Hetjan úr kosher versluninni fær ríkisborgararétt Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2015 18:03 Lassana Bathily er 24 ára og var starfsmaður verslunarinnar þar sem hryðjuverkamaðurinn Amedy Coulibaly réðst til atlögu á föstudaginn. Vísir/AFP Fleiri hundruð þúsund kröfðust þess að Lassana Bathily fengi franskan ríkisborgararétt eftir hetjudáð sína í tengslum við hryðjuverkaárásirnar í París í síðustu viku. Innanríkisráðherra landsins hefur nú orðið við þeim kröfum. Ráðherrann Bernard Cazeneuve tilkynnti nú síðdegis að Bathily komi til með að fá ríkisborgararétt við sérstaka athöfn í næstu viku. Bathilys bjargaði fjölda manns á föstudaginn í kosher matvöruversluninni í Porte de Vincennes í austurhluta Parísar þegar hryðjuverkamaðurinn Amedy Coulibaly hélt þar fjölda fólks í gíslingu. Margir hafa lýst viðbrögðum Bathily sem hetjudáð. Bathily var starfsmaður í versluninni og opnaði kælirými verslunarinnar þegar Coulibaly réðst til inngöngu. Fimmtán viðskiptavinir verslunarinnar gátu þá falið sig í kælinum, á sama tíma og Coulibaly hélt fjölda manns í gíslingu. Að því loknu gat Bathily smyglað sér út úr versluninni og komið skilaboðum til lögreglu um hvernig væri umhorfs í versluninni til að áhlaup lögreglu yrði eins vel heppnað og hugsast gat. Eftir að honum hafði tekist að flýja úr versluninni setti lögregla hann fyrst í handjárn þar sem grunur lék á að hann væri vitorðsmaður Coulibaly en gat síðar aðstoðað lögreglu með þeim upplýsingum sem hann bjó yfir. Francois Hollande Frakklandsforseti ræddi við Bathily á sunnudaginn og þakkaði honum fyrir hans framlag. Coulibaly var sá eini sem lét lífið í áhlaupi lögreglu en hann hafi þá þegar myrt fjóra í versluninni.Í frétt sænska ríkissjónvarpsins segir að stofnunin CRAN (Conseil représentatif des associations noires de France) hóf um helgina herferð þar sem þess var krafist að Bathily yrði veittur ríkisborgararéttur. Bathily er 24 ára Malímaður sem sótti um franskan ríkisborgararétt á síðasta ári. Hann var lengi án pappíra en fékk að lokum starf í kosher versluninni í austurhluta Parísar. „Já, ég hjálpaði gyðingum. Við erum bræður. Þetta snýst ekki um gyðinga, kristna eða múslíma. Við erum allir í sama báti,“ sagði Bathily í sjónvarpsviðtali, en hann er sjálfur múslími. Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Fleiri hundruð þúsund kröfðust þess að Lassana Bathily fengi franskan ríkisborgararétt eftir hetjudáð sína í tengslum við hryðjuverkaárásirnar í París í síðustu viku. Innanríkisráðherra landsins hefur nú orðið við þeim kröfum. Ráðherrann Bernard Cazeneuve tilkynnti nú síðdegis að Bathily komi til með að fá ríkisborgararétt við sérstaka athöfn í næstu viku. Bathilys bjargaði fjölda manns á föstudaginn í kosher matvöruversluninni í Porte de Vincennes í austurhluta Parísar þegar hryðjuverkamaðurinn Amedy Coulibaly hélt þar fjölda fólks í gíslingu. Margir hafa lýst viðbrögðum Bathily sem hetjudáð. Bathily var starfsmaður í versluninni og opnaði kælirými verslunarinnar þegar Coulibaly réðst til inngöngu. Fimmtán viðskiptavinir verslunarinnar gátu þá falið sig í kælinum, á sama tíma og Coulibaly hélt fjölda manns í gíslingu. Að því loknu gat Bathily smyglað sér út úr versluninni og komið skilaboðum til lögreglu um hvernig væri umhorfs í versluninni til að áhlaup lögreglu yrði eins vel heppnað og hugsast gat. Eftir að honum hafði tekist að flýja úr versluninni setti lögregla hann fyrst í handjárn þar sem grunur lék á að hann væri vitorðsmaður Coulibaly en gat síðar aðstoðað lögreglu með þeim upplýsingum sem hann bjó yfir. Francois Hollande Frakklandsforseti ræddi við Bathily á sunnudaginn og þakkaði honum fyrir hans framlag. Coulibaly var sá eini sem lét lífið í áhlaupi lögreglu en hann hafi þá þegar myrt fjóra í versluninni.Í frétt sænska ríkissjónvarpsins segir að stofnunin CRAN (Conseil représentatif des associations noires de France) hóf um helgina herferð þar sem þess var krafist að Bathily yrði veittur ríkisborgararéttur. Bathily er 24 ára Malímaður sem sótti um franskan ríkisborgararétt á síðasta ári. Hann var lengi án pappíra en fékk að lokum starf í kosher versluninni í austurhluta Parísar. „Já, ég hjálpaði gyðingum. Við erum bræður. Þetta snýst ekki um gyðinga, kristna eða múslíma. Við erum allir í sama báti,“ sagði Bathily í sjónvarpsviðtali, en hann er sjálfur múslími.
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira