Finnur fyrir því að fólk hugsi „helvítis útlendingur“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. janúar 2015 09:30 "Ég er einhver ókunnug ógn,“ segir Miriam. „Þau hræðast mig. Ég veit ekki hvers vegna samt. Ég er voðalega ljúf og góð. Og við erum það flest.“ Þetta skrifar Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, 24 ára kona sem ættuð er frá Egyptalandi. Faðir hennar er egypskur en Miriam er fædd og uppalin á Íslandi. Föðurfjölskylda hennar er öll múslimar. Hún segist finna fyrir fordómum og óttast umræðuna sem sprottið hefur upp að undanförnu. Tjáningarfrelsi sé öllum nauðsynlegt en að umræðan hafi sýnt sitt ógnvænlega höfuð og sé nú komin í hámæli. Hún hefur áhyggjur af því að umræðan muni fara stigvaxandi og birti því pistil á Facebook-síðu sinni í gærkvöld sem vakið hefur mikla athygli. „Hatur og tortryggni eykur ekki öryggi okkar. Hatur og tortryggni verður þess valdur að ákveðnir hópar fólks útilokast og á meðan þeir finna fyrir hatri og tortryggni í sinn garð sprettur upp mót-hatur. „Hvers vegna hata þau mig? Ég hata þau þá bara á móti". Ég hljóma kannski eins og einhver trjáfaðmandi hippi hérna en mér finnst þetta svo einfalt,“ skrifar Miriam.Ókunnug ógn Hún segist finna fyrir því að fólk líti á sig og hugsi „helvítis útlendingur“, jafnvel þó það sjái ekki nema einungis nafnið hennar. Strax fái hún þann dóm að hún sé að skemma íslensk gildi. „Ég er einhver ókunnug ógn“. Hennar íslensku gildi séu þó ósköp venjuleg. Menningarforvitni, umburðarlyndi, ást á þeim sem henni þykir vænt um og ást á sinni menningu – íslenskri og egypskri. „En allt í einu ógnar uppruni minn og DNA samsetning einhverjum gildum sem ég í sannleika sagt veit ekki lengur hver eru,“ segir hún og bætir við að hún óttist þessar skoðanir. Hún finni fyrir samhug en að mikilvægt sé að fólk standi með sér og láti í sér heyra. Láti hinn háværa minnihluta ekki ná tökum á umræðunni, sem þó verði alltaf til staðar.Skoðanirnar hræða „Ykkur gremjast sennilega skoðanir þessa fólks alveg jafn mikið og mér - og þið viljið væntanlega ekkert með þær hafa. Þess vegna bið ég ykkur um að þegja ekki. Því þessar skoðanir, þær hræða mig. Þær hræða mig af því að ég veit að einhvers staðar þarna úti leynist fólk sem í fáfræði sinni hatar mig. Í þeirra augum er ég ógn. Og þegar hrætt fólk, þegar fáfrótt fólk, sameinast og magnar upp hatrið sem það ber í brjósti sér, þá fara hræðilegir hlutir að gerast… (eins og við sáum í París).“ Pistil Miriamar má sjá í heild hér fyrir neðan. Innlegg frá Miriam Petra Ómarsdóttir Awad. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
„Þau hræðast mig. Ég veit ekki hvers vegna samt. Ég er voðalega ljúf og góð. Og við erum það flest.“ Þetta skrifar Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, 24 ára kona sem ættuð er frá Egyptalandi. Faðir hennar er egypskur en Miriam er fædd og uppalin á Íslandi. Föðurfjölskylda hennar er öll múslimar. Hún segist finna fyrir fordómum og óttast umræðuna sem sprottið hefur upp að undanförnu. Tjáningarfrelsi sé öllum nauðsynlegt en að umræðan hafi sýnt sitt ógnvænlega höfuð og sé nú komin í hámæli. Hún hefur áhyggjur af því að umræðan muni fara stigvaxandi og birti því pistil á Facebook-síðu sinni í gærkvöld sem vakið hefur mikla athygli. „Hatur og tortryggni eykur ekki öryggi okkar. Hatur og tortryggni verður þess valdur að ákveðnir hópar fólks útilokast og á meðan þeir finna fyrir hatri og tortryggni í sinn garð sprettur upp mót-hatur. „Hvers vegna hata þau mig? Ég hata þau þá bara á móti". Ég hljóma kannski eins og einhver trjáfaðmandi hippi hérna en mér finnst þetta svo einfalt,“ skrifar Miriam.Ókunnug ógn Hún segist finna fyrir því að fólk líti á sig og hugsi „helvítis útlendingur“, jafnvel þó það sjái ekki nema einungis nafnið hennar. Strax fái hún þann dóm að hún sé að skemma íslensk gildi. „Ég er einhver ókunnug ógn“. Hennar íslensku gildi séu þó ósköp venjuleg. Menningarforvitni, umburðarlyndi, ást á þeim sem henni þykir vænt um og ást á sinni menningu – íslenskri og egypskri. „En allt í einu ógnar uppruni minn og DNA samsetning einhverjum gildum sem ég í sannleika sagt veit ekki lengur hver eru,“ segir hún og bætir við að hún óttist þessar skoðanir. Hún finni fyrir samhug en að mikilvægt sé að fólk standi með sér og láti í sér heyra. Láti hinn háværa minnihluta ekki ná tökum á umræðunni, sem þó verði alltaf til staðar.Skoðanirnar hræða „Ykkur gremjast sennilega skoðanir þessa fólks alveg jafn mikið og mér - og þið viljið væntanlega ekkert með þær hafa. Þess vegna bið ég ykkur um að þegja ekki. Því þessar skoðanir, þær hræða mig. Þær hræða mig af því að ég veit að einhvers staðar þarna úti leynist fólk sem í fáfræði sinni hatar mig. Í þeirra augum er ég ógn. Og þegar hrætt fólk, þegar fáfrótt fólk, sameinast og magnar upp hatrið sem það ber í brjósti sér, þá fara hræðilegir hlutir að gerast… (eins og við sáum í París).“ Pistil Miriamar má sjá í heild hér fyrir neðan. Innlegg frá Miriam Petra Ómarsdóttir Awad.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira