Viðskipti innlent

Primera Air í stað WOW: Skarphéðinn tekinn við Ferðaskrifstofu Íslands

Stefán Árni Pálsson skrifar
WOW air hefur flogið með farþega Úrval Útsýnar, Sumarferða og Plúsferða til meginlands Spánar en í ár mun Primera Air mun sjá um flugið.
WOW air hefur flogið með farþega Úrval Útsýnar, Sumarferða og Plúsferða til meginlands Spánar en í ár mun Primera Air mun sjá um flugið. vísir/stefán
Fyrrum forstjóri Iceland Express hefur tekið við stjórnartaumunum á Ferðaskrifstofu Íslands.

Þetta kemur fram í frétt á vefmiðlinum Túristi.  Ferðaskrifstofu Íslands rekur meðal annars Úrval Útsýn og Plúsferðir.

Margrét Helgadóttir lét af störfum en við tók Skarphéðinn Berg Steinarsson sem var um árabil forstjóri Iceland Express. Þetta staðfestir nýr framkvæmdastjóri í samtali við Túrista.

Ferðaskrifstofa Íslands er í eigu Pálma Haraldssonar sem jafnframt var aðaleigandi Iceland Express áður en WOW air keypti rekstur þess félags haustið 2012.

Síðan þá hefur WOW air flogið með farþega Úrval Útsýnar, Sumarferða og Plúsferða til meginlands Spánar en í ár mun Primera Air mun sjá um flugið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×