Gítargoðsögn stígur á svið með Todmobile Heimir Már Pétursson skrifar 14. janúar 2015 20:30 Sannkallaðir stórtónleikar fyrir rokkunnendur verða í Hörpu á föstudagskvöldið og Hofi á Akureyri á laugardaginn þegar goðsagnarpersónan Steve Hackett gítarleikari Genesis komur fram með Todmobile, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og kórnum Hljómeyki sem flytja bæði lög eftir Genesis og Todmobile. Steve Hackett var í Genesis með þeim Peter Gabriel, Phil Collins, Mike Rutherford og Tony Banks en sveitin er enn í dag ein virtasta og áhrifamesta hljómsveit í heimi. Og það má segja um Steve Hackett að hann sé goðsögn í lifanda lífi.Er að byrði eða kemur það sér vel? „Það er mjög notarlegt að fólk muni eftir manni fyrir það sem ég gerði með Genesis. En þetta er allt það sama fyrir mér, bæði það sem ég gerði með hljómsveitinni og það sem ég hef gert á eigin spýtur. Hljómsveitin er ekki lengur til en tónlist hennar er enn að seljast og hljómsveitin seldi mjög mikið af plötum. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að segja þér hve margar,“ segir Hackett hógvær. En talið er að Genesis hafi selt um 130 milljónir platna. Steve á litríkan feril og hefur spilað bæði rokktónlist og klassíska tónlist eftir að hann yfirgaf Genesis en frægasta plata hljómsbeitarinnar er án efa Selling England by the Pound. „Það er eiginlega uppáhalds platan mín með Genesis. Við gerðum hana árið 1973 og á þeim tíma datt auðvitað engum í hug að hún yrði jafn vinsæl í dag og raun ber vitni. En það er dásamlegt,“ segir Hackett.Hvað ertu að gera með Todmobile? „Ég hef aðeins verið að semja með þeim og spilað aðeins fyrir þau en við hittumst fyrst í gærkvöldi. Við sendum efni fram og til baka á Netinu,“ segir Hackett en hann kemur við sögu í tveimur lögum á síðustu plötu Todmobile. Hann lofar að tónleikarnir í Hörpu og Hofi verði upplifun. „Já, ég held að þetta verði mikil upplifun fyrir okkur öll,“ segir Steve Hackett. Hér fyrir ofan má sjá frétt Stöðvar 2 um væntanlega tónleika Steve Hackett og Todmobile en hér að neðan má sjá viðtal Heimis Más við hann í heild sinni. Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Sjá meira
Sannkallaðir stórtónleikar fyrir rokkunnendur verða í Hörpu á föstudagskvöldið og Hofi á Akureyri á laugardaginn þegar goðsagnarpersónan Steve Hackett gítarleikari Genesis komur fram með Todmobile, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og kórnum Hljómeyki sem flytja bæði lög eftir Genesis og Todmobile. Steve Hackett var í Genesis með þeim Peter Gabriel, Phil Collins, Mike Rutherford og Tony Banks en sveitin er enn í dag ein virtasta og áhrifamesta hljómsveit í heimi. Og það má segja um Steve Hackett að hann sé goðsögn í lifanda lífi.Er að byrði eða kemur það sér vel? „Það er mjög notarlegt að fólk muni eftir manni fyrir það sem ég gerði með Genesis. En þetta er allt það sama fyrir mér, bæði það sem ég gerði með hljómsveitinni og það sem ég hef gert á eigin spýtur. Hljómsveitin er ekki lengur til en tónlist hennar er enn að seljast og hljómsveitin seldi mjög mikið af plötum. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að segja þér hve margar,“ segir Hackett hógvær. En talið er að Genesis hafi selt um 130 milljónir platna. Steve á litríkan feril og hefur spilað bæði rokktónlist og klassíska tónlist eftir að hann yfirgaf Genesis en frægasta plata hljómsbeitarinnar er án efa Selling England by the Pound. „Það er eiginlega uppáhalds platan mín með Genesis. Við gerðum hana árið 1973 og á þeim tíma datt auðvitað engum í hug að hún yrði jafn vinsæl í dag og raun ber vitni. En það er dásamlegt,“ segir Hackett.Hvað ertu að gera með Todmobile? „Ég hef aðeins verið að semja með þeim og spilað aðeins fyrir þau en við hittumst fyrst í gærkvöldi. Við sendum efni fram og til baka á Netinu,“ segir Hackett en hann kemur við sögu í tveimur lögum á síðustu plötu Todmobile. Hann lofar að tónleikarnir í Hörpu og Hofi verði upplifun. „Já, ég held að þetta verði mikil upplifun fyrir okkur öll,“ segir Steve Hackett. Hér fyrir ofan má sjá frétt Stöðvar 2 um væntanlega tónleika Steve Hackett og Todmobile en hér að neðan má sjá viðtal Heimis Más við hann í heild sinni.
Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Sjá meira