„Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. janúar 2015 10:48 „Ég var bara eins og hver annar 26 ára karlmaður,” svaraði ökumaðurinn í samhengi við fyrri brot sín. Vísir/GVA Aðalmeðferð hófst í máli embættis ríkissaksóknara gegn 34 ára karlmanni í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun sem sakaður er um að hafa orðið valdur að alvarlegu bílslysi við Reykjanesbraut í Hafnarfirði í mars 2012 og stefnt lífi fjögurra farþega í hættu. Manninum er gefið að sök að hafa sest ölvaður undir stýri, ekið langt umfram leyfilegan hámarkshraða og „þar með stofnað á ófyrirleitin hátt lífi farþega og annarra vegfaranda í verulega hættu,“ eins og segir í ákæru. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. Réttarhaldið hófst á að bótakröfum þeirra sem slösuðust í slysinu var vísað frá í einkameðferð. Því næst var ökumaðurinn beðinn um að gera grein fyrir atburðum þessa kvölds í mars árið 2012, en honum er gefið að sök að hafa ekið bíl sínum eftir Reykjanesbrautinni á 178 kílómetra hraða, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80 kílómetra á klukkustund.Sjá einnig:Farþegi varanlega lamaður eftir bílveltu Ökumaðurinn sagði félaga sinn hafa hringt í hann fyrr um kvöldið. Sá átti afmæli og vantaði far í bæinn. Hann hafði verið í gleðskap í Hafnarfirði og bauðst ökumaðurinn til að aka þeim.Segir minni sitt mjög lélegt „Þegar ég var kominn í partí til þeirra fattaði ég að ég gleymdi símanum mínum. Ég kem við heima svo erum við að koma til baka þá missi ég stjórn á bílnum á Reykjanesbrautinni og ég man ekki meir. Ég hlaut heilablæðingu í þessu slysi. Minnið hjá mér hefur verið mjög lélegt og ég man ekki eftir neinu í þessu slysi,” sagði ökumaðurinn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Saksóknari spurði manninn hvort það væri rétt að hann hefði komið við á bensínstöð og tekið þar bensín og svaraði ökumaðurinn því játandi. Hann neitar því að hafa verið ölvaður þegar slysið átti sér stað og að áfengismagn í blóði hafi mælst 1,4 prómil. Þá er honum gefið að sök að hafa verið á ofsahraða en hann neitar því einnig. „Nei, ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða,” sagði ökumaðurinn. Þegar hann var minntur á að hafa tjáð í upphafi máls að hann muni ekki mikið eftir atburðinum sagðist hann muna eftir einu „mómenti”. „Þá var ég búinn að missa stjórn á bílnum.”Bíllinn óökuhæfur Niðurstaða matsmanna var sú að bifreið hans hefði verið í óökuhæfu ástandi. Bremsudiskarnir hefðu verið í slæmu ástandi og ástand hjólbarða ekki gott. Ökumaðurinn sagðist hafa átt bílinn, sem er árgerð 2004, í nokkra mánuði og þegar hann keypti bílinn hafði hann verið ástandsskoðaður í Bílabúð Benna, þar sem hann hefði verið lagfærður. Ökumaðurinn sagðist hafa skipt um dekk og felgu fyrr um daginn eftir að hafa ekið á vegkannt. Saksóknari spurði hvort farþegar bílsins vissu hvort hann hefði verið drukkinn. Ökumaðurinn tók fram að hann hefði ekki verið drukkinn og farþegum hefði átt að vera það ljóst því þeir hefðu átt í samskiptum við hann. Þegar saksóknari hafði lokið máli sínu spurði dómari málsins ökumanninn spurningar. Hann minnti hann á að áfengismagn í blóði hans hefði mælst all mikið og spurði hvort hann hefði neytt áfengis kvöldið áður og svaraði ökumaðurinn því neitandi.