Sport

Wilson verður launahæsti leikmaður NFL-deildarinnar

Wilson eftir sigurinn gegn Carolina um helgina.
Wilson eftir sigurinn gegn Carolina um helgina. vísir/getty
Leikstjórnandi NFL-meistara Seattle Seahawks, Russell Wilson, er með ein lélegustu laun leikstjórnanda í deildinni en það mun breytast fljótlega.

Wilson er að fá  105 milljónir króna í árslaun sem er einn tuttugasti af því sem Jay Cutler, leikstjórnandi Chicago Bears, fær. Cutler hefur ekki skilað neinum árangri en Wilson er einu skrefi frá Super Bowl annað árið í röð.

Seattle ætlar sér að verðlauna hann með því að gera hann að launahæsta leikstjórnanda deildarinnar. Hann mun því fá hátt í 3 milljarða í árslaun næstu árin. Það er ansi rífleg launahækkun.

Þeir leikstjórnendur deildarinnar sem eru að fá bestu launin eru öruggir með greiðslu upp á tæpa 8 milljarða og eru svo með 2,6 milljarða í árslaun.

Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay, er launahæstur í dag með 2,9 milljarða í árslaun.

NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×