Alfreð Finnbogason spilaði síðustu fjórtán mínúturnar í kvöld þegar lið hans Real Sociedad datt út úr sextán liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar.
Real Sociedad gerði þá 2-2 jafntefli á heimavelli á móti Villarreal í seinni leik liðanna en Villarreal komst áfram á 1-0 heimasigri í fyrri leiknum. Villarreal vann samanlagt 3-2 og mætir Getafe í átta liða úrslitum.
Alfreð kom inná sem varamaður strax eftir að Esteban Granero jafnaði metin í 2-2.
Villarreal kom bæði í 1-0 og 2-1 í leiknum en þá þurfti Real Sociedad alltaf að skora þrjú mörk til þess að komast áfram. Carlos Vela jafnaði metin í 1-1 á 45. mínútu og jöfnunarmark Esteban Granero kom á 75 mínútu eftir sendingu frá Carlos Vela.
Gerard Moreno skoraði fyrsta mark Villarreal á 27. mínútu og Giovani dos Santos kom liðinu í 2-1 á 73. mínútu.
Alfreð og félagar úr leik í spænska bikarnum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