„Ekki voðalega valkvætt“ Athygli vakti í dómssal í morgun að ekkert þeirra vitna sem boðað hafði verið var mætt. Þá höfðu engin forföll verið kynnt. Arngrímur Ísberg dómari brá á það ráð að hringja í fyrsta vitnið og náði af honum tali. Vitnið bar fyrir sig að það kæmist ekki. „Kemstu ekki? Það er ekki voðalega valkvætt,“ sagði Arngrímur við vitnið í símann og gaf honum fimm til tíu mínútur til að mæta. Hlé var gert á aðalmeðferð á meðan.Telur hálku um að kenna Þá fór dómari yfir það að talið sé að bifreiðinni hefði verið ekið á 178 kílómetra hraða. „Ég hafna því, ég tel mig hafa verið á löglegum hraða, 80 til 90,” svaraði ökumaðurinn. Dómarinn sagðist hafa skoðað myndir frá vettvangi slyssins og þá virðist vera að bíllinn hafi verið á allmikilli ferð. Hann hefði endað utan vegar eftir að hafa farið á ljósastaur og oltið. „Hver eru orsökin fyrir þessu,” spurði dómarinn ökumanninn. „Ég missti stjórn á bílnum. Það er talið að ég hafi verið í hálku og það sé ástæðan fyrir þessu,” svaraði ökumaðurinn. Dómarinn spurði hvort afleiðingarnar hefðu verið svo miklar hefði hann ekið á 80-90. „Ég hef enga reynslu af þessu en það var það sem gerðist,” svaraði ökumaðurinn og tók dómarinn þá fram að hann vissi það ekki heldur, hann væri bara að spyrja.„Líf mitt kúveltist“ Þá spurði saksóknari ökumanninn hvort ökumaðurinn hefði átt við áfengisvanda að striða og rakti að ökumaðurinn hefði þrisvar hlotið refsingu fyrir ölvunarakstur. Ökumaður sagðist hafa átt erftt eftir slysið. „Líf mitt kúveltist. Ég missti vinnuna og er búinn að vera óvinnufær eftir slysið.” Saksóknari spurði ökumanninn hvort hann hefði átt við áfengisvandamál að stríða fyrir slysið en ökumaðurinn taldi svo ekki vera. „Ég var tekinn undir áhrifum en ekkert í líkindum við það sem átti sér stað eftir slysið,” svaraði ökumaðurinn. Saksóknarinn sagði að miðað við sakaskrá þá megi draga þá ályktun að sá sem er tekinn þrisvar fyrir ölvunarakstur eigi við vandamál að stríða. „Ég var bara eins og hver annar 26 ára karlmaður,” svaraði ökumaðurinn í samhengi við þau skipti þegar hann var tekinn fyrir ölvunarakstur. Saksóknari sagði að ekki væru allir með dóma fyrir ölvunarakstur þó þeir hafi smakkað áfengi en ökumaðurinn sagðist bara hafa verið að lýsa sínu ástandi. Þá sagðist ökumaðurinn hafa farið í áfengismeðferð nokkrum mánuðum eftir umrætt slys vegna þess að hann hafði misst stjórn á áfengisneyslunni eftir það. Þá sagðist hann hafa farið í meðferð einu sinni áður nokkrum árum fyrir slysið en átti erfitt með að muna hvenær.Farþegarnir muna lítið Fjögur vitni hafa verið kölluð fyrir dóm og voru þau öll í bíl ökumannsins. Vitnin höfðu verið í afmælisfögnuði frá því snemma um daginn sem slysið átti sér stað og var áfengi við hönd. Þegar líða tók á kvöldið hafði stefnan verið tekin niður í miðbæ Reykjavíkur. Vitnin áttu erfitt með að muna eftir slysinu. Eitt þeirra sagði þó að ökumaðurinn hefði líklega ekið bifreiðinni hraðar en á leyfilegum hámarkshraða og tók mið af því að bílnum hefði verið ekið fram úr nokkrum bifreiðum. Þá sögðust vitnin ekki hafa séð áfengi á ökumanninum og sagði eitt vitnanna að ökumaðurinn hefði tjáð því að hann „væri ekki að drekka” umrætt kvöld. Tengdar fréttir Drukkinn á 178 km hraða: Farþegi varanlega lamaður eftir bílveltu Ríkissaksóknari höfðar nú mál á hendur 34 ára karlmanni sem gefið er að sök að hafa sest ölvaður undir stýri, ekið langt umfram leyfilegan hámarkshraða og þar með stofnað á ófyrirleitin hátt lífi farþega og annarra vegfaranda í verulega hættu. 14. október 2014 09:56 Tveir alvarlega slasaðir eftir bílslys á Reykjanesbraut Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, við kirkjugarðinn, um miðnætti á laugardagskvöld. 