997 þúsund ferðamenn heimsóttu Ísland á árinu Kristján Már Unnarsson skrifar 14. janúar 2015 16:30 Erlendir ferðamenn í Reykjavík um jólin. Ferðamönnum til Íslands fjölgaði um 24% milli ára. Fréttablaðið/Andri Marinó Karlsson. Aðeins vantaði 2.444 ferðamenn upp á að sá milljónasti kæmi til landsins á nýliðnu ári. Fjöldi ferðamanna um Keflavíkurflugvöll, Seyðisfjörð og aðra flugvelli var um 997.556 árið 2014 eða um 190 þúsund fleiri ferðamenn en árið 2013. Aukningin milli ára nemur 23,6%. Þetta kemur fram í tölum Ferðamálastofu. „Kannski áhugavert að miðað við meðalfjölda ferðamanna um Leifsstöð á dag þá hefði okkur dugað hlaupár til þess að ná milljóninni," segir Halldór Arinbjarnarson, upplýsingastjóri Ferðamálastofu, í samtali við fréttastofu. Þar fyrir utan eru farþegar með skemmtiferðaskipum en 104.516 farþegar komu til Reykjavíkur með 90 skipum árið 2014, 13,4% fleiri en á árinu 2013 þegar þeir voru um 92 þúsund talsins. Um 96% skemmtiferðaskipa til landsins hafa viðkomu í Reykjavík. Tæplega þrír fjórðu ferðamanna, 73,3%, árið 2014 voru af tíu þjóðernum. Bretar og Bandaríkjamenn voru fjölmennastir eða um þriðjungur allra ferðamanna en þar á eftir komu ferðamenn frá Þýskalandi, Frakklandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Kanada, Hollandi og Kína. Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bretum, Bandaríkjamönnum, Kanadamönnum og Þjóðverjum mest árið 2014. Þannig komu 43.400 fleiri Bretar árið 2014 en árið 2013, 32.400 fleiri Bandaríkjamenn, 14.800 fleiri Kanadamenn og 10.100 fleiri Þjóðverjar. Sé litið til dreifingar ferðamanna eftir árstíðum síðastliðin þrjú ár má sjá að hlutfall ferðamanna utan háannar, það er sumarmánuðanna þriggja, fer hækkandi og var komið í 57,6% árið 2014. Hlutfallsleg aukning utan háannar hefur hins vegar verið mest að vetri til en um 28,9% ferðamanna komu að vetri til árið 2014 en voru 26,9% árið 2013 og 23,6% árið 2012. Tengdar fréttir Milljónasti ferðamaðurinn nær varla til Íslands á árinu Afar tvísýnt er um hvort milljónasti ferðamaðurinn komi til Íslands á þessu ári, nú þegar aðeins tveir sólarhringar eru til áramóta. 29. desember 2014 18:45 Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Aðeins vantaði 2.444 ferðamenn upp á að sá milljónasti kæmi til landsins á nýliðnu ári. Fjöldi ferðamanna um Keflavíkurflugvöll, Seyðisfjörð og aðra flugvelli var um 997.556 árið 2014 eða um 190 þúsund fleiri ferðamenn en árið 2013. Aukningin milli ára nemur 23,6%. Þetta kemur fram í tölum Ferðamálastofu. „Kannski áhugavert að miðað við meðalfjölda ferðamanna um Leifsstöð á dag þá hefði okkur dugað hlaupár til þess að ná milljóninni," segir Halldór Arinbjarnarson, upplýsingastjóri Ferðamálastofu, í samtali við fréttastofu. Þar fyrir utan eru farþegar með skemmtiferðaskipum en 104.516 farþegar komu til Reykjavíkur með 90 skipum árið 2014, 13,4% fleiri en á árinu 2013 þegar þeir voru um 92 þúsund talsins. Um 96% skemmtiferðaskipa til landsins hafa viðkomu í Reykjavík. Tæplega þrír fjórðu ferðamanna, 73,3%, árið 2014 voru af tíu þjóðernum. Bretar og Bandaríkjamenn voru fjölmennastir eða um þriðjungur allra ferðamanna en þar á eftir komu ferðamenn frá Þýskalandi, Frakklandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Kanada, Hollandi og Kína. Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bretum, Bandaríkjamönnum, Kanadamönnum og Þjóðverjum mest árið 2014. Þannig komu 43.400 fleiri Bretar árið 2014 en árið 2013, 32.400 fleiri Bandaríkjamenn, 14.800 fleiri Kanadamenn og 10.100 fleiri Þjóðverjar. Sé litið til dreifingar ferðamanna eftir árstíðum síðastliðin þrjú ár má sjá að hlutfall ferðamanna utan háannar, það er sumarmánuðanna þriggja, fer hækkandi og var komið í 57,6% árið 2014. Hlutfallsleg aukning utan háannar hefur hins vegar verið mest að vetri til en um 28,9% ferðamanna komu að vetri til árið 2014 en voru 26,9% árið 2013 og 23,6% árið 2012.
Tengdar fréttir Milljónasti ferðamaðurinn nær varla til Íslands á árinu Afar tvísýnt er um hvort milljónasti ferðamaðurinn komi til Íslands á þessu ári, nú þegar aðeins tveir sólarhringar eru til áramóta. 29. desember 2014 18:45 Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Milljónasti ferðamaðurinn nær varla til Íslands á árinu Afar tvísýnt er um hvort milljónasti ferðamaðurinn komi til Íslands á þessu ári, nú þegar aðeins tveir sólarhringar eru til áramóta. 29. desember 2014 18:45