Afstaða Ásmundar samræmist ekki stefnu flokksins Hjörtur Hjartarson skrifar 13. janúar 2015 19:42 Afstaða Ásmundar Friðrikssonar samræmist ekki stefnu Sjálfstæðisflokksins, segir þingflokksformaður Sjálfstæðismanna. Hún segist þó virða rétt þingmannsins til að tjá skoðanir sínar. Ásmundur velti fyrir sér hvort ekki væri rétt að athuga bakgrunn þeirra 1500 múslima sem búa hér á landi.Ásmundur, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurði einnig á Facebook síðu sinni hvort ekki væri rétt að kanna hvort þeir múslimar sem hér búa hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna í Afghanistan eða Sýrlandi. Þar með leggur hann í raun til að teknar verða upp forvirkar rannsóknir, eitthvað sem samræmist ekki íslenskum lögum. „Auðvitað í hjarta mínu átti ég við það að við eigum að verja okkur fyrir öllum öfgahópum, sama hvaða trúarbrögð þeir aðhyllast og hvers litarháttar þeir hafa,“ segir Ásmundur. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata segir það hinsvegar á enga hátt betra. „Það að brjóta á öllum frekar en að brjóta á einum er ekki endilega góð málsvörn að mínu mati,“ segir Helgi.„Er ekki óvarlega talað eins og þú gerðir í gær?“„Jújú, það getur verið að það hafi verið óvarlega talað, ég er búinn að taka undir það. En ég segi, tökum umræðuna og verum ekki svona feimin við það,“ segir Ásmundur.„Erum við ekki búin að missa tök á umræðunni nú þegar?“„Ég hef nú bara reynt að vera sallarólegur yfir þessu og bara staðið við það sem ég sagði.“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkharðsdóttir er ósammála Ásmundi og segir orð hans ekki samræmast stefnu flokksins „Í þessu tilfelli held ég að þingmaðurinn hafi komist óheppilega að orði. Ég er ekki sammála honum í því sem hann leggur þarna til. En ég bið fólk samt um að virða tjáningafrelsið.“Eigum við að bera virðingu fyrir því þegar fólk talar um að brjóta mannréttindi?„Nei, ég er ekki heldur að tala um það að við eigum að taka þannig til orða. Við verðum samt að virða það þó við séum ósammála ýmsu af því sem fram kemur, þá verðum við að virða tjáningafrelsið,“ segir Ragnheiður. Rúmlega þrjú hundruð manns hafa látið sér líka við Facebook síðu öfgasamtakanna PEGIDA á Íslandi. Hreyfingin er þýsk að uppruna og berst gegn meintum íslömskum áhrifum í Evrópu. Helgi Hrafn segir þetta og orð Ásmundar akkúrat það sem hryðjuverkamennirnir í Frakklandi vildu. „Þeir vildu gera múslimum erfiðara að búa í friði í vestrænum löndum. Þeir vildu fá nákvæmlega þessa umræðu, þessa togstreitu. Og það syrgir mig að sjá hana verða að veruleika,“ segir Helgi Hrafn. Sérðu eftir þessari færslu?„Nei, ég sé ekkert eftir færslunni,“ segir Ásmundur. Tengdar fréttir „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37 Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Afstaða Ásmundar Friðrikssonar samræmist ekki stefnu Sjálfstæðisflokksins, segir þingflokksformaður Sjálfstæðismanna. Hún segist þó virða rétt þingmannsins til að tjá skoðanir sínar. Ásmundur velti fyrir sér hvort ekki væri rétt að athuga bakgrunn þeirra 1500 múslima sem búa hér á landi.Ásmundur, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurði einnig á Facebook síðu sinni hvort ekki væri rétt að kanna hvort þeir múslimar sem hér búa hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna í Afghanistan eða Sýrlandi. Þar með leggur hann í raun til að teknar verða upp forvirkar rannsóknir, eitthvað sem samræmist ekki íslenskum lögum. „Auðvitað í hjarta mínu átti ég við það að við eigum að verja okkur fyrir öllum öfgahópum, sama hvaða trúarbrögð þeir aðhyllast og hvers litarháttar þeir hafa,“ segir Ásmundur. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata segir það hinsvegar á enga hátt betra. „Það að brjóta á öllum frekar en að brjóta á einum er ekki endilega góð málsvörn að mínu mati,“ segir Helgi.„Er ekki óvarlega talað eins og þú gerðir í gær?“„Jújú, það getur verið að það hafi verið óvarlega talað, ég er búinn að taka undir það. En ég segi, tökum umræðuna og verum ekki svona feimin við það,“ segir Ásmundur.„Erum við ekki búin að missa tök á umræðunni nú þegar?“„Ég hef nú bara reynt að vera sallarólegur yfir þessu og bara staðið við það sem ég sagði.“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkharðsdóttir er ósammála Ásmundi og segir orð hans ekki samræmast stefnu flokksins „Í þessu tilfelli held ég að þingmaðurinn hafi komist óheppilega að orði. Ég er ekki sammála honum í því sem hann leggur þarna til. En ég bið fólk samt um að virða tjáningafrelsið.“Eigum við að bera virðingu fyrir því þegar fólk talar um að brjóta mannréttindi?„Nei, ég er ekki heldur að tala um það að við eigum að taka þannig til orða. Við verðum samt að virða það þó við séum ósammála ýmsu af því sem fram kemur, þá verðum við að virða tjáningafrelsið,“ segir Ragnheiður. Rúmlega þrjú hundruð manns hafa látið sér líka við Facebook síðu öfgasamtakanna PEGIDA á Íslandi. Hreyfingin er þýsk að uppruna og berst gegn meintum íslömskum áhrifum í Evrópu. Helgi Hrafn segir þetta og orð Ásmundar akkúrat það sem hryðjuverkamennirnir í Frakklandi vildu. „Þeir vildu gera múslimum erfiðara að búa í friði í vestrænum löndum. Þeir vildu fá nákvæmlega þessa umræðu, þessa togstreitu. Og það syrgir mig að sjá hana verða að veruleika,“ segir Helgi Hrafn. Sérðu eftir þessari færslu?„Nei, ég sé ekkert eftir færslunni,“ segir Ásmundur.
Tengdar fréttir „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37 Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
„Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14
Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37
Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12