6. mars 2012 17:46 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Aðalmeðferð hófst í máli embættis ríkissaksóknara gegn 34 ára karlmanni í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun sem sakaður er um að hafa orðið valdur að alvarlegu bílslysi við Reykjanesbraut í Hafnarfirði í mars 2012 og stefnt lífi fjögurra farþega í hættu. Manninum er gefið að sök að hafa sest ölvaður undir stýri, ekið langt umfram leyfilegan hámarkshraða og „þar með stofnað á ófyrirleitin hátt lífi farþega og annarra vegfaranda í verulega hættu,“ eins og segir í ákæru. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. Réttarhaldið hófst á að bótakröfum þeirra sem slösuðust í slysinu var vísað frá í einkameðferð. Því næst var ökumaðurinn beðinn um að gera grein fyrir atburðum þessa kvölds í mars árið 2012, en honum er gefið að sök að hafa ekið bíl sínum eftir Reykjanesbrautinni á 178 kílómetra hraða, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80 kílómetra á klukkustund.Sjá einnig:Farþegi varanlega lamaður eftir bílveltu Ökumaðurinn sagði félaga sinn hafa hringt í hann fyrr um kvöldið. Sá átti afmæli og vantaði far í bæinn. Hann hafði verið í gleðskap í Hafnarfirði og bauðst ökumaðurinn til að aka þeim.Segir minni sitt mjög lélegt „Þegar ég var kominn í partí til þeirra fattaði ég að ég gleymdi símanum mínum. Ég kem við heima svo erum við að koma til baka þá missi ég stjórn á bílnum á Reykjanesbrautinni og ég man ekki meir. Ég hlaut heilablæðingu í þessu slysi. Minnið hjá mér hefur verið mjög lélegt og ég man ekki eftir neinu í þessu slysi,” sagði ökumaðurinn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Saksóknari spurði manninn hvort það væri rétt að hann hefði komið við á bensínstöð og tekið þar bensín og svaraði ökumaðurinn því játandi. Hann neitar því að hafa verið ölvaður þegar slysið átti sér stað og að áfengismagn í blóði hafi mælst 1,4 prómil. Þá er honum gefið að sök að hafa verið á ofsahraða en hann neitar því einnig. „Nei, ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða,” sagði ökumaðurinn. Þegar hann var minntur á að hafa tjáð í upphafi máls að hann muni ekki mikið eftir atburðinum sagðist hann muna eftir einu „mómenti”. „Þá var ég búinn að missa stjórn á bílnum.”Bíllinn óökuhæfur Niðurstaða matsmanna var sú að bifreið hans hefði verið í óökuhæfu ástandi. Bremsudiskarnir hefðu verið í slæmu ástandi og ástand hjólbarða ekki gott. Ökumaðurinn sagðist hafa átt bílinn, sem er árgerð 2004, í nokkra mánuði og þegar hann keypti bílinn hafði hann verið ástandsskoðaður í Bílabúð Benna, þar sem hann hefði verið lagfærður. Ökumaðurinn sagðist hafa skipt um dekk og felgu fyrr um daginn eftir að hafa ekið á vegkannt. Saksóknari spurði hvort farþegar bílsins vissu hvort hann hefði verið drukkinn. Ökumaðurinn tók fram að hann hefði ekki verið drukkinn og farþegum hefði átt að vera það ljóst því þeir hefðu átt í samskiptum við hann. Þegar saksóknari hafði lokið máli sínu spurði dómari málsins ökumanninn spurningar. Hann minnti hann á að áfengismagn í blóði hans hefði mælst all mikið og spurði hvort hann hefði neytt áfengis kvöldið áður og svaraði ökumaðurinn því neitandi.„Ekki voðalega valkvætt“ Athygli vakti í dómssal í morgun að ekkert þeirra vitna sem boðað hafði verið var mætt. Þá höfðu engin forföll verið kynnt. Arngrímur Ísberg dómari brá á það ráð að hringja í fyrsta vitnið og náði af honum tali. Vitnið bar fyrir sig að það kæmist ekki. „Kemstu ekki? Það er ekki voðalega valkvætt,“ sagði Arngrímur við vitnið í símann og gaf honum fimm til tíu mínútur til að mæta. Hlé var gert á aðalmeðferð á meðan.Telur hálku um að kenna Þá fór dómari yfir það að talið sé að bifreiðinni hefði verið ekið á 178 kílómetra hraða. „Ég hafna því, ég tel mig hafa verið á löglegum hraða, 80 til 90,” svaraði ökumaðurinn. Dómarinn sagðist hafa skoðað myndir frá vettvangi slyssins og þá virðist vera að bíllinn hafi verið á allmikilli ferð. Hann hefði endað utan vegar eftir að hafa farið á ljósastaur og oltið. „Hver eru orsökin fyrir þessu,” spurði dómarinn ökumanninn. „Ég missti stjórn á bílnum. Það er talið að ég hafi verið í hálku og það sé ástæðan fyrir þessu,” svaraði ökumaðurinn. Dómarinn spurði hvort afleiðingarnar hefðu verið svo miklar hefði hann ekið á 80-90. „Ég hef enga reynslu af þessu en það var það sem gerðist,” svaraði ökumaðurinn og tók dómarinn þá fram að hann vissi það ekki heldur, hann væri bara að spyrja.„Líf mitt kúveltist“ Þá spurði saksóknari ökumanninn hvort ökumaðurinn hefði átt við áfengisvanda að striða og rakti að ökumaðurinn hefði þrisvar hlotið refsingu fyrir ölvunarakstur. Ökumaður sagðist hafa átt erftt eftir slysið. „Líf mitt kúveltist. Ég missti vinnuna og er búinn að vera óvinnufær eftir slysið.” Saksóknari spurði ökumanninn hvort hann hefði átt við áfengisvandamál að stríða fyrir slysið en ökumaðurinn taldi svo ekki vera. „Ég var tekinn undir áhrifum en ekkert í líkindum við það sem átti sér stað eftir slysið,” svaraði ökumaðurinn. Saksóknarinn sagði að miðað við sakaskrá þá megi draga þá ályktun að sá sem er tekinn þrisvar fyrir ölvunarakstur eigi við vandamál að stríða. „Ég var bara eins og hver annar 26 ára karlmaður,” svaraði ökumaðurinn í samhengi við þau skipti þegar hann var tekinn fyrir ölvunarakstur. Saksóknari sagði að ekki væru allir með dóma fyrir ölvunarakstur þó þeir hafi smakkað áfengi en ökumaðurinn sagðist bara hafa verið að lýsa sínu ástandi. Þá sagðist ökumaðurinn hafa farið í áfengismeðferð nokkrum mánuðum eftir umrætt slys vegna þess að hann hafði misst stjórn á áfengisneyslunni eftir það. Þá sagðist hann hafa farið í meðferð einu sinni áður nokkrum árum fyrir slysið en átti erfitt með að muna hvenær.Farþegarnir muna lítið Fjögur vitni hafa verið kölluð fyrir dóm og voru þau öll í bíl ökumannsins. Vitnin höfðu verið í afmælisfögnuði frá því snemma um daginn sem slysið átti sér stað og var áfengi við hönd. Þegar líða tók á kvöldið hafði stefnan verið tekin niður í miðbæ Reykjavíkur. Vitnin áttu erfitt með að muna eftir slysinu. Eitt þeirra sagði þó að ökumaðurinn hefði líklega ekið bifreiðinni hraðar en á leyfilegum hámarkshraða og tók mið af því að bílnum hefði verið ekið fram úr nokkrum bifreiðum. Þá sögðust vitnin ekki hafa séð áfengi á ökumanninum og sagði eitt vitnanna að ökumaðurinn hefði tjáð því að hann „væri ekki að drekka” umrætt kvöld.
Tengdar fréttir Drukkinn á 178 km hraða: Farþegi varanlega lamaður eftir bílveltu Ríkissaksóknari höfðar nú mál á hendur 34 ára karlmanni sem gefið er að sök að hafa sest ölvaður undir stýri, ekið langt umfram leyfilegan hámarkshraða og þar með stofnað á ófyrirleitin hátt lífi farþega og annarra vegfaranda í verulega hættu. 14. október 2014 09:56 Tveir alvarlega slasaðir eftir bílslys á Reykjanesbraut Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, við kirkjugarðinn, um miðnætti á laugardagskvöld. 6. mars 2012 17:46 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Drukkinn á 178 km hraða: Farþegi varanlega lamaður eftir bílveltu Ríkissaksóknari höfðar nú mál á hendur 34 ára karlmanni sem gefið er að sök að hafa sest ölvaður undir stýri, ekið langt umfram leyfilegan hámarkshraða og þar með stofnað á ófyrirleitin hátt lífi farþega og annarra vegfaranda í verulega hættu. 14. október 2014 09:56
Tveir alvarlega slasaðir eftir bílslys á Reykjanesbraut Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, við kirkjugarðinn, um miðnætti á laugardagskvöld. 6. mars 2012 17:46