Jón Rúnar: Sigurður Óli gortaði sig af dómnum á þjálfaranámskeiði KSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2015 21:53 Sigurður Óli Þórleifsson Vísir/Valli Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, er langt frá því að vera sáttur með frammistöðu aðstoðardómarans Sigurðar Óla Þórleifssonar í úrslitaleik pepsi-deildarinnar 2014 en það kemur fram í pistli Jóns Rúnars á heimasíðu FH-inga sem ber nafnið: Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni. Jón Rúnar segir þetta verða „eina lélegustu frammistöðu sem sést hefur frá upphafi," og þá furðar Jón Rúnar sig á því að Sigurður Óli hafi verið verðlaunaður fyrir frammistöðuna með því að vera sendur út sem fulltrúi Íslands í dómgæslu í Evrópuleik. „Við FH-ingar máttum þola tap á móti góðu liði Stjörnunnar í hreinum úrslitaleik sem fram fór í Krikanum þann 4. október s.l. Þegar ég segi þola tap, á ég við þá staðreynd að mistök dómarateymisins réðu niðurstöðu leiksins," skrifar Jón Rúnar og bætir við: „Það er þreytt umræða að segja mistök dómara vera sjálfsagðan hluta af leiknum og að jafna mistökum dómara við mistök leikmanna. Að halda því fram að okkar leikmenn hafi bara átt að nýta færin sín betur er dapurlegt, það er verið að segja að okkar leikmenn hefðu í raun þurft, vegna mistaka dómarateymisins, að skora a.m.k. tvö mörk fyrir hvert eitt sem andstæðingurinn skorar," skrifar Jón Rúnar. Jón Rúnar fer sérstaklega yfir þátt Sigurðar Óla sem hann nafngreinir aldrei heldur talar um sem aðstoðardómara eitt. „Áður en lengra er haldið verður ekki hjá því komist að minnast á A1 (aðstoðardómara 1). Þessi sami einstaklingur tók þátt í 15 leikjum í Pepsídeild karla 2014. Af þessum 15 leikjum var hann settur á sex leiki hjá FH og í þeim öllum sem A1, í a.m.k. þremur af þessum leikjum gerði hann afdrifarík mistök sem öll féllu á móti FH. Það má geta þess að hann var einnig settur á fimm leiki hjá öðru liði þar sem hann gerði afdrifarík mistök í þremur leikjum en þau féllu öll með því liði. Ef þetta væri leikmaður þá væri verið að skoða málin, segi ekki meir," skrifar Jón Rúnar en hann er ekki hættur: „Hvað tekur svo við hjá þessum A1 dómara eftir að hann hafði sýnt af sér eina lélegustu frammistöðu sem sést hefur frá upphafi? Hann er sendur sem fulltrúi okkar til dómgæslu í Evrópuleik. Það er sem frammistaða manna hafi ekki neitt með áframhaldandi verkefni að gera,menn eru ekki settir á bekkinn í „dómarafélaginu“. Eins og það sé ekki nóg hjá þessum aðila að gera upp á bak eins og sagt er heldur finnur hann sig í því að hafa frammistöðu sína í flimtingum og í raun gorta sig af eins og hann gerði á þjálfaranámskeiði sem haldið var á vegum KSÍ. Er nema von að mönnum fari ekki fram," skrifar Jón Rúnar. Allan pistil Jón Rúnars á fh-ingar. net má finna hér: Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jón Rúnar í pistli á FH-síðunni: Er þetta sami maðurinn og skrifaði skýrslu dómara? Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, skrifar í kvöld ítarlegan pistil inn á heimasíðu FH-inga undir nafninu „Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni,“ þar sem hann fer yfir framkvæmd leiks FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildar karla. 12. janúar 2015 21:38 Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, er langt frá því að vera sáttur með frammistöðu aðstoðardómarans Sigurðar Óla Þórleifssonar í úrslitaleik pepsi-deildarinnar 2014 en það kemur fram í pistli Jóns Rúnars á heimasíðu FH-inga sem ber nafnið: Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni. Jón Rúnar segir þetta verða „eina lélegustu frammistöðu sem sést hefur frá upphafi," og þá furðar Jón Rúnar sig á því að Sigurður Óli hafi verið verðlaunaður fyrir frammistöðuna með því að vera sendur út sem fulltrúi Íslands í dómgæslu í Evrópuleik. „Við FH-ingar máttum þola tap á móti góðu liði Stjörnunnar í hreinum úrslitaleik sem fram fór í Krikanum þann 4. október s.l. Þegar ég segi þola tap, á ég við þá staðreynd að mistök dómarateymisins réðu niðurstöðu leiksins," skrifar Jón Rúnar og bætir við: „Það er þreytt umræða að segja mistök dómara vera sjálfsagðan hluta af leiknum og að jafna mistökum dómara við mistök leikmanna. Að halda því fram að okkar leikmenn hafi bara átt að nýta færin sín betur er dapurlegt, það er verið að segja að okkar leikmenn hefðu í raun þurft, vegna mistaka dómarateymisins, að skora a.m.k. tvö mörk fyrir hvert eitt sem andstæðingurinn skorar," skrifar Jón Rúnar. Jón Rúnar fer sérstaklega yfir þátt Sigurðar Óla sem hann nafngreinir aldrei heldur talar um sem aðstoðardómara eitt. „Áður en lengra er haldið verður ekki hjá því komist að minnast á A1 (aðstoðardómara 1). Þessi sami einstaklingur tók þátt í 15 leikjum í Pepsídeild karla 2014. Af þessum 15 leikjum var hann settur á sex leiki hjá FH og í þeim öllum sem A1, í a.m.k. þremur af þessum leikjum gerði hann afdrifarík mistök sem öll féllu á móti FH. Það má geta þess að hann var einnig settur á fimm leiki hjá öðru liði þar sem hann gerði afdrifarík mistök í þremur leikjum en þau féllu öll með því liði. Ef þetta væri leikmaður þá væri verið að skoða málin, segi ekki meir," skrifar Jón Rúnar en hann er ekki hættur: „Hvað tekur svo við hjá þessum A1 dómara eftir að hann hafði sýnt af sér eina lélegustu frammistöðu sem sést hefur frá upphafi? Hann er sendur sem fulltrúi okkar til dómgæslu í Evrópuleik. Það er sem frammistaða manna hafi ekki neitt með áframhaldandi verkefni að gera,menn eru ekki settir á bekkinn í „dómarafélaginu“. Eins og það sé ekki nóg hjá þessum aðila að gera upp á bak eins og sagt er heldur finnur hann sig í því að hafa frammistöðu sína í flimtingum og í raun gorta sig af eins og hann gerði á þjálfaranámskeiði sem haldið var á vegum KSÍ. Er nema von að mönnum fari ekki fram," skrifar Jón Rúnar. Allan pistil Jón Rúnars á fh-ingar. net má finna hér: Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jón Rúnar í pistli á FH-síðunni: Er þetta sami maðurinn og skrifaði skýrslu dómara? Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, skrifar í kvöld ítarlegan pistil inn á heimasíðu FH-inga undir nafninu „Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni,“ þar sem hann fer yfir framkvæmd leiks FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildar karla. 12. janúar 2015 21:38 Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Sjá meira
Jón Rúnar í pistli á FH-síðunni: Er þetta sami maðurinn og skrifaði skýrslu dómara? Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, skrifar í kvöld ítarlegan pistil inn á heimasíðu FH-inga undir nafninu „Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni,“ þar sem hann fer yfir framkvæmd leiks FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildar karla. 12. janúar 2015 21:38
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn