Nýir stjórnendur hjá 365 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2015 15:29 Frá vinstri: Guðmundur Björnsson, Fríða Rut Hallgrímsdóttir, Svanur Valgeirsson og Petrea Ingileif Guðmundsdóttir. Vísir Fjórar breytingar hafa verið gerðar á stjórnendahópi 365. Petrea Ingileif Guðmundsdóttir tekur við starfi framkvæmdastjóri þjónustu-, sölu- og markaðsmála . Hún var framkvæmdastjóri Tals á liðnu ári og þar áður framkvæmdastjóri hjá Símanum og Skjánum, ásamt því að vinna ýmis sérfræðings- og stjórnunarstörf hjá Símanum.Petrea Ingileif Guðmundsdóttir.Petrea er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún er gift Benedikt K. Magnússyni og saman eiga þau þrjár stúlkur. Samfara ráðningu Petreu hefur verið gengið frá ráðningu þriggja forstöðumanna á sviðið. Guðmundur Halldór Björnsson verður forstöðumaður vörustjórnunar og markaðssetningar og Fríða Rut Hallgrímsdóttir tekur við starfi forstöðumanns Þjónustu. Þau komu bæði frá Tal.Svanur Valgeirsson.Þá hefur Svanur Valgeirsson verið ráðinn auglýsingastjóri og mun hann gegna því starfi samhliða starfi mannauðsstjóra félagsins. Hann hefur unnið hjá 365 í tæp tvö ár. Svanur hefur unnið tæp tvö ár hjá 365 en vann áður í fjögur ár sem rekstrarstjóri Debenhams og í átta ár sem starfsmannastjóri Bónus. Svanur er með B.A.-próf í íslensku frá Háskóla Íslands. Hann á þrjá syni, tvo með núverandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Dóru Marteinsdóttur. „Við höfum unnið að því að einfalda skipurit og fækka stjórnendum. Samruninn við Tal er genginn í gegn og við komin niður á það skipulag sem við teljum best fyrir 365. Markmiðið var að einfalda og straumlínulaga reksturinn,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, í tilkynningu frá fyrirtækinu. Hann bætir við að við þessar breytingar verði jafnt hlutfall kynja í yfirstjórn félagsins.Fríða Rut Hallgrímsdóttir.„Það eru sérstaklega ánægjuleg tímamót,“ segir Sævar Freyr. Fríða Rut starfaði áður hjá Tal sem forstöðumaður þjónustusviðs. Fyrir þann tíma var hún m.a. deildarstjóri þjónustusviðs Borgunar og þjónustustjóri Domino´s. Þá hefur hún unnið sem ráðgjafi og setið í stjórnum nokkurra fyrirtækja. Fríða er með B.S.-próf í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst. Hún er í sambúð með Enok Jóni Kjartanssyni og á með honum 2 börn.Guðmundur Halldór Björnsson.Guðmundur Halldór starfaði áður hjá Tal sem forstöðumaður sölu- og markaðssviðs. Guðmundur hefur yfir 14 ára reynslu af sölu- og markaðsmálum og hefur meðal annars starfað sem vöru- og viðskiptaþróunarstjóri hjá Já og faglegur stjórnandi markaðsmála hjá Símanum. Guðmundur er með B.S.-próf í alþjóðamarkaðsfræði frá Tækniháskóla Íslands. Hann er kvæntur Írisi Huld Halldórsdóttur og á með henni 2 stúlkur. Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Fjórar breytingar hafa verið gerðar á stjórnendahópi 365. Petrea Ingileif Guðmundsdóttir tekur við starfi framkvæmdastjóri þjónustu-, sölu- og markaðsmála . Hún var framkvæmdastjóri Tals á liðnu ári og þar áður framkvæmdastjóri hjá Símanum og Skjánum, ásamt því að vinna ýmis sérfræðings- og stjórnunarstörf hjá Símanum.Petrea Ingileif Guðmundsdóttir.Petrea er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún er gift Benedikt K. Magnússyni og saman eiga þau þrjár stúlkur. Samfara ráðningu Petreu hefur verið gengið frá ráðningu þriggja forstöðumanna á sviðið. Guðmundur Halldór Björnsson verður forstöðumaður vörustjórnunar og markaðssetningar og Fríða Rut Hallgrímsdóttir tekur við starfi forstöðumanns Þjónustu. Þau komu bæði frá Tal.Svanur Valgeirsson.Þá hefur Svanur Valgeirsson verið ráðinn auglýsingastjóri og mun hann gegna því starfi samhliða starfi mannauðsstjóra félagsins. Hann hefur unnið hjá 365 í tæp tvö ár. Svanur hefur unnið tæp tvö ár hjá 365 en vann áður í fjögur ár sem rekstrarstjóri Debenhams og í átta ár sem starfsmannastjóri Bónus. Svanur er með B.A.-próf í íslensku frá Háskóla Íslands. Hann á þrjá syni, tvo með núverandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Dóru Marteinsdóttur. „Við höfum unnið að því að einfalda skipurit og fækka stjórnendum. Samruninn við Tal er genginn í gegn og við komin niður á það skipulag sem við teljum best fyrir 365. Markmiðið var að einfalda og straumlínulaga reksturinn,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, í tilkynningu frá fyrirtækinu. Hann bætir við að við þessar breytingar verði jafnt hlutfall kynja í yfirstjórn félagsins.Fríða Rut Hallgrímsdóttir.„Það eru sérstaklega ánægjuleg tímamót,“ segir Sævar Freyr. Fríða Rut starfaði áður hjá Tal sem forstöðumaður þjónustusviðs. Fyrir þann tíma var hún m.a. deildarstjóri þjónustusviðs Borgunar og þjónustustjóri Domino´s. Þá hefur hún unnið sem ráðgjafi og setið í stjórnum nokkurra fyrirtækja. Fríða er með B.S.-próf í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst. Hún er í sambúð með Enok Jóni Kjartanssyni og á með honum 2 börn.Guðmundur Halldór Björnsson.Guðmundur Halldór starfaði áður hjá Tal sem forstöðumaður sölu- og markaðssviðs. Guðmundur hefur yfir 14 ára reynslu af sölu- og markaðsmálum og hefur meðal annars starfað sem vöru- og viðskiptaþróunarstjóri hjá Já og faglegur stjórnandi markaðsmála hjá Símanum. Guðmundur er með B.S.-próf í alþjóðamarkaðsfræði frá Tækniháskóla Íslands. Hann er kvæntur Írisi Huld Halldórsdóttur og á með henni 2 stúlkur.
Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira