Lífið

Gerir grín að fjarveru Barack Obama

Bandaríski þáttastjórnandinn Jon Stewart gagnrýnir Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, harkalega fyrir að hafa ekki verið viðstaddur samstöðufundinn í París á sunnudag vegna hryðjuverkaárása í borginni í síðustu viku.

Benti hann á að margir þeirra leiðtoga sem mættu til Parísar til að sýna samstöðu væru ekki þekktir fyrir ást sína á tjáningarfrelsinu, en mættu engu að síður en ekki Barack Obama.

Nefndi hann sem dæmi að leiðtogar frá Rússlandi, Tyrklandi og Egyptalandi hefðu séð sér fært að mæta.

Talsmenn Hvíta hússins hafa viðurkennt að það voru mistök af hálfu Barack Obama að fara ekki til Parísar. Þá mætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, ekki heldur vegna ferðar sinnar til Indlands en hann mun ferðast til Parísar á fimmtudag til að styrkja vinabönd við Frakka.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×