Útsendarar Amnesty hafa rætt við fjölda fólks sem lifði árásina af og aðra sem flúðu undun Boko Haram.
Mannréttindasamtökin segja frá vitnisburði manns sem sagði vígamennina hafa skotið á allt og alla. Menn konur og börn og jafnvel skotið konu sem var í miðjum hríðum. „Drengurinn var kominn hálfur út.“ Maður á sextugsaldri sem Amnesty ræddi við faldi sig í runna og hann segist hafa séð um hundrað manns drepin áður en vígamenn fundu hann.
Vígamennirnir eltu upp fjölda þeirra sem flúðu og ein kona sem Amnesty ræddi við sagði að um 300 konum hefði verið haldið föngnum í yfirgefnum skóla. „Þeir slepptu eldri konum, mæðrum og flestum börnunum eftir fjóra daga, en þeir eru enn með ungu konurnar í haldi.“
Sjá einnig: Óttast að yfir 2.000 hafi fallið í vikunni.

Human Rights Watch segir frá því að áætluð tala látinna sé allt frá tólf manns upp í tvö þúsund.
Herinn segir þó ekkert til í að tala látinna hafi náð tvö þúsund og segir að 150 hafi fallið.

„Það sem þeir hafa gert er glæpur gegn mankyninu og ekkert minna. Þetta er gífurlega viðbjóðsleg slátrun á saklausu fólki og Boko Haram ógna ekki einungis Nígeríu og nærliggjandi svæðum, heldur gildum okkar,“ sagði Kerry.