Jón Rúnar: Sigurður Óli gortaði sig af dómnum á þjálfaranámskeiði KSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2015 21:53 Sigurður Óli Þórleifsson Vísir/Valli Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, er langt frá því að vera sáttur með frammistöðu aðstoðardómarans Sigurðar Óla Þórleifssonar í úrslitaleik pepsi-deildarinnar 2014 en það kemur fram í pistli Jóns Rúnars á heimasíðu FH-inga sem ber nafnið: Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni. Jón Rúnar segir þetta verða „eina lélegustu frammistöðu sem sést hefur frá upphafi," og þá furðar Jón Rúnar sig á því að Sigurður Óli hafi verið verðlaunaður fyrir frammistöðuna með því að vera sendur út sem fulltrúi Íslands í dómgæslu í Evrópuleik. „Við FH-ingar máttum þola tap á móti góðu liði Stjörnunnar í hreinum úrslitaleik sem fram fór í Krikanum þann 4. október s.l. Þegar ég segi þola tap, á ég við þá staðreynd að mistök dómarateymisins réðu niðurstöðu leiksins," skrifar Jón Rúnar og bætir við: „Það er þreytt umræða að segja mistök dómara vera sjálfsagðan hluta af leiknum og að jafna mistökum dómara við mistök leikmanna. Að halda því fram að okkar leikmenn hafi bara átt að nýta færin sín betur er dapurlegt, það er verið að segja að okkar leikmenn hefðu í raun þurft, vegna mistaka dómarateymisins, að skora a.m.k. tvö mörk fyrir hvert eitt sem andstæðingurinn skorar," skrifar Jón Rúnar. Jón Rúnar fer sérstaklega yfir þátt Sigurðar Óla sem hann nafngreinir aldrei heldur talar um sem aðstoðardómara eitt. „Áður en lengra er haldið verður ekki hjá því komist að minnast á A1 (aðstoðardómara 1). Þessi sami einstaklingur tók þátt í 15 leikjum í Pepsídeild karla 2014. Af þessum 15 leikjum var hann settur á sex leiki hjá FH og í þeim öllum sem A1, í a.m.k. þremur af þessum leikjum gerði hann afdrifarík mistök sem öll féllu á móti FH. Það má geta þess að hann var einnig settur á fimm leiki hjá öðru liði þar sem hann gerði afdrifarík mistök í þremur leikjum en þau féllu öll með því liði. Ef þetta væri leikmaður þá væri verið að skoða málin, segi ekki meir," skrifar Jón Rúnar en hann er ekki hættur: „Hvað tekur svo við hjá þessum A1 dómara eftir að hann hafði sýnt af sér eina lélegustu frammistöðu sem sést hefur frá upphafi? Hann er sendur sem fulltrúi okkar til dómgæslu í Evrópuleik. Það er sem frammistaða manna hafi ekki neitt með áframhaldandi verkefni að gera,menn eru ekki settir á bekkinn í „dómarafélaginu“. Eins og það sé ekki nóg hjá þessum aðila að gera upp á bak eins og sagt er heldur finnur hann sig í því að hafa frammistöðu sína í flimtingum og í raun gorta sig af eins og hann gerði á þjálfaranámskeiði sem haldið var á vegum KSÍ. Er nema von að mönnum fari ekki fram," skrifar Jón Rúnar. Allan pistil Jón Rúnars á fh-ingar. net má finna hér: Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jón Rúnar í pistli á FH-síðunni: Er þetta sami maðurinn og skrifaði skýrslu dómara? Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, skrifar í kvöld ítarlegan pistil inn á heimasíðu FH-inga undir nafninu „Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni,“ þar sem hann fer yfir framkvæmd leiks FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildar karla. 12. janúar 2015 21:38 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, er langt frá því að vera sáttur með frammistöðu aðstoðardómarans Sigurðar Óla Þórleifssonar í úrslitaleik pepsi-deildarinnar 2014 en það kemur fram í pistli Jóns Rúnars á heimasíðu FH-inga sem ber nafnið: Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni. Jón Rúnar segir þetta verða „eina lélegustu frammistöðu sem sést hefur frá upphafi," og þá furðar Jón Rúnar sig á því að Sigurður Óli hafi verið verðlaunaður fyrir frammistöðuna með því að vera sendur út sem fulltrúi Íslands í dómgæslu í Evrópuleik. „Við FH-ingar máttum þola tap á móti góðu liði Stjörnunnar í hreinum úrslitaleik sem fram fór í Krikanum þann 4. október s.l. Þegar ég segi þola tap, á ég við þá staðreynd að mistök dómarateymisins réðu niðurstöðu leiksins," skrifar Jón Rúnar og bætir við: „Það er þreytt umræða að segja mistök dómara vera sjálfsagðan hluta af leiknum og að jafna mistökum dómara við mistök leikmanna. Að halda því fram að okkar leikmenn hafi bara átt að nýta færin sín betur er dapurlegt, það er verið að segja að okkar leikmenn hefðu í raun þurft, vegna mistaka dómarateymisins, að skora a.m.k. tvö mörk fyrir hvert eitt sem andstæðingurinn skorar," skrifar Jón Rúnar. Jón Rúnar fer sérstaklega yfir þátt Sigurðar Óla sem hann nafngreinir aldrei heldur talar um sem aðstoðardómara eitt. „Áður en lengra er haldið verður ekki hjá því komist að minnast á A1 (aðstoðardómara 1). Þessi sami einstaklingur tók þátt í 15 leikjum í Pepsídeild karla 2014. Af þessum 15 leikjum var hann settur á sex leiki hjá FH og í þeim öllum sem A1, í a.m.k. þremur af þessum leikjum gerði hann afdrifarík mistök sem öll féllu á móti FH. Það má geta þess að hann var einnig settur á fimm leiki hjá öðru liði þar sem hann gerði afdrifarík mistök í þremur leikjum en þau féllu öll með því liði. Ef þetta væri leikmaður þá væri verið að skoða málin, segi ekki meir," skrifar Jón Rúnar en hann er ekki hættur: „Hvað tekur svo við hjá þessum A1 dómara eftir að hann hafði sýnt af sér eina lélegustu frammistöðu sem sést hefur frá upphafi? Hann er sendur sem fulltrúi okkar til dómgæslu í Evrópuleik. Það er sem frammistaða manna hafi ekki neitt með áframhaldandi verkefni að gera,menn eru ekki settir á bekkinn í „dómarafélaginu“. Eins og það sé ekki nóg hjá þessum aðila að gera upp á bak eins og sagt er heldur finnur hann sig í því að hafa frammistöðu sína í flimtingum og í raun gorta sig af eins og hann gerði á þjálfaranámskeiði sem haldið var á vegum KSÍ. Er nema von að mönnum fari ekki fram," skrifar Jón Rúnar. Allan pistil Jón Rúnars á fh-ingar. net má finna hér: Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jón Rúnar í pistli á FH-síðunni: Er þetta sami maðurinn og skrifaði skýrslu dómara? Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, skrifar í kvöld ítarlegan pistil inn á heimasíðu FH-inga undir nafninu „Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni,“ þar sem hann fer yfir framkvæmd leiks FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildar karla. 12. janúar 2015 21:38 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Jón Rúnar í pistli á FH-síðunni: Er þetta sami maðurinn og skrifaði skýrslu dómara? Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, skrifar í kvöld ítarlegan pistil inn á heimasíðu FH-inga undir nafninu „Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni,“ þar sem hann fer yfir framkvæmd leiks FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildar karla. 12. janúar 2015 21:38