Aron: Hef áhyggjur af markvörslunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. janúar 2015 18:45 Aron Kristjánsson Vísir/Pjetur Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins, segir að það sé margt hægt að bæta við leik Íslands en strákarnir gerðu fyrr í dag jafntefli við Slóveníu, 32-32, í síðasta æfingaleik sínum fyrir HM í Katar. Eftir erfiða byrjun náðu strákarnir að vinna sig inn í leikinn gegn Slóveníu með frábærum lokakafla og voru þeir óheppnir að landa ekki sigrinum. Strákarnir voru þó að elta allan leikinn og voru langt frá sínu besta í varnarleiknum. Markvarslan var í takti við það og í algjöru lágmarki þar til að Björgvin Páll Gústavsson hrökk í gang á lokamínútum leiksins. „Við komum mjög illa inn í leikinn í dag og vantaði allan hreyfanleika á vörnina. Þeir röðuðu á okkur mörkum fyrstu mínúturnar en þó svo að það hafi aðeins hægst á því hjá þeim fengum við samt alltaf á okkur mörk,“ segir Aron. „Við vorum flatir í vörninni og þeir opnuðu mikið inn á líuna hjá sér. Við lásum leikinn ekki nægilega vel en það lagaðist þó aðeins í seinni hálfleik. Sóknarleikurinn var samt fínn hjá okkur - við skoruðum 32 mörk og sköpuðum mikið af færum. Það komu ekki margir kaflar í honum þar sem við lentum í vandræðum.“ Aron tefldi fram 3-2-1 vörninni á lokakafla leiksins sem gaf góða raun. „Það var margt jákvætt í henni og þvingaði Slóvenana í ákveðin skot. Það er erfitt að spila svona vörn gegn jafn teknísku liði og Slóveníu en það hjálpaði okkur í dag. Heilt yfir eru vankantar á henni sem við getum enn unnið í en það er framför í vörninni miðað við leikinn gegn Þýskalandi.“ „Gegn Dönum varn 6-0 vörnin, maður gegn manni, sterkari. En eftir leikinn í dag hefur maður meiri áhyggjur af markvörslunni og þá voru þeir grimmir að refsa okkur fyrir hægar skiptingar á milli sóknar og varnar. Það þarf að minnka skaðann í þeim aðgerðum.“ Strákarnir halda nú til Katar frá Kaupmannahöfn á þriðjudag og mun Guðjón Valur Sigurðsson, sem spilaði ekkert með Íslandi um helgina af persónulegum ástæðum, hitta strákana og halda með þeim til Doha. „Við fáum svo tvo æfingadaga í Katar þar sem við getum unnið í þeim hlutum sem við þurfum að fá í gang fyrir leikinn gegn Svíum á föstudag.“ Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 32-32 | Strákarnir hársbreidd frá sigri Öflugur lokakafli bætti upp fyrir slæman leik Íslands gegn Slóveníu í Danmörku í dag. 11. janúar 2015 13:00 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins, segir að það sé margt hægt að bæta við leik Íslands en strákarnir gerðu fyrr í dag jafntefli við Slóveníu, 32-32, í síðasta æfingaleik sínum fyrir HM í Katar. Eftir erfiða byrjun náðu strákarnir að vinna sig inn í leikinn gegn Slóveníu með frábærum lokakafla og voru þeir óheppnir að landa ekki sigrinum. Strákarnir voru þó að elta allan leikinn og voru langt frá sínu besta í varnarleiknum. Markvarslan var í takti við það og í algjöru lágmarki þar til að Björgvin Páll Gústavsson hrökk í gang á lokamínútum leiksins. „Við komum mjög illa inn í leikinn í dag og vantaði allan hreyfanleika á vörnina. Þeir röðuðu á okkur mörkum fyrstu mínúturnar en þó svo að það hafi aðeins hægst á því hjá þeim fengum við samt alltaf á okkur mörk,“ segir Aron. „Við vorum flatir í vörninni og þeir opnuðu mikið inn á líuna hjá sér. Við lásum leikinn ekki nægilega vel en það lagaðist þó aðeins í seinni hálfleik. Sóknarleikurinn var samt fínn hjá okkur - við skoruðum 32 mörk og sköpuðum mikið af færum. Það komu ekki margir kaflar í honum þar sem við lentum í vandræðum.“ Aron tefldi fram 3-2-1 vörninni á lokakafla leiksins sem gaf góða raun. „Það var margt jákvætt í henni og þvingaði Slóvenana í ákveðin skot. Það er erfitt að spila svona vörn gegn jafn teknísku liði og Slóveníu en það hjálpaði okkur í dag. Heilt yfir eru vankantar á henni sem við getum enn unnið í en það er framför í vörninni miðað við leikinn gegn Þýskalandi.“ „Gegn Dönum varn 6-0 vörnin, maður gegn manni, sterkari. En eftir leikinn í dag hefur maður meiri áhyggjur af markvörslunni og þá voru þeir grimmir að refsa okkur fyrir hægar skiptingar á milli sóknar og varnar. Það þarf að minnka skaðann í þeim aðgerðum.“ Strákarnir halda nú til Katar frá Kaupmannahöfn á þriðjudag og mun Guðjón Valur Sigurðsson, sem spilaði ekkert með Íslandi um helgina af persónulegum ástæðum, hitta strákana og halda með þeim til Doha. „Við fáum svo tvo æfingadaga í Katar þar sem við getum unnið í þeim hlutum sem við þurfum að fá í gang fyrir leikinn gegn Svíum á föstudag.“
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 32-32 | Strákarnir hársbreidd frá sigri Öflugur lokakafli bætti upp fyrir slæman leik Íslands gegn Slóveníu í Danmörku í dag. 11. janúar 2015 13:00 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 32-32 | Strákarnir hársbreidd frá sigri Öflugur lokakafli bætti upp fyrir slæman leik Íslands gegn Slóveníu í Danmörku í dag. 11. janúar 2015 13:00