Gerum kröfu um að ráðamenn ávarpi fjölmenningarsamfélagið Atli Ísleifsson skrifar 13. janúar 2015 21:04 „Í íslensku samhengi er nokkuð athyglisvert að hér á Íslandi er ekki hægri öfgaflokkur sem náð hefur fjöldafylgi,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Það eru engir hægri öfgamenn á þingi. En þá hlýtur sú spurning að vakna hvort einstaklingar, bæði í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, sem hafa talað þannig séu að reyna að fanga fylgi sem annars myndi fara til hægri öfgaflokks.“ Baldur ræddi við Hjört Hjartarson, fréttamann Stöðvar 2, fyrr í kvöld þar sem þeir veltu meðal annars fyrir sér hvort rétt væri að hafa áhyggjur af orðræðu þeirri sem Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi notast við. Baldur segir mikilvægt í þessu samhengi að horfa til grunngilda vestrænna lýðræðissamfélaga. „Eitt af því er tjáningarfrelsið, en tjáningarfrelsinu fylgir líka ábyrgð í vestrænum lýðræðissamfélögum. Ábyrgðin er einkum mikil hjá ráðamönnum – sveitarstjórnarmönnum, þingmönnum og ráðherrum – og alla þá sem tala fyrir hið opinbera. Í vestrænum lýðræðissamfélögum er það náttúrulega ekki ásættanlegt að ráðamenn tali með þeim hætti að það geti leitt til ofsókna á hendur tiltekinna hópa í samfélaginu.“ Hann segir að við verðum að gera þá kröfu til ráðamanna að þeir ávarpi fjölmenningarsamfélagið. „Ef þið styðjið við bakið á fjölmenningarsamfélaginu – sem ég held að flestir þeirra geri – þá verða þeir að gera það með orði og þeir verða að tala þannig því annars er hætta á því að öfgahópar og öfgasjónarmið yfirskyggi alla umræðu í samfélaginu.“Uppgangur öfgaflokka í Evrópu virðist vera nokkur þó að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi talað gegn því, að menn ættu ekki að nýta þennan harmleik [í París] sér í hag. Má óttast það að það verði uppgangur í Evrópu og jafnvel hér á landi?„Öfgahægriflokkar hafa ekki haft svona mikinn stuðning í Evrópu síðan á millistríðsárunum. Við sjáum það í umræðunni undanfarna daga að hún pólaríserast eftir voðaverkin í París. Hver langtímaáhrifin verða er mjög erfitt að spá fyrir um. Öfgahægrimenn eru klárlega að reyna að nýta sér þessi voðaverk og bæta í andúð sína í garð múslíma, en það er ómögulegt að spá fyrir um hverjir verða ofan á í umræðunni.“ Tengdar fréttir „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37 Afstaða Ásmundar samræmist ekki stefnu flokksins Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þingmaðurinn hafi komist óheppilega að orði. 13. janúar 2015 19:42 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Í íslensku samhengi er nokkuð athyglisvert að hér á Íslandi er ekki hægri öfgaflokkur sem náð hefur fjöldafylgi,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Það eru engir hægri öfgamenn á þingi. En þá hlýtur sú spurning að vakna hvort einstaklingar, bæði í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, sem hafa talað þannig séu að reyna að fanga fylgi sem annars myndi fara til hægri öfgaflokks.“ Baldur ræddi við Hjört Hjartarson, fréttamann Stöðvar 2, fyrr í kvöld þar sem þeir veltu meðal annars fyrir sér hvort rétt væri að hafa áhyggjur af orðræðu þeirri sem Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi notast við. Baldur segir mikilvægt í þessu samhengi að horfa til grunngilda vestrænna lýðræðissamfélaga. „Eitt af því er tjáningarfrelsið, en tjáningarfrelsinu fylgir líka ábyrgð í vestrænum lýðræðissamfélögum. Ábyrgðin er einkum mikil hjá ráðamönnum – sveitarstjórnarmönnum, þingmönnum og ráðherrum – og alla þá sem tala fyrir hið opinbera. Í vestrænum lýðræðissamfélögum er það náttúrulega ekki ásættanlegt að ráðamenn tali með þeim hætti að það geti leitt til ofsókna á hendur tiltekinna hópa í samfélaginu.“ Hann segir að við verðum að gera þá kröfu til ráðamanna að þeir ávarpi fjölmenningarsamfélagið. „Ef þið styðjið við bakið á fjölmenningarsamfélaginu – sem ég held að flestir þeirra geri – þá verða þeir að gera það með orði og þeir verða að tala þannig því annars er hætta á því að öfgahópar og öfgasjónarmið yfirskyggi alla umræðu í samfélaginu.“Uppgangur öfgaflokka í Evrópu virðist vera nokkur þó að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi talað gegn því, að menn ættu ekki að nýta þennan harmleik [í París] sér í hag. Má óttast það að það verði uppgangur í Evrópu og jafnvel hér á landi?„Öfgahægriflokkar hafa ekki haft svona mikinn stuðning í Evrópu síðan á millistríðsárunum. Við sjáum það í umræðunni undanfarna daga að hún pólaríserast eftir voðaverkin í París. Hver langtímaáhrifin verða er mjög erfitt að spá fyrir um. Öfgahægrimenn eru klárlega að reyna að nýta sér þessi voðaverk og bæta í andúð sína í garð múslíma, en það er ómögulegt að spá fyrir um hverjir verða ofan á í umræðunni.“
Tengdar fréttir „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37 Afstaða Ásmundar samræmist ekki stefnu flokksins Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þingmaðurinn hafi komist óheppilega að orði. 13. janúar 2015 19:42 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14
Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37
Afstaða Ásmundar samræmist ekki stefnu flokksins Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þingmaðurinn hafi komist óheppilega að orði. 13. janúar 2015 19:42