 130 milljónum króna í flutning stofnunarinnar. „Það má kannski segja að það sé ekki alveg í rökrænu samhengi en þetta er einungis heimildarákvæði og það kann að vera að það sé hægt að nota þessa heimild til annarra hluta innan Fiskistofu,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður SjálfstæðisflokksinsFréttastofa ræddi við nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokksins í dag og allir sögðust þeir ætla að leggjast gegn því að fiskistofa verði flutt frá Hafnarfirði. „Ég tel að sú framkoma sem ráðherra hefur sýnt starfsfólki Fiskistofu sé ekki með þeim hætti að hægt sé að samþykkja. Og það að slengja þessu fram án nokkurs undirbúnings, án nokkurs rökstuðnings og án nokkurrar greiningar, get ég ekki fallist á,“ segir Vilhjálmur. Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fiskistofustjóri segir nær öruggt að stofnunin muni ekki taka til starfa á Akureyri næsta sumar eins og stefnt var að, miðað við stöðu mála í dag. Ekki er eining innan Sjálfstæðisflokksins um að veita sjávarútvegsráðherra lagaheimild til að flytja Fiskistofu sem gæti leitt til þess að falla verði frá áformunum. Áætlað var að höfuðstöðvar Fiskistofu yrðu fluttar til Akureyra fyrir 1.júlí næstkomandi og að flutningum yrði lokið 1.janúar. Ljóst þykir að þessar tímasetningar munu tæplegast standa. „Það liggur þannig í því að ráðherra hefur ekki tekið hinu formlegu ákvörðun um að flytja stofnunina enda hafa ekki verið samþykkt lög sem heimila flutninginn þannig að lagalega óvissan er til staðar,“ segir Eyþór Björnsson, Fiskistofustjóri.„Það að tímaramminn standist ekki, gefur það til kynna að þínu mati að eitthvað geti breyst með þessa flutninga?“„Ég get ekki lesið neitt slíkt út úr þessu. Ég fékk ákveðið verkefni í hendurnar síðastliðið sumar og ég hef ekki fengið nein fyrirmæli um að það sé að breytast.“Eyþór Björnsson, FiskistofustjóriSjávarútvegsráðherra vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag en í skriflegu svari segir að dregist hafi að eyða óvissunni sem ríkir um lagaheimild ráðherra. Tímalínan kunni að breytast en að öðru leyti séu áformin óbreytt. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fjölmargir stjórnarliðar úr röðum Sjálfstæðisflokksins rætt við starfsmenn Fiskistofu og lofað þeim að barist verði gegn flutningnum með kjafti og klóm. Lítið fór hinsvegar fyrir þessum loforðum í desember þegar fjárlögin voru afgreidd. Allir viðstaddir stjórnarliðar greiddu nefnilega atkvæði með tillögu um að veita 130 milljónum króna í flutning stofnunarinnar. „Það má kannski segja að það sé ekki alveg í rökrænu samhengi en þetta er einungis heimildarákvæði og það kann að vera að það sé hægt að nota þessa heimild til annarra hluta innan Fiskistofu,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður SjálfstæðisflokksinsFréttastofa ræddi við nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokksins í dag og allir sögðust þeir ætla að leggjast gegn því að fiskistofa verði flutt frá Hafnarfirði. „Ég tel að sú framkoma sem ráðherra hefur sýnt starfsfólki Fiskistofu sé ekki með þeim hætti að hægt sé að samþykkja. Og það að slengja þessu fram án nokkurs undirbúnings, án nokkurs rökstuðnings og án nokkurrar greiningar, get ég ekki fallist á,“ segir Vilhjálmur.
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira