Faldir fordómar Heiða Björg Valbjörnsdóttir skrifar 13. janúar 2015 10:04 Allir hafa einhvern tímann upplifað neikvætt áreiti eða heyrt lygar um sig og þurfa margir í samfélaginu okkar að þola slíkt áreiti allt sitt líf. Það er að segja fordóma, birtingamyndir þeirra koma stundum á óvart. Ég hef mætt ólíkum fordómum í minn garð. Þeir hafa birst í ábendingum um að ég sé ekki nógu kvenleg, í vandræðalegri þögn eftir að ég hafi tekið þátt í samræðum og ég talin vera óreglusöm af því að ég er listamaður. Í flestum þessara tilvika gerðu aðilarnir sér enga grein fyrir fordæmingu sinni eða höfðu takmarkaðan skilning á hlutunum. Að fjalla um fordóma og skyld áreiti er eldfimt. Slík umfjöllun er þó alltaf erfiðisins virði, því hún getur lyft heilum björgum af einhverjum. Gott dæmi um slíkt er framlag þeirra Emblu og Freyju með Tabú vefsíðu sinni og ýmsum verkefnum í tengslum við Tabú. Framag þeirra vinkvenna hefur skilað sér vel í fjölmiðla og til almennings sem þó hefur brugðist misjfanlega við umfjöllun þeirra. Kveikjan að þessum pistli er fordómafull aðför á fyrrum vinnustað mínum sem kippti undan mér fótunum. Allt ferlið í kringum málið staðfesti fyrir mér að inngrónir fordómar (faldir fordómar) eru mjög rótgrónir í íslensku samfélagi. Atvikið átti sér stað fyrir ári í janúarmánuði þegar rekstrarstjóri vinnustaðarins hringdi í mig, um kvöldmatar tíma, til að tilkynna mér að það hefur verið kvartað undan mér. Kvörtunin kom frá 16 ára stúlku sem ég hafði unnið með í tvo og hálfan mánuð. Stúlkan taldi að ég bæri einhverjar langanir til sín, að hún hefði þolað óviðeigandi snertingar frá mér og vildi ekki vinna með mér lengur Mér varð bylt við kvörtuninni og miður mín yfir því að vera ranglega sökuð um kynferðislegt áreiti. Samskipti mín við stelpuna voru hversdagsleg og snerust um tónlist, kvikmyndir, skóla, brandara o.s.fr. Hvað varðar snertingar þá voru þær að mínu mati eðlilegar og gengu í báðar áttir, eins og „highfive“ ef hlutirnir gengu vel fyrir sig eða pikkuðum í öxlina hvor á annari til að komast leiðar okkar því vinnurýmið var þröngt. Einn daginn spurði hún mig hvort ég ætti „kæró“? Svarið var játandi þar sem ég var í sambandi. Þegar hún áttaði sig á að ég væri lesbía tilkynnti hún mér um hæl að henni finndist samkynhneigð ekkert vandamál og sjálf ætti hún homma að vini. Í uppnámi tók ég skýrt fram í símanum við rekstrarstjóran að ég bæri engar kynferðislegar langanir til barnsins á nokkurn hátt. Rekstrarstjórinn hljómaði feginn að heyra og bauð mér flutning milli útibúa fyrirtækisins því ráðamenn vildu hvorki missa mig úr starfi eða flytja stelpuna í annað útibú. Ég tók því þar sem kostnaður við námið sem ég stundaði við Listaháskóla Íslands var mjög mikill. Til að bæta gráu ofan á svart bað rekstrarstjórinn mig að halda samkynhneigð minni burt frá vinnustaðnum af því að meiri hluti starfsfólks fyrirtækisins væru 16 ára stelpur sem skilja ekki kynhneigð mína. Mér þótti þetta áhugaverð beiðni sérstaklega þar sem ég tala ekkert um mína kynhneigð, ekkert meira en gagnkynhneigðir tala um sína. Enda finnst mér mín kynhneigð svo sem ekkert merkilegri en þeirra. Þrátt fyrir að vera orðlaus yfir beiðninni ropaði ég upp spurningunni um hvort verið væri að biðja mig um að fara inn í skápinn? Rekstrarsjórinn svaraði að fyrirtækið bæri enga fordóma í garð samkynhneigðra en endurtók beiðni sína um að taka ekki þennan part af lífi mínu með í vinnuna. Bætti svo við að samkvæmt stúlkunni væru foreldrar hennar reiðir yfir því að hún væri að vinna með samkynhneigðri konu. Símtalinu var slitið með ítrekun rekstrarstjórans að ég skilji kynhneigð mína eftir heima þegar ég mæti til vinnu. Þetta janúarkvöld sat ég við að skrifa BA-ritgerðina mína. Eftir símtalið starði ég á símann og skalf. Ég var í mínus yfir því að vera sökuð um eitthvað sem átti sér aldrei stað og raunveruleikinn virtist ekki vera raunverulegur lengur. Var þetta símtal raunverulegt? Var ég virkilega sökuð um kynferðislegt áreiti á vinnustað? Hvernig er hægt að skilja kynhneigð sína eftir heima án þess að fara inn í skápinn? Er öll snerting, jafnvel handaband, kynferðisleg athöfn? Táknar allt bros rómantískan áhuga? Ég var ráðvilt. Daginn eftir fór ég til stéttafélagsins míns. Fulltrúinn sem ég talaði við þar lá ekki lengi á eigin skoðunum gagnvart samkynhneigðum og tjáði mér að hún skildi kvörtunina mjög vel. Hún sem móðir kærði sig ekki um að einhver væri að tala um samkynhneigð við dóttur sína. Það vildi reyndar svo til að dóttir fulltrúans var 16 ára og starfaði hjá sama fyrirtæki og ég. Þessi viðbrögð hennar komu mér í opna skjöldu og ég svaraði henni hastarlega: að kvörtunin byggði á engu og að ég tali ekkert meira um mína kynhneigð en gagnkynhneigðir gera. Beiðni rekstrarstjórans sé jafn gáfuleg og að segja einhverjum að skilja vinstri höndina eftir heima því hún sé óviðeigandi. Fulltrúanum var brugðið og tók undir að framkoma rekstrarstjóranns væri afleit, sérstaklega þegar ég flaggaði ekki kynhneigð minni að fyrra bragði. Hún skráði atvikið hjá stéttarfélaginu og hafði samband við lögfræðing stéttarfélagsins varðandi atvikið. Tæpum klukkutíma síðar hringdi hann í mig og sagði mér að málið væri orð á móti orði og betra væri að láta það liggja á milli hluta. Ég gæti hins vegar mótmælt flutningnum óháð aðdraganda hans en það borgaði sig ekki. Sama dag ræddi ég við fyrrum formann samtakanna ´78, Önnu Pálu Sverrisdóttur. Henni var bylt við frásögn minni og hissa á að fulltrúi stéttarfélagsins skyldi bregðast svona við. Inngrónir fordómar birtast glögglega í ofangreindri atburðarás. Framkoma rekstrarstjórans og fulltrúa stéttarfélagsins litaðist af þöggunartilburðum og voru skilaboðin þau að samkynhneigðir séu óæskilegir innan um unglinga. Má þá velta fyrir sér hver staða samkynhneigðra unglinga sé. Eru þá 16 ára hinsegin unglingar líka óæskilegir innan um jafnaldra sína? Stúlkan sem kvartaði varð smeyk við svarið við spurningunni sinni og dró ranga ályktun um hegðun mína í kringum sig. Þannig fordæmdi hún mig ómeðvitað vegna hræðslu við að hennar ranga ályktun væri sönn. Ég hef velt vöngum yfir því hvað orsakaði þörfina hjá rekstrarstjóranum að biðja mig að skilja samkynhneigð mína eftir heima þegar ég kæmi til vinnu, og hvað gerði stelpuna svona hrædda við kynhneigð mína? Og hvar kom „skilningurinn“ sem fulltrúi stéttafélagsins hafði? Staðreyndin er sú að kynhneigð snýst um hvaða og hvernig einstakling viðkomandi vill deila lífi sínu með; gleði, sorgum, vonum, vonbrigðum, virðingu og aðdáun og skapa góðar minningar. Hljómar þetta kunnuglega? Svo er það persónubundið hvaða eiginleikum einstaklingar laðast að. Almennt kippi ég mér lítið upp við fordómana gagnvart mér og sný þeim oft upp í brandara, þannig hef ég svarað fólki sem gargað hefur á eftir mér lesbía með því að garga á móti gagnkynhneigðir. Ég þykist stundum kíkja undir buxnastrenginn ef einhver segir mér að ég sé of karlmannleg. En í þetta sinn var mér það ómögulegt þar sem tilvistarréttur minn var lagður í fjötra. Þessir fordómar höfðu í kjölfarið neikvæð áhrif á félagsleg samskipti mín. Samskipti við samstarfsaðila gerðu mig kvíðna, ég óttaðist að verða rekin upp úr þurru eða vera aftur ranglega sökuð aftur í nýja útibúinu ef ég svaraði spurningu samstarfsaðila minna (1618 ára stúlkur) um hvert ég færi að djamma. Ég hafði ekki í mér að ljúga svo ég svaraði alltaf að ég myndi lenda í vandræðum ef ég segði þeim það (eðlilega hefði komist upp um mig ef þær vissu að ég djammaði á Kiki, ekki satt?). Yfir höfuð voru samræðurnar jafn hversdagslegar og í gamla útibúinu. Ég tók takmarkaðan þátt í umræðunum því ég vildi ekki lenda í sama veseninu og síðast eða upp á kant við yfirmenn fyrirtækisins. Samstarfmenn mínir vildu eðlilega kynast mér þar sem ég var nú nýr starfsmaður þarna þannig að þær reyndu að fá mig til að taka þátt í samræðum þeirra. Þetta var óþarfa streita ofan á álagið að klára BA-gráðuna mína við Listaháskólann. Þrátt fyrir að vilja hætta sem fyrst þá sá ég að með vinnunni næði ég endum saman með námslánunum. Svo ég ákvað að hætta störfum hjá fyrirtækinu um leið og skóla væri slitið að vori og útskriftarsýningin væri komin upp í Hafnarhúsinu, listasafni Reykjavíkur. Auðvitað hafði ég 3ja mánaða fyrirvara og gaf ofangreint atvik sem ástæðu fyrir uppsögninni. Fordómar leynast allstaðar og eru því partur af mannlegu samfélagi. Ísland er ört vaxandi fjölmenningar samfélag og sér þess merki um allt land. Þar sem ólíkir menningarhópar eru nágrannar verða menningarárekstrar, í þeim árekstrum er stutt í fordóma. Við gerum okkar besta til að undirbúa börnin okkar undir allt sem gæti gerst á lífsleið þeirra. Erfiðasta við þann undirbúning er að við getum ekki komið í veg fyrir alla árekstrana né bólusett fyrir öllum mögulegum fordómum sem börnin kunna að verða fyrir. Til dæmis gat mamma undirbúið mig fyrir að vera kona en ekki að vera lesbía, einfaldlega af því að hún vissi ekki um kynhneigð mína og þekkti þá lítið til hinsegin menningar. En svo lengi lærir sem lifir. Til þess að uppræta fordóma þarf að kynnast og afla sér þekkingar. Þess vegna er svo mikilvægt að við séum öll vakandi fyrir aðstæðum og berum virðingu fyrir rétti okkar og annarra. Þannig öðlumst við kjark til að horfast í augu við okkar dýpstu fordóma og valda öðrum síður