Össur um fjarveru Sigmundar: „Ekki boðleg frammistaða“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. janúar 2015 14:02 Össur er ekki hrifinn af útskýringum á fjarveru Sigmundar Davíðs á samstöðufundinum í París í gær. „Þetta var ekki boðleg frammistaða af hálfu íslensku ríkisstjórnarinnar,“ skrifar Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á Facebook þar sem hann deilir frétt Vísis þar sem rætt var við upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, Sigurð Má Jónsson, um fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra frá samstöðufundinum í París í gær. Í yfirlýsingu sem barst frá forsætisráðuneytinu í gær kom fram að Sigmundur Davíð hefði ekki komist sökum skamms fyrirvara, dagskrár ráðherra og ferðatíma til Parísar. Sigurður Már vildi ekki gefa upp hvað það var á dagskrá Sigmundar sem gerði það að verkum að hann sá sér ekki fært að mæta á þennan samstöðufund sem margir háttsettir embættismenn sóttu.„Þynnri en lap“ „Skýringarnar sem gefnar voru seint í gærkvöldi voru nefnilega þynnri en lap, svo ekki sé meitlaðri íslenska brúkuð,“ skrifar Össur og segir forsætisráðuneytið eiga að geta leyst flóknari verkefni en það að skipuleggja ferð til Parísar með tæplega tveggja sólarhringa fyrirvara. „Og forsætisráðherra hefur þau forréttindi að geta breytt dagskrá sinni að vild – einsog hans eigin dæmi sanna – og ber vitaskuld að gera það þegar upp koma ófyrirséðir atburðir erlendis, sem krefjast þess að hann tjái vilja íslensku þjóðarinnnar með skýrum hætti,“ skrifar Össur.Frá samstöðufundinum í París í gær.APVerða að standa undir ábyrgðHann segir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra hafa verið löglega afsakaðan, en hann skipuleggur nú ráðstefnu um jafnrétti kynjanna í New York í Bandaríkjunum. Hins vegar var Nína Björk Jónsdóttir sendiráðunautur í París fulltrúi Íslendinga í göngunni. „En það voru átta aðrir ráðherrar til taks. Það eina sem þurfti var sæmileg dómgreind og eitt símtal. Menn sem kosnir eru í háar stöður verða að standa undir þeirri ábyrgð,“ skrifar Össur og spyr hvað hefði verið sagt ef Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefði setið af sér sögulegan baráttufund á borð við þann sem var í París í gær með sömu skýringum og Sigmundur Davíð. „Hvernig halda menn að Sigmundur Davíð hefði brugðist við? Mér er ekki örgrannt um að hann hefði barið fótastokkinn, brutt skjaldarrendur og sopið hveljur af heilagri vandlætingu. Eðlilega.“ Post by Össur Skarphéðinsson. Tengdar fréttir Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19 Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Forsætisráðuneytinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. 11. janúar 2015 22:25 Utanríkisráðherra er að undirbúa jafnréttisráðstefnu í New York Ástæða þess að Gunnar Bragi Sveinsson var ekki á samstöðufundinum í París er að hann undirbýr rakarastofuráðstefnu í New York. 11. janúar 2015 20:45 Dagskrá Sigmundar fæst ekki uppgefin: „Ekki í anda þessa atburðar“ Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir yfirlýsingu forsætisráðuneytisins vegna fjarveru forsætisráðherra hafa verið ítarlega. 12. janúar 2015 11:22 Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30 Indlandsför ástæða fjarveru Kerry Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun heimsækja Frakkland í vikunni til að sýna samstöðu. 12. janúar 2015 11:30 Forsætisráðherra ekki viðstaddur Hvorki forsætisráðherra né utanríkisráðherra voru viðstaddir friðargönguna í París í gær, vegna þeirra voðaverka sem dunið hafa yfir Parísarbúa síðustu sólarhringa. 12. janúar 2015 07:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
„Þetta var ekki boðleg frammistaða af hálfu íslensku ríkisstjórnarinnar,“ skrifar Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á Facebook þar sem hann deilir frétt Vísis þar sem rætt var við upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, Sigurð Má Jónsson, um fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra frá samstöðufundinum í París í gær. Í yfirlýsingu sem barst frá forsætisráðuneytinu í gær kom fram að Sigmundur Davíð hefði ekki komist sökum skamms fyrirvara, dagskrár ráðherra og ferðatíma til Parísar. Sigurður Már vildi ekki gefa upp hvað það var á dagskrá Sigmundar sem gerði það að verkum að hann sá sér ekki fært að mæta á þennan samstöðufund sem margir háttsettir embættismenn sóttu.„Þynnri en lap“ „Skýringarnar sem gefnar voru seint í gærkvöldi voru nefnilega þynnri en lap, svo ekki sé meitlaðri íslenska brúkuð,“ skrifar Össur og segir forsætisráðuneytið eiga að geta leyst flóknari verkefni en það að skipuleggja ferð til Parísar með tæplega tveggja sólarhringa fyrirvara. „Og forsætisráðherra hefur þau forréttindi að geta breytt dagskrá sinni að vild – einsog hans eigin dæmi sanna – og ber vitaskuld að gera það þegar upp koma ófyrirséðir atburðir erlendis, sem krefjast þess að hann tjái vilja íslensku þjóðarinnnar með skýrum hætti,“ skrifar Össur.Frá samstöðufundinum í París í gær.APVerða að standa undir ábyrgðHann segir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra hafa verið löglega afsakaðan, en hann skipuleggur nú ráðstefnu um jafnrétti kynjanna í New York í Bandaríkjunum. Hins vegar var Nína Björk Jónsdóttir sendiráðunautur í París fulltrúi Íslendinga í göngunni. „En það voru átta aðrir ráðherrar til taks. Það eina sem þurfti var sæmileg dómgreind og eitt símtal. Menn sem kosnir eru í háar stöður verða að standa undir þeirri ábyrgð,“ skrifar Össur og spyr hvað hefði verið sagt ef Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefði setið af sér sögulegan baráttufund á borð við þann sem var í París í gær með sömu skýringum og Sigmundur Davíð. „Hvernig halda menn að Sigmundur Davíð hefði brugðist við? Mér er ekki örgrannt um að hann hefði barið fótastokkinn, brutt skjaldarrendur og sopið hveljur af heilagri vandlætingu. Eðlilega.“ Post by Össur Skarphéðinsson.
Tengdar fréttir Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19 Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Forsætisráðuneytinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. 11. janúar 2015 22:25 Utanríkisráðherra er að undirbúa jafnréttisráðstefnu í New York Ástæða þess að Gunnar Bragi Sveinsson var ekki á samstöðufundinum í París er að hann undirbýr rakarastofuráðstefnu í New York. 11. janúar 2015 20:45 Dagskrá Sigmundar fæst ekki uppgefin: „Ekki í anda þessa atburðar“ Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir yfirlýsingu forsætisráðuneytisins vegna fjarveru forsætisráðherra hafa verið ítarlega. 12. janúar 2015 11:22 Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30 Indlandsför ástæða fjarveru Kerry Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun heimsækja Frakkland í vikunni til að sýna samstöðu. 12. janúar 2015 11:30 Forsætisráðherra ekki viðstaddur Hvorki forsætisráðherra né utanríkisráðherra voru viðstaddir friðargönguna í París í gær, vegna þeirra voðaverka sem dunið hafa yfir Parísarbúa síðustu sólarhringa. 12. janúar 2015 07:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19
Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Forsætisráðuneytinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. 11. janúar 2015 22:25
Utanríkisráðherra er að undirbúa jafnréttisráðstefnu í New York Ástæða þess að Gunnar Bragi Sveinsson var ekki á samstöðufundinum í París er að hann undirbýr rakarastofuráðstefnu í New York. 11. janúar 2015 20:45
Dagskrá Sigmundar fæst ekki uppgefin: „Ekki í anda þessa atburðar“ Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir yfirlýsingu forsætisráðuneytisins vegna fjarveru forsætisráðherra hafa verið ítarlega. 12. janúar 2015 11:22
Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30
Indlandsför ástæða fjarveru Kerry Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun heimsækja Frakkland í vikunni til að sýna samstöðu. 12. janúar 2015 11:30
Forsætisráðherra ekki viðstaddur Hvorki forsætisráðherra né utanríkisráðherra voru viðstaddir friðargönguna í París í gær, vegna þeirra voðaverka sem dunið hafa yfir Parísarbúa síðustu sólarhringa. 12. janúar 2015 07:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent