Talið að um 30 þúsund óskráð skotvopn séu í umferð Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. janúar 2015 07:29 Áætlað er að rúmlega 30 þúsund óskráð skotvopn séu í umferð hér á landi. Þá telur lögreglan að AK-47 hríðskotabyssur hafi verið fluttar hingað til lands með rússneskum togurum. Lögreglumenn vilja alls ekki bera skotvopn daglega og deila þeirri skoðun með borgurum landsins. En það þarf að gæta þess að í neyðartilfellum sé aðgengi að skotvopnum tryggt á þann hátt að það henti sem best hagsmunum lögreglumanna og borgaranna. Þetta segir Runólfur Þórhallsson lögreglumaður í nýlegri grein í Lögreglublaðinu. Runólfur fjallar um þann mikla fjölda óskráðra vopna sem eru í umferð hér á landi og segir: „Á Íslandi eru um 73 þúsund skráð vopn. Talið er að nokkrir tugir þúsunda vopna séu óskráð. Upplýsingar hafa ítrekað borist lögreglu að með rússatogurum hafi borist hingað til lands vélbyssur m.a. AK47, sem er mun stærra vopn en MP5.“ AK47 er sama tegund af riffli og bræðurnir Said og Cherif Kouachi þegar þeir myrtu tólf á ritstjórnarskrifstofum Charlie Hebdo á miðvikudag. Greinin Runólfs var þó skrifuð talsvert fyrir atburðina í París en tilefnið var umræða um skotvopnaeign lögreglu fyrr í haust. Sem kunnugt er var tekin ákvörðun um að skila alls 250 MP5 hríðskotabyssum til norska hersins þegar gerð var krafa um að greitt væri fyrir byssurnar en Landhelgisgæslan hafði litið á þær sem gjöf frá Norðmönnum. Alls áttu 150 byssur af þessum 250 að fara til lögreglunnar. Runólfur fékk upplýsingar um smygl á AK47 vélbyssunum í tengslum við rannsóknir á viðskiptum rússneskra togarasjómanna við Íslendinga fyrir rúmum áratug. Runólfur baðst undan viðtali en sagði að innan lögreglu teldu menn að óskráð vopn í umferð gætu verið um 30 þúsund. Þetta væri hins vegar áætlað og ekki staðfest tala. Í greinnni segir Runólfur: „Það vill enginn hér á landi að lögregla beri vopn, hvorki lögreglumenn né borgarinn. Það er hins vegar ekki hægt að stinga höfðinu í sandinn og vona það besta. Lögreglumönnum ber lagaleg skylda til að vernda borgarana. Til þess að geta sinnt því hlutverki verða þeir að geta varið sig gagnvart vopnuðum afbrotamönnum og andlega veikum einstaklingum.“ Tengdar fréttir Óeðlilegt að Gæslan þurfi að koma tvisvar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir í allsherjarnefnd Alþingis segir að upplýsingar um vopnakaup hafi verið misvísandi. Forstjóri Landhelgisgæslunnar hitti Norðmenn í Hörpunni sem hvorki færðu honum gjafabréf né reikning fyrir hríðskotabyssum. 5. nóvember 2014 08:00 Lögreglan þarf fleiri byssur en í fyrra Jón Bjartmarz segir að það þurfi að efla viðbúnaðargetu lögreglunnar. 27. nóvember 2014 19:30 Tíma ekki að senda hríðskotabyssurnar til Noregs Landhelgisgæslan bíður tækifæris til að flytja vopnin að kostnaðarlausu. 18. desember 2014 18:17 Byssurnar enn innsiglaðar í Keflavík Ekki enn búið að fá úr því skorið hvort hríðskotabyssurnar hafi verið gjöf eða ekki. 18. nóvember 2014 14:37 Ríkislögreglustjóri bíður svars frá Noregi Þörf lögreglunnar fyrir vopn er sögð óbreytt þótt Landhelgisgæslan endursendi hríðskotabyssur til Noregs. Lögreglan biður nú Norðmenn milliliðalaust um að útvega sér vopn. Vopnakaup eru ekki brýnasta verkefnið hjá Landhelgisgæslunni. 27. nóvember 2014 07:00 Kemur til greina að Gæslan skili byssunum Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir eftir að koma í ljós hvort Norðmenn hafi skipt um skoðun varðandi gjöf á byssum til Gæslunnar. Meiri reisn væri að Gæslan keypti vopn. 4. nóvember 2014 12:56 Spurning hvort Norðmenn hafi skipt um skoðun Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir vopnin frá Noregi verða innsigluð þar til ljóst sé hvort Norðmenn hafi skipt um skoðun varðandi það hvort um gjöf sé að ræða eða ekki. 4. nóvember 2014 20:13 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Áætlað er að rúmlega 30 þúsund óskráð skotvopn séu í umferð hér á landi. Þá telur lögreglan að AK-47 hríðskotabyssur hafi verið fluttar hingað til lands með rússneskum togurum. Lögreglumenn vilja alls ekki bera skotvopn daglega og deila þeirri skoðun með borgurum landsins. En það þarf að gæta þess að í neyðartilfellum sé aðgengi að skotvopnum tryggt á þann hátt að það henti sem best hagsmunum lögreglumanna og borgaranna. Þetta segir Runólfur Þórhallsson lögreglumaður í nýlegri grein í Lögreglublaðinu. Runólfur fjallar um þann mikla fjölda óskráðra vopna sem eru í umferð hér á landi og segir: „Á Íslandi eru um 73 þúsund skráð vopn. Talið er að nokkrir tugir þúsunda vopna séu óskráð. Upplýsingar hafa ítrekað borist lögreglu að með rússatogurum hafi borist hingað til lands vélbyssur m.a. AK47, sem er mun stærra vopn en MP5.“ AK47 er sama tegund af riffli og bræðurnir Said og Cherif Kouachi þegar þeir myrtu tólf á ritstjórnarskrifstofum Charlie Hebdo á miðvikudag. Greinin Runólfs var þó skrifuð talsvert fyrir atburðina í París en tilefnið var umræða um skotvopnaeign lögreglu fyrr í haust. Sem kunnugt er var tekin ákvörðun um að skila alls 250 MP5 hríðskotabyssum til norska hersins þegar gerð var krafa um að greitt væri fyrir byssurnar en Landhelgisgæslan hafði litið á þær sem gjöf frá Norðmönnum. Alls áttu 150 byssur af þessum 250 að fara til lögreglunnar. Runólfur fékk upplýsingar um smygl á AK47 vélbyssunum í tengslum við rannsóknir á viðskiptum rússneskra togarasjómanna við Íslendinga fyrir rúmum áratug. Runólfur baðst undan viðtali en sagði að innan lögreglu teldu menn að óskráð vopn í umferð gætu verið um 30 þúsund. Þetta væri hins vegar áætlað og ekki staðfest tala. Í greinnni segir Runólfur: „Það vill enginn hér á landi að lögregla beri vopn, hvorki lögreglumenn né borgarinn. Það er hins vegar ekki hægt að stinga höfðinu í sandinn og vona það besta. Lögreglumönnum ber lagaleg skylda til að vernda borgarana. Til þess að geta sinnt því hlutverki verða þeir að geta varið sig gagnvart vopnuðum afbrotamönnum og andlega veikum einstaklingum.“
Tengdar fréttir Óeðlilegt að Gæslan þurfi að koma tvisvar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir í allsherjarnefnd Alþingis segir að upplýsingar um vopnakaup hafi verið misvísandi. Forstjóri Landhelgisgæslunnar hitti Norðmenn í Hörpunni sem hvorki færðu honum gjafabréf né reikning fyrir hríðskotabyssum. 5. nóvember 2014 08:00 Lögreglan þarf fleiri byssur en í fyrra Jón Bjartmarz segir að það þurfi að efla viðbúnaðargetu lögreglunnar. 27. nóvember 2014 19:30 Tíma ekki að senda hríðskotabyssurnar til Noregs Landhelgisgæslan bíður tækifæris til að flytja vopnin að kostnaðarlausu. 18. desember 2014 18:17 Byssurnar enn innsiglaðar í Keflavík Ekki enn búið að fá úr því skorið hvort hríðskotabyssurnar hafi verið gjöf eða ekki. 18. nóvember 2014 14:37 Ríkislögreglustjóri bíður svars frá Noregi Þörf lögreglunnar fyrir vopn er sögð óbreytt þótt Landhelgisgæslan endursendi hríðskotabyssur til Noregs. Lögreglan biður nú Norðmenn milliliðalaust um að útvega sér vopn. Vopnakaup eru ekki brýnasta verkefnið hjá Landhelgisgæslunni. 27. nóvember 2014 07:00 Kemur til greina að Gæslan skili byssunum Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir eftir að koma í ljós hvort Norðmenn hafi skipt um skoðun varðandi gjöf á byssum til Gæslunnar. Meiri reisn væri að Gæslan keypti vopn. 4. nóvember 2014 12:56 Spurning hvort Norðmenn hafi skipt um skoðun Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir vopnin frá Noregi verða innsigluð þar til ljóst sé hvort Norðmenn hafi skipt um skoðun varðandi það hvort um gjöf sé að ræða eða ekki. 4. nóvember 2014 20:13 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Óeðlilegt að Gæslan þurfi að koma tvisvar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir í allsherjarnefnd Alþingis segir að upplýsingar um vopnakaup hafi verið misvísandi. Forstjóri Landhelgisgæslunnar hitti Norðmenn í Hörpunni sem hvorki færðu honum gjafabréf né reikning fyrir hríðskotabyssum. 5. nóvember 2014 08:00
Lögreglan þarf fleiri byssur en í fyrra Jón Bjartmarz segir að það þurfi að efla viðbúnaðargetu lögreglunnar. 27. nóvember 2014 19:30
Tíma ekki að senda hríðskotabyssurnar til Noregs Landhelgisgæslan bíður tækifæris til að flytja vopnin að kostnaðarlausu. 18. desember 2014 18:17
Byssurnar enn innsiglaðar í Keflavík Ekki enn búið að fá úr því skorið hvort hríðskotabyssurnar hafi verið gjöf eða ekki. 18. nóvember 2014 14:37
Ríkislögreglustjóri bíður svars frá Noregi Þörf lögreglunnar fyrir vopn er sögð óbreytt þótt Landhelgisgæslan endursendi hríðskotabyssur til Noregs. Lögreglan biður nú Norðmenn milliliðalaust um að útvega sér vopn. Vopnakaup eru ekki brýnasta verkefnið hjá Landhelgisgæslunni. 27. nóvember 2014 07:00
Kemur til greina að Gæslan skili byssunum Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir eftir að koma í ljós hvort Norðmenn hafi skipt um skoðun varðandi gjöf á byssum til Gæslunnar. Meiri reisn væri að Gæslan keypti vopn. 4. nóvember 2014 12:56
Spurning hvort Norðmenn hafi skipt um skoðun Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir vopnin frá Noregi verða innsigluð þar til ljóst sé hvort Norðmenn hafi skipt um skoðun varðandi það hvort um gjöf sé að ræða eða ekki. 4. nóvember 2014 20:13