sársauka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Allir hafa einhvern tímann upplifað neikvætt áreiti eða heyrt lygar um sig og þurfa margir í samfélaginu okkar að þola slíkt áreiti allt sitt líf. Það er að segja fordóma, birtingamyndir þeirra koma stundum á óvart. Ég hef mætt ólíkum fordómum í minn garð. Þeir hafa birst í ábendingum um að ég sé ekki nógu kvenleg, í vandræðalegri þögn eftir að ég hafi tekið þátt í samræðum og ég talin vera óreglusöm af því að ég er listamaður. Í flestum þessara tilvika gerðu aðilarnir sér enga grein fyrir fordæmingu sinni eða höfðu takmarkaðan skilning á hlutunum. Að fjalla um fordóma og skyld áreiti er eldfimt. Slík umfjöllun er þó alltaf erfiðisins virði, því hún getur lyft heilum björgum af einhverjum. Gott dæmi um slíkt er framlag þeirra Emblu og Freyju með Tabú vefsíðu sinni og ýmsum verkefnum í tengslum við Tabú. Framag þeirra vinkvenna hefur skilað sér vel í fjölmiðla og til almennings sem þó hefur brugðist misjfanlega við umfjöllun þeirra. Kveikjan að þessum pistli er fordómafull aðför á fyrrum vinnustað mínum sem kippti undan mér fótunum. Allt ferlið í kringum málið staðfesti fyrir mér að inngrónir fordómar (faldir fordómar) eru mjög rótgrónir í íslensku samfélagi. Atvikið átti sér stað fyrir ári í janúarmánuði þegar rekstrarstjóri vinnustaðarins hringdi í mig, um kvöldmatar tíma, til að tilkynna mér að það hefur verið kvartað undan mér. Kvörtunin kom frá 16 ára stúlku sem ég hafði unnið með í tvo og hálfan mánuð. Stúlkan taldi að ég bæri einhverjar langanir til sín, að hún hefði þolað óviðeigandi snertingar frá mér og vildi ekki vinna með mér lengur Mér varð bylt við kvörtuninni og miður mín yfir því að vera ranglega sökuð um kynferðislegt áreiti. Samskipti mín við stelpuna voru hversdagsleg og snerust um tónlist, kvikmyndir, skóla, brandara o.s.fr. Hvað varðar snertingar þá voru þær að mínu mati eðlilegar og gengu í báðar áttir, eins og „highfive“ ef hlutirnir gengu vel fyrir sig eða pikkuðum í öxlina hvor á annari til að komast leiðar okkar því vinnurýmið var þröngt. Einn daginn spurði hún mig hvort ég ætti „kæró“? Svarið var játandi þar sem ég var í sambandi. Þegar hún áttaði sig á að ég væri lesbía tilkynnti hún mér um hæl að henni finndist samkynhneigð ekkert vandamál og sjálf ætti hún homma að vini. Í uppnámi tók ég skýrt fram í símanum við rekstrarstjóran að ég bæri engar kynferðislegar langanir til barnsins á nokkurn hátt. Rekstrarstjórinn hljómaði feginn að heyra og bauð mér flutning milli útibúa fyrirtækisins því ráðamenn vildu hvorki missa mig úr starfi eða flytja stelpuna í annað útibú. Ég tók því þar sem kostnaður við námið sem ég stundaði við Listaháskóla Íslands var mjög mikill. Til að bæta gráu ofan á svart bað rekstrarstjórinn mig að halda samkynhneigð minni burt frá vinnustaðnum af því að meiri hluti starfsfólks fyrirtækisins væru 16 ára stelpur sem skilja ekki kynhneigð mína. Mér þótti þetta áhugaverð beiðni sérstaklega þar sem ég tala ekkert um mína kynhneigð, ekkert meira en gagnkynhneigðir tala um sína. Enda finnst mér mín kynhneigð svo sem ekkert merkilegri en þeirra. Þrátt fyrir að vera orðlaus yfir beiðninni ropaði ég upp spurningunni um hvort verið væri að biðja mig um að fara inn í skápinn? Rekstrarsjórinn svaraði að fyrirtækið bæri enga fordóma í garð samkynhneigðra en endurtók beiðni sína um að taka ekki þennan part af lífi mínu með í vinnuna. Bætti svo við að samkvæmt stúlkunni væru foreldrar hennar reiðir yfir því að hún væri að vinna með samkynhneigðri konu. Símtalinu var slitið með ítrekun rekstrarstjórans að ég skilji kynhneigð mína eftir heima þegar ég mæti til vinnu. Þetta janúarkvöld sat ég við að skrifa BA-ritgerðina mína. Eftir símtalið starði ég á símann og skalf. Ég var í mínus yfir því að vera sökuð um eitthvað sem átti sér aldrei stað og raunveruleikinn virtist ekki vera raunverulegur lengur. Var þetta símtal raunverulegt? Var ég virkilega sökuð um kynferðislegt áreiti á vinnustað? Hvernig er hægt að skilja kynhneigð sína eftir heima án þess að fara inn í skápinn? Er öll snerting, jafnvel handaband, kynferðisleg athöfn? Táknar allt bros rómantískan áhuga? Ég var ráðvilt. Daginn eftir fór ég til stéttafélagsins míns. Fulltrúinn sem ég talaði við þar lá ekki lengi á eigin skoðunum gagnvart samkynhneigðum og tjáði mér að hún skildi kvörtunina mjög vel. Hún sem móðir kærði sig ekki um að einhver væri að tala um samkynhneigð við dóttur sína. Það vildi reyndar svo til að dóttir fulltrúans var 16 ára og starfaði hjá sama fyrirtæki og ég. Þessi viðbrögð hennar komu mér í opna skjöldu og ég svaraði henni hastarlega: að kvörtunin byggði á engu og að ég tali ekkert meira um mína kynhneigð en gagnkynhneigðir gera. Beiðni rekstrarstjórans sé jafn gáfuleg og að segja einhverjum að skilja vinstri höndina eftir heima því hún sé óviðeigandi. Fulltrúanum var brugðið og tók undir að framkoma rekstrarstjóranns væri afleit, sérstaklega þegar ég flaggaði ekki kynhneigð minni að fyrra bragði. Hún skráði atvikið hjá stéttarfélaginu og hafði samband við lögfræðing stéttarfélagsins varðandi atvikið. Tæpum klukkutíma síðar hringdi hann í mig og sagði mér að málið væri orð á móti orði og betra væri að láta það liggja á milli hluta. Ég gæti hins vegar mótmælt flutningnum óháð aðdraganda hans en það borgaði sig ekki. Sama dag ræddi ég við fyrrum formann samtakanna ´78, Önnu Pálu Sverrisdóttur. Henni var bylt við frásögn minni og hissa á að fulltrúi stéttarfélagsins skyldi bregðast svona við. Inngrónir fordómar birtast glögglega í ofangreindri atburðarás. Framkoma rekstrarstjórans og fulltrúa stéttarfélagsins litaðist af þöggunartilburðum og voru skilaboðin þau að samkynhneigðir séu óæskilegir innan um unglinga. Má þá velta fyrir sér hver staða samkynhneigðra unglinga sé. Eru þá 16 ára hinsegin unglingar líka óæskilegir innan um jafnaldra sína? Stúlkan sem kvartaði varð smeyk við svarið við spurningunni sinni og dró ranga ályktun um hegðun mína í kringum sig. Þannig fordæmdi hún mig ómeðvitað vegna hræðslu við að hennar ranga ályktun væri sönn. Ég hef velt vöngum yfir því hvað orsakaði þörfina hjá rekstrarstjóranum að biðja mig að skilja samkynhneigð mína eftir heima þegar ég kæmi til vinnu, og hvað gerði stelpuna svona hrædda við kynhneigð mína? Og hvar kom „skilningurinn“ sem fulltrúi stéttafélagsins hafði? Staðreyndin er sú að kynhneigð snýst um hvaða og hvernig einstakling viðkomandi vill deila lífi sínu með; gleði, sorgum, vonum, vonbrigðum, virðingu og aðdáun og skapa góðar minningar. Hljómar þetta kunnuglega? Svo er það persónubundið hvaða eiginleikum einstaklingar laðast að. Almennt kippi ég mér lítið upp við fordómana gagnvart mér og sný þeim oft upp í brandara, þannig hef ég svarað fólki sem gargað hefur á eftir mér lesbía með því að garga á móti gagnkynhneigðir. Ég þykist stundum kíkja undir buxnastrenginn ef einhver segir mér að ég sé of karlmannleg. En í þetta sinn var mér það ómögulegt þar sem tilvistarréttur minn var lagður í fjötra. Þessir fordómar höfðu í kjölfarið neikvæð áhrif á félagsleg samskipti mín. Samskipti við samstarfsaðila gerðu mig kvíðna, ég óttaðist að verða rekin upp úr þurru eða vera aftur ranglega sökuð aftur í nýja útibúinu ef ég svaraði spurningu samstarfsaðila minna (1618 ára stúlkur) um hvert ég færi að djamma. Ég hafði ekki í mér að ljúga svo ég svaraði alltaf að ég myndi lenda í vandræðum ef ég segði þeim það (eðlilega hefði komist upp um mig ef þær vissu að ég djammaði á Kiki, ekki satt?). Yfir höfuð voru samræðurnar jafn hversdagslegar og í gamla útibúinu. Ég tók takmarkaðan þátt í umræðunum því ég vildi ekki lenda í sama veseninu og síðast eða upp á kant við yfirmenn fyrirtækisins. Samstarfmenn mínir vildu eðlilega kynast mér þar sem ég var nú nýr starfsmaður þarna þannig að þær reyndu að fá mig til að taka þátt í samræðum þeirra. Þetta var óþarfa streita ofan á álagið að klára BA-gráðuna mína við Listaháskólann. Þrátt fyrir að vilja hætta sem fyrst þá sá ég að með vinnunni næði ég endum saman með námslánunum. Svo ég ákvað að hætta störfum hjá fyrirtækinu um leið og skóla væri slitið að vori og útskriftarsýningin væri komin upp í Hafnarhúsinu, listasafni Reykjavíkur. Auðvitað hafði ég 3ja mánaða fyrirvara og gaf ofangreint atvik sem ástæðu fyrir uppsögninni. Fordómar leynast allstaðar og eru því partur af mannlegu samfélagi. Ísland er ört vaxandi fjölmenningar samfélag og sér þess merki um allt land. Þar sem ólíkir menningarhópar eru nágrannar verða menningarárekstrar, í þeim árekstrum er stutt í fordóma. Við gerum okkar besta til að undirbúa börnin okkar undir allt sem gæti gerst á lífsleið þeirra. Erfiðasta við þann undirbúning er að við getum ekki komið í veg fyrir alla árekstrana né bólusett fyrir öllum mögulegum fordómum sem börnin kunna að verða fyrir. Til dæmis gat mamma undirbúið mig fyrir að vera kona en ekki að vera lesbía, einfaldlega af því að hún vissi ekki um kynhneigð mína og þekkti þá lítið til hinsegin menningar. En svo lengi lærir sem lifir. Til þess að uppræta fordóma þarf að kynnast og afla sér þekkingar. Þess vegna er svo mikilvægt að við séum öll vakandi fyrir aðstæðum og berum virðingu fyrir rétti okkar og annarra. Þannig öðlumst við kjark til að horfast í augu við okkar dýpstu fordóma og valda öðrum síður sársauka.